Deilt um fordæmi fyrir sektum 15. október 2004 00:01 Íslensk samkeppnislög eru byggð á fyrirmyndum frá hinum Norðurlöndunum og hafa dómar sem fallið hafa í samkeppnismálum fyrir rétti á Norðurlöndunum verið notaðir sem fordæmi í dómum hér á landi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur í janúar að viðurkenna sekt sína á meintu ólöglegu samráði og greiða sektir sem numu alls um 1,8 milljörðum króna. Olíufélaginu var gert að greiða 300 milljónir, Olís 420 milljónir og Skeljungi 480 milljónir. Þá hafði verið dreginn frá afsláttur vegna sýndrar samvinnu við rannsókn málsins. Olíufélögin höfnuðu boði Samkeppnisstofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meginástæðan fyrir ákvörðun olíufélagann hafi verið sú að þau teldu fullvíst að sektirnar yrðu lækkaðar töluvert færi málið fyrir dómstóla og þau dæmdust sek. Forsendan fyrir því mati olíufélaganna er sú að ekki tíðkast í löndunum í kringum okkur að beita hærri sektum í sambærilegum málum en sem nemur 2,4 prósentum af heildarveltu fyrirtækisins sem dæmt er. Algengustu sektirnar eru þó nær einu prósenti. Á Íslandi er aðeins eitt fordæmi um dómsmál er fyrirtæki voru dæmd fyrir að hafa ólöglegt samráð. Var það grænmetismálið svokallaða er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hafði Samkeppnisráð gert kröfu um sekt sem var síðan lækkuð um allt að 85 prósent í Hæstarétti. Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður, sem fór með mál Mata í grænmetismálinu, segir að margt sé líkt með því málinu og máli olíufélaganna. "Grænmetismálið byrjaði með húsleit, alveg eins og olíumálið, og grunur var um samráð. Í kjölfarið var málið rannsakað, við og við bárust fyrirspurnir og beðið var um gögn og hlutaðeigendur kallaðir í skýrslutöku," segir Þórunn. "Þá kom frumathugun frá Samkeppnisstofnun sem fyrirtækin fengu kost á að andmæla og loks birti Samkeppnisráð ákvörðun sína. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og fór málið áfram þaðan til dómstóla. Niðurstaðan var sú að úrskurður áfrýjunarnefndar lækkaði sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent og var sú niðurstaða að lokum staðfest í Hæstarétti," segir Þórunn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga olíufélögin von á því að verði þau dæmd sek fyrir dómstólum muni sektarfjárhæð verða líkari því sem tíðkast á Norðurlöndunum en því sem Samkeppnisstofnun bauð í janúar. Tilboð Samkeppnisstofnunar samsvaraði allt að 5 prósentum af veltu hvers fyrirtækis. Hæsta sekt vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja sem úrskurðuð eða dæmd hefur verið í Noregi er 1,5 prósent af veltu fyrirtækisins. Dómurinn féll í hæstarétti 1995 og varðaði ólögmætt verðsamráð pappafyrirtækja á árunum 1983 til 1990. Í Svíþjóð dæmdi hæstiréttur fyrirtæki til að greiða sekt er nam 2,4 prósentum af ársveltu þess. Málið varðaði þrjú fyrirtæki er framleiddu plaströr og höfðu haft ólöglegt verðsamráð og skipt á milli sín markaðnum á árunum 1993 til 1995. Fréttablaðið hefur jafnframt heimildir fyrir því að olíufélögin telji líklegt að Samkeppnisráð muni meðal annars vísa til EES-reglna varðandi sektarframkvæmdir þegar úrskurður í máli olíufélaganna verður kveðinn upp. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fer með framkvæmd á samkeppnisreglum samkvæmt EES-samningnum. ESA birti leiðbeiningarreglur um sektir í janúar á síðasta ári. Í þeim er farið í gegnum ákveðin þrep til að meta sektarfjárhæð. Fyrst er reiknuð út ákveðin grunnupphæð þar sem brotum er raðað eftir alvarleika í minniháttar brot, alvarleg brot og mjög alvarleg brot. Ef um er að ræða mjög alvarleg brot eru hugsanlegar sektir yfir 20 milljónum evra, eða um 1,8 milljarðar íslenskra króna. Því næst er tímalengd brotanna látin hafa áhrif á sektarupphæð. Ef brotið hefur staðið yfir í skamman tíma er engin hækkun, ef það hefur varað í miðlungslangan tíma, eitt til fimm ár, hækkar sektin um allt að 50 prósent. Ef brotið hefur staðið í langan tíma, eða lengur en fimm ár, hækkar sektin um tíu prósent að auki fyrir hvert ár. Þá eru reiknaðar í dæmið þyngjandi eða mildandi ástæður og hækkar eða lækkar sektin í samræmi við það. Sektarhámarkið hjá ESA er tíu prósent af veltu fyrirtækisins. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, segir að EES-reglurnar myndu gilda ef ESA rannsakaði stórt samráðsmál á íslandi. "Því er hins vegar haldið fram að EES-reglurnar gildi bara um milliríkjaviðskipti. Það er rangt," segir Ásgeir. "Evrópudómstóllinn hefur túlkað þetta þannig að skilyrðið um að hafa áhrif á milliríkjaviðskipti sé uppfyllt þegar einhver samningur eða eitthvað samráð hefur bein eða óbein raunveruleg eða möguleg áhrif," segir Ásgeir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Íslensk samkeppnislög eru byggð á fyrirmyndum frá hinum Norðurlöndunum og hafa dómar sem fallið hafa í samkeppnismálum fyrir rétti á Norðurlöndunum verið notaðir sem fordæmi í dómum hér á landi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur í janúar að viðurkenna sekt sína á meintu ólöglegu samráði og greiða sektir sem numu alls um 1,8 milljörðum króna. Olíufélaginu var gert að greiða 300 milljónir, Olís 420 milljónir og Skeljungi 480 milljónir. Þá hafði verið dreginn frá afsláttur vegna sýndrar samvinnu við rannsókn málsins. Olíufélögin höfnuðu boði Samkeppnisstofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meginástæðan fyrir ákvörðun olíufélagann hafi verið sú að þau teldu fullvíst að sektirnar yrðu lækkaðar töluvert færi málið fyrir dómstóla og þau dæmdust sek. Forsendan fyrir því mati olíufélaganna er sú að ekki tíðkast í löndunum í kringum okkur að beita hærri sektum í sambærilegum málum en sem nemur 2,4 prósentum af heildarveltu fyrirtækisins sem dæmt er. Algengustu sektirnar eru þó nær einu prósenti. Á Íslandi er aðeins eitt fordæmi um dómsmál er fyrirtæki voru dæmd fyrir að hafa ólöglegt samráð. Var það grænmetismálið svokallaða er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hafði Samkeppnisráð gert kröfu um sekt sem var síðan lækkuð um allt að 85 prósent í Hæstarétti. Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður, sem fór með mál Mata í grænmetismálinu, segir að margt sé líkt með því málinu og máli olíufélaganna. "Grænmetismálið byrjaði með húsleit, alveg eins og olíumálið, og grunur var um samráð. Í kjölfarið var málið rannsakað, við og við bárust fyrirspurnir og beðið var um gögn og hlutaðeigendur kallaðir í skýrslutöku," segir Þórunn. "Þá kom frumathugun frá Samkeppnisstofnun sem fyrirtækin fengu kost á að andmæla og loks birti Samkeppnisráð ákvörðun sína. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og fór málið áfram þaðan til dómstóla. Niðurstaðan var sú að úrskurður áfrýjunarnefndar lækkaði sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent og var sú niðurstaða að lokum staðfest í Hæstarétti," segir Þórunn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga olíufélögin von á því að verði þau dæmd sek fyrir dómstólum muni sektarfjárhæð verða líkari því sem tíðkast á Norðurlöndunum en því sem Samkeppnisstofnun bauð í janúar. Tilboð Samkeppnisstofnunar samsvaraði allt að 5 prósentum af veltu hvers fyrirtækis. Hæsta sekt vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja sem úrskurðuð eða dæmd hefur verið í Noregi er 1,5 prósent af veltu fyrirtækisins. Dómurinn féll í hæstarétti 1995 og varðaði ólögmætt verðsamráð pappafyrirtækja á árunum 1983 til 1990. Í Svíþjóð dæmdi hæstiréttur fyrirtæki til að greiða sekt er nam 2,4 prósentum af ársveltu þess. Málið varðaði þrjú fyrirtæki er framleiddu plaströr og höfðu haft ólöglegt verðsamráð og skipt á milli sín markaðnum á árunum 1993 til 1995. Fréttablaðið hefur jafnframt heimildir fyrir því að olíufélögin telji líklegt að Samkeppnisráð muni meðal annars vísa til EES-reglna varðandi sektarframkvæmdir þegar úrskurður í máli olíufélaganna verður kveðinn upp. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fer með framkvæmd á samkeppnisreglum samkvæmt EES-samningnum. ESA birti leiðbeiningarreglur um sektir í janúar á síðasta ári. Í þeim er farið í gegnum ákveðin þrep til að meta sektarfjárhæð. Fyrst er reiknuð út ákveðin grunnupphæð þar sem brotum er raðað eftir alvarleika í minniháttar brot, alvarleg brot og mjög alvarleg brot. Ef um er að ræða mjög alvarleg brot eru hugsanlegar sektir yfir 20 milljónum evra, eða um 1,8 milljarðar íslenskra króna. Því næst er tímalengd brotanna látin hafa áhrif á sektarupphæð. Ef brotið hefur staðið yfir í skamman tíma er engin hækkun, ef það hefur varað í miðlungslangan tíma, eitt til fimm ár, hækkar sektin um allt að 50 prósent. Ef brotið hefur staðið í langan tíma, eða lengur en fimm ár, hækkar sektin um tíu prósent að auki fyrir hvert ár. Þá eru reiknaðar í dæmið þyngjandi eða mildandi ástæður og hækkar eða lækkar sektin í samræmi við það. Sektarhámarkið hjá ESA er tíu prósent af veltu fyrirtækisins. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, segir að EES-reglurnar myndu gilda ef ESA rannsakaði stórt samráðsmál á íslandi. "Því er hins vegar haldið fram að EES-reglurnar gildi bara um milliríkjaviðskipti. Það er rangt," segir Ásgeir. "Evrópudómstóllinn hefur túlkað þetta þannig að skilyrðið um að hafa áhrif á milliríkjaviðskipti sé uppfyllt þegar einhver samningur eða eitthvað samráð hefur bein eða óbein raunveruleg eða möguleg áhrif," segir Ásgeir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira