Kynni mín af Nóbelshöfum 14. október 2004 00:01 Flestir komu af fjöllum þegar tilkynnt var að Elfriede Jelinek frá Austurríki hefði fengið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Elfriede hver? Manneskjan er líka kornung, fædd 1946. Það er fullt af öldungum sem bíða í röðum eftir að fá verðlaunin. Nefnum Milan Kundera og Philip Roth. Ég fór að skoða þetta og komst að því að við Elfriede eigum sameiginlega vini - hún er þekkt vinstrikona í heimalandinu. Ég hef nokkrum sinnum komið til Austurríkis, lengst dvaldi ég þar 1987 þegar ég safnaði efni í grein um Waldheim-málið sem þá skók þetta fagra land. Þarna komst ég í kynni við brennandi heita baráttumenn af vinstri væng stjórnmálanna sem tóku mig upp á arma sína - vildu allt fyrir mig gera og helst fá mig inn í félagsskapinn. Einn þeirra var Peter Kreisky, sonur Brunos Kreisky, sem lengi var kanslari Austurríkis. Þetta var fólk sem barðist á hverju ári við lögregluna fyrir utan óperuballið sem er fínasta partí í Austurríki. Í meira en áratug á eftir streymdu inn um lúguna hjá mér alls kyns aktívistablöð frá Austurríki. Ég þakkaði aldrei fyrir mig en blaðaði stundum í gegnum þetta. Ég hefði alveg verið tækur í umræðuþátt um austurríska vinstripólitík. En nú hefur þessi hópur - sem ég tel að hafi oft átt erfitt uppdráttar - semsagt eignast sinn Nóbelsverðlaunahafa. Ég get ekki annað en samglaðst honum. --- --- --- Ég hef ekki þvælst mikið á rithöfundaþingum en hef þó hitt þrjá Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum. Wole Soyinka frá Nígeríu hitti ég í boði í París - var reyndar meira með hugann við ofurfagra konu sem var í fylgdarliði hans. Czeslaw Milosz frá Póllandi hitti ég líka í París, á einhverju málþingi. Hann er nýlátinn í hárri elli, höfundur kvæða og skáldsagna og einhverrar merkustu bókar sem hefur verið samin um sálarlíf kommúnista - "The Captive Mind" heitir hún á ensku. Og svo er það auðvitað Halldór Laxness. Þegar ég var ungur maður og hafði þýtt The Waste Land eftir T.S. Eliot og birt í skólablaði, var ég álitinn svo efnilegur að nauðsynlegt var talið að bjóða mér í boð með Halldóri Laxness. Þetta fór fram heima hjá Thor Vilhjálmssyni. Í boðinu voru auk mín Halldór, Svavar Guðnason, Sveinn Einarsson og ég man ekki hverjir fleiri. Ég var mjög spenntur að fá að hlýða á háfleygar samræður milli slíkra andans jöfra. Áræddi ekki að leggja orð í belg. Ég lýsi ekki vonbrigðunum sem færðust yfir mig þegar Halldór og Svavar ræddu mestallt kvöldið um vísur sem kerlingar í Skaftafellssýslu höfðu yfir þegar þær skvettu úr koppum á tún. Nú, aldarfjórðungi síðar, sé ég að þetta var fínt umræðuefni, en þá og lengi eftir þóttist ég illa svikinn. --- --- --- Stjórnmálabaráttan í Bandaríkjunum tekur á sig ýmsar myndir, stundum nokkuð öfgafullar finnst okkur sem sitjum í griðlandinu hér upp á Íslandi. Áhugaverður vefur er boycottliberalism.com þar sem menn eru hvattir til að sniðganga allt sem vinstri menn ("liberals") koma nálægt - kvikmyndir, sjónvarpsþætti og bækur. Meðal þess sem mælt er með að fólk láti alveg eiga sig þessa vikuna eru verk sjónvarpsmannanna Dans Rather og Johns McEnroe, kvikmyndastjarnanna Dustins Hoffman, Alecs Baldwin, Jack Black og Richards Gere og rokksöngvarans Michaels Stipe. Er þetta kannski grín - nei, ég óttast ekki. Og þó? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Flestir komu af fjöllum þegar tilkynnt var að Elfriede Jelinek frá Austurríki hefði fengið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Elfriede hver? Manneskjan er líka kornung, fædd 1946. Það er fullt af öldungum sem bíða í röðum eftir að fá verðlaunin. Nefnum Milan Kundera og Philip Roth. Ég fór að skoða þetta og komst að því að við Elfriede eigum sameiginlega vini - hún er þekkt vinstrikona í heimalandinu. Ég hef nokkrum sinnum komið til Austurríkis, lengst dvaldi ég þar 1987 þegar ég safnaði efni í grein um Waldheim-málið sem þá skók þetta fagra land. Þarna komst ég í kynni við brennandi heita baráttumenn af vinstri væng stjórnmálanna sem tóku mig upp á arma sína - vildu allt fyrir mig gera og helst fá mig inn í félagsskapinn. Einn þeirra var Peter Kreisky, sonur Brunos Kreisky, sem lengi var kanslari Austurríkis. Þetta var fólk sem barðist á hverju ári við lögregluna fyrir utan óperuballið sem er fínasta partí í Austurríki. Í meira en áratug á eftir streymdu inn um lúguna hjá mér alls kyns aktívistablöð frá Austurríki. Ég þakkaði aldrei fyrir mig en blaðaði stundum í gegnum þetta. Ég hefði alveg verið tækur í umræðuþátt um austurríska vinstripólitík. En nú hefur þessi hópur - sem ég tel að hafi oft átt erfitt uppdráttar - semsagt eignast sinn Nóbelsverðlaunahafa. Ég get ekki annað en samglaðst honum. --- --- --- Ég hef ekki þvælst mikið á rithöfundaþingum en hef þó hitt þrjá Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum. Wole Soyinka frá Nígeríu hitti ég í boði í París - var reyndar meira með hugann við ofurfagra konu sem var í fylgdarliði hans. Czeslaw Milosz frá Póllandi hitti ég líka í París, á einhverju málþingi. Hann er nýlátinn í hárri elli, höfundur kvæða og skáldsagna og einhverrar merkustu bókar sem hefur verið samin um sálarlíf kommúnista - "The Captive Mind" heitir hún á ensku. Og svo er það auðvitað Halldór Laxness. Þegar ég var ungur maður og hafði þýtt The Waste Land eftir T.S. Eliot og birt í skólablaði, var ég álitinn svo efnilegur að nauðsynlegt var talið að bjóða mér í boð með Halldóri Laxness. Þetta fór fram heima hjá Thor Vilhjálmssyni. Í boðinu voru auk mín Halldór, Svavar Guðnason, Sveinn Einarsson og ég man ekki hverjir fleiri. Ég var mjög spenntur að fá að hlýða á háfleygar samræður milli slíkra andans jöfra. Áræddi ekki að leggja orð í belg. Ég lýsi ekki vonbrigðunum sem færðust yfir mig þegar Halldór og Svavar ræddu mestallt kvöldið um vísur sem kerlingar í Skaftafellssýslu höfðu yfir þegar þær skvettu úr koppum á tún. Nú, aldarfjórðungi síðar, sé ég að þetta var fínt umræðuefni, en þá og lengi eftir þóttist ég illa svikinn. --- --- --- Stjórnmálabaráttan í Bandaríkjunum tekur á sig ýmsar myndir, stundum nokkuð öfgafullar finnst okkur sem sitjum í griðlandinu hér upp á Íslandi. Áhugaverður vefur er boycottliberalism.com þar sem menn eru hvattir til að sniðganga allt sem vinstri menn ("liberals") koma nálægt - kvikmyndir, sjónvarpsþætti og bækur. Meðal þess sem mælt er með að fólk láti alveg eiga sig þessa vikuna eru verk sjónvarpsmannanna Dans Rather og Johns McEnroe, kvikmyndastjarnanna Dustins Hoffman, Alecs Baldwin, Jack Black og Richards Gere og rokksöngvarans Michaels Stipe. Er þetta kannski grín - nei, ég óttast ekki. Og þó?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun