Brot olíufélaganna sögð fyrnd 15. október 2004 00:01 Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Olíufélögin halda því fram að stærsti hluti meintra brota þeirra á samkeppnislögum sem Samkeppnisstofnun hefur rannsakað síðan 2001 sé fyrndur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin eru sökuð um ólöglegt verðsamráð á tímabilinu 1993-2001. Um er að ræða þann hluta hinna meintu brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000, en þá var hegningarlögum breytt og fyrningartímabil lengt í fimm ár úr tveimur árum. "Fyrningarfrestur samkeppnisbrota sem framin eru fyrir 26. maí 2000 er því tvö ár, en fimm ár eftir það tímabil," segir Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður. Eitt það helsta sem olíufélögin deila við Samkeppnisstofnun um er hvenær fyrningarfrestur rofnar. Olíufélögin segja að Samkeppnisstofnun haldi því fram að fyrningarfresturinn hafi verið rofinn við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Olíufélögin halda því hins vegar fram að fyrningarfrestur verði ekki rofinn fyrr en Samkeppnisráð úrskurði í málinu. Er þetta þýðingarmikið atriði því ef dómstólar telja að olíufélögin hafi rétt fyrir sér munu samkeppnisyfirvöld ekki hafa heimild til að sekta olíufélögin vegna meintra brota sem framin voru fyrir 26. maí 2000. Það eru sjö ár af þeim átta sem Samkeppnisstofnun rannsakar. Olíufélögin telja að einungis verði hægt að beita sektum vegna meintra brota sem framin voru á tímabilinu 27. maí 2000 og þar til húsleit Samkeppnisstofnunar fór fram, í desember 2001, eða í um eitt og hálft ár. Þá halda olíufélögin því fram að á því tímabili hafi ekki verið um neina brotastarfsemi að ræða. Þórunn rak mál Mata í grænmetismálinu svokallaða, þar sem Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð. Hún bendir á að deilt hafi verið um fyrningu málsins en hæstiréttur hafi staðfest að fyrningarfrestur rofni ekki fyrr en samkeppnisráð saki fyrirtæki um brot á samkeppnislögum. Dómur hæstaréttar er í samræmi við það sem olíufélögin halda fram, að stærsti hluti hinna meintu samkeppnisbrota olíufélaganna séu fynd. Talið er að úrskurður Samkeppniráðs muni liggja fyrir eftir um þrjár vikur.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira