Innlent

Óréttlát stimpilgjöld

Margret Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar lagði fram fyrirspurn til fjármálaráðherra á Alþingi í gær þar sem hún spurði um álit ráðherrans á lækkun eða afnámi stimpilgjalda. Í máli þingmannsins kom fram að Samfylkingin teldi að almenningur nyti ekki vaxtalækkunar á húsnæðislánum sem skyldi vegna "óréttlátrar skattlagningar í formi stimpilgjalda". Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sagði koma til greina að endurskoða stimpilgjöld "heildstætt". Hann benti á að sumir teldu að lækkun eða afnám stimpilgjalda í fasteignaviðskiptum, kynnu að auka þenslu í þjóðfélaginu. Sagðist hann fyrst og fremst fús til að endurskoða stimpilgjöld í þeim tilfellum þegar leiðrétta þyrfti samkeppnisstöðu banka. Hins vegar væri hann síður fús að lækka þinglýsingargjöld vegna fasteignaviðskipta. Talið er að ríkið hafi fjögurra milljarða tekjur af stimpilgjöldum en hluti þess fjár rennur til baka í vasa almennings í formi vaxtabóta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×