Útgjöld að aukast 14. október 2004 00:01 Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira