Skattbyrði lífeyrisþega eykst 13. október 2004 00:01 Sívaxandi tekjutengingar og aukin skattbyrði hefur skaðað afkomu þeirra eldri borgara sem byggja afkomu sína á almannatryggingakerfinu. Benedikt Davíðsson segir stjórnvöldum að kenna að hagur þessa hóps hefur versnað á síðustu árum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á móti á að almennu lífeyrissjóðirnir hafi aldrei greitt lífeyrisþegum eins háar fjárhæðir og nú og telur tekjutengingar sanngirnismál. Umdeildar tekjutengingar Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að tekjutengingar almannatryggingakerfisins ræni fólk hvatanum að því að ávinna sér frekari réttindi. Á fyrstu árum lífeyrissjóðakerfisins voru engar slíkar tengingar fyrir hendi en þeim var komið á nokkrum árum síðar. Benedikt segir að vissulega séu tekjutengingar settar á til að jafna mun á tekjuháum og lágum. "Á hinn bóginn voru almannatryggingarnar ekki hugsaðar sem fátækrastofnun heldur tryggingastofnun til að tryggja öllum tilteknar tekjur. Nú eru þær í auknum mæli fátækraframfærslustofnun því tengingarnar eru orðnar svo stífar." Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar er ósammála Benedikt. "Almannatryggingarnar eiga að vera tryggingar fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði en lífeyrissjóðirnir eiga hins vegar að sjá fólki fyrir stærstum hluta eftirlaunanna. Með þessum tekjutengingum aukast möguleikarnir á því að hækka bæturnar fyrir þá sem eftir sitja og hafa aflað sér lítilla lífeyrissjóðsréttinda," segir Tryggvi Þór. Hann bætir því við að málið snúist einnig um sanngirni. "Hvaða réttlæti er í því að maður sem á full réttindi í lífeyrissjóði fái jafn mikið úr almannatryggingunum og manneskja sem hefur engra slíkra réttinda aflað?" Aukin skattbyrði Alllt til ársins 1995 fylgdu greiðslur almannatrygginga þróun lágmarkslauna í landinu en síðan skorið var á þessa tengingu hafa bótagreiðslur dregist aftur úr. Þannig var grunnlífeyrir fjórðungur af lágmarkslaunum verkmanna þegar núverandi lífeyrissjóðakerfi var tekið upp en í dag er þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Þar við bætist að tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun. Ef dæmi er tekið af eldri borgara með 100.000 krónur í tekjur á mánuði þá greiðir hann árið 2004 rúm ellefu prósent launa sinna í tekjuskatt á meðan hann greiddi árið 1988 aðeins 0,2 prósent í skatt af sömu rauntekjum. Séu bætur framreiknaðar kemur í ljós að rúmar 16.000 krónur vantar upp á að mánaðarlegar bætur séu jafn háar í dag og þær voru árið 1988. Tryggvi Þór segir að þessir útreikningar geti vel staðist. "Með þessu er hins vegar einungis hálf sagan sögð því við verðum að hafa í huga að árið 1988 þá fengu Íslendingar óverulegar upphæðir úr lífeyrissjóðum á almennum markaði. Nú eru þær upphæðir orðnar verulegar á meðan hlutfall eftirlauna úr almannatryggingakerfinu hefur minnkað." Hvað skerðingu grunnlífeyris varðar þá spyr Tryggvi hvort sú staðreynd endurspegli ekki hversu mikið lægstu laun hafi hækkað. Eldri borgarar sviknir? Til skamms tíma greiddu launþegar svonefnt tryggingagjald en síðar varð það einfaldlega hluti tekjuskattsins og látið að einhverju leyti renna til almannatrygginga. Benedikt segir að þarna sé í raun um tryggingasvik að ræða hjá hinu opinbera og líkir þessu við að maður hafi greitt iðgjöld hjá tryggingafélagi alla tíð en þegar til tjóns kemur þá neitar félagið honum um bætur vegna of hárra tekna. "Þetta er ríkið að gera þegar við verðum fyrir því tjóni sem ellin og brotthvarf af vinnumarkaði eru." Tryggvi Þór er ekki á sama máli og bendir á að staðreyndin sé sú að flestir eldri borgarar eru með hærri tekjur en áður og fá því síður borgað úr almannatryggingakerfinu. "Þannig er tjónið sem Benedikt talar um tæpast til staðar," segir hann.Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.MYND/GVA Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Sívaxandi tekjutengingar og aukin skattbyrði hefur skaðað afkomu þeirra eldri borgara sem byggja afkomu sína á almannatryggingakerfinu. Benedikt Davíðsson segir stjórnvöldum að kenna að hagur þessa hóps hefur versnað á síðustu árum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á móti á að almennu lífeyrissjóðirnir hafi aldrei greitt lífeyrisþegum eins háar fjárhæðir og nú og telur tekjutengingar sanngirnismál. Umdeildar tekjutengingar Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að tekjutengingar almannatryggingakerfisins ræni fólk hvatanum að því að ávinna sér frekari réttindi. Á fyrstu árum lífeyrissjóðakerfisins voru engar slíkar tengingar fyrir hendi en þeim var komið á nokkrum árum síðar. Benedikt segir að vissulega séu tekjutengingar settar á til að jafna mun á tekjuháum og lágum. "Á hinn bóginn voru almannatryggingarnar ekki hugsaðar sem fátækrastofnun heldur tryggingastofnun til að tryggja öllum tilteknar tekjur. Nú eru þær í auknum mæli fátækraframfærslustofnun því tengingarnar eru orðnar svo stífar." Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar er ósammála Benedikt. "Almannatryggingarnar eiga að vera tryggingar fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði en lífeyrissjóðirnir eiga hins vegar að sjá fólki fyrir stærstum hluta eftirlaunanna. Með þessum tekjutengingum aukast möguleikarnir á því að hækka bæturnar fyrir þá sem eftir sitja og hafa aflað sér lítilla lífeyrissjóðsréttinda," segir Tryggvi Þór. Hann bætir því við að málið snúist einnig um sanngirni. "Hvaða réttlæti er í því að maður sem á full réttindi í lífeyrissjóði fái jafn mikið úr almannatryggingunum og manneskja sem hefur engra slíkra réttinda aflað?" Aukin skattbyrði Alllt til ársins 1995 fylgdu greiðslur almannatrygginga þróun lágmarkslauna í landinu en síðan skorið var á þessa tengingu hafa bótagreiðslur dregist aftur úr. Þannig var grunnlífeyrir fjórðungur af lágmarkslaunum verkmanna þegar núverandi lífeyrissjóðakerfi var tekið upp en í dag er þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Þar við bætist að tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun. Ef dæmi er tekið af eldri borgara með 100.000 krónur í tekjur á mánuði þá greiðir hann árið 2004 rúm ellefu prósent launa sinna í tekjuskatt á meðan hann greiddi árið 1988 aðeins 0,2 prósent í skatt af sömu rauntekjum. Séu bætur framreiknaðar kemur í ljós að rúmar 16.000 krónur vantar upp á að mánaðarlegar bætur séu jafn háar í dag og þær voru árið 1988. Tryggvi Þór segir að þessir útreikningar geti vel staðist. "Með þessu er hins vegar einungis hálf sagan sögð því við verðum að hafa í huga að árið 1988 þá fengu Íslendingar óverulegar upphæðir úr lífeyrissjóðum á almennum markaði. Nú eru þær upphæðir orðnar verulegar á meðan hlutfall eftirlauna úr almannatryggingakerfinu hefur minnkað." Hvað skerðingu grunnlífeyris varðar þá spyr Tryggvi hvort sú staðreynd endurspegli ekki hversu mikið lægstu laun hafi hækkað. Eldri borgarar sviknir? Til skamms tíma greiddu launþegar svonefnt tryggingagjald en síðar varð það einfaldlega hluti tekjuskattsins og látið að einhverju leyti renna til almannatrygginga. Benedikt segir að þarna sé í raun um tryggingasvik að ræða hjá hinu opinbera og líkir þessu við að maður hafi greitt iðgjöld hjá tryggingafélagi alla tíð en þegar til tjóns kemur þá neitar félagið honum um bætur vegna of hárra tekna. "Þetta er ríkið að gera þegar við verðum fyrir því tjóni sem ellin og brotthvarf af vinnumarkaði eru." Tryggvi Þór er ekki á sama máli og bendir á að staðreyndin sé sú að flestir eldri borgarar eru með hærri tekjur en áður og fá því síður borgað úr almannatryggingakerfinu. "Þannig er tjónið sem Benedikt talar um tæpast til staðar," segir hann.Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.MYND/GVA
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira