Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar 19. október 2004 00:01 Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. International Institute for Strategic Studies er með virtustu rannsóknarstofnunum heims á sviði her- og varnarmála. Sérfræðingar stofnunarinnar kynntu í dag mat sitt á stöðu mála í Írak og sögðu að í fyrsta lagi væri nauðsynlegt að öryggissveitir Íraka verði helsta tækið til að halda uppi lögum og reglu. Í þeim séu nú 36 þúsund manns og það geti tekið þær allt að fimm árum að ná upp nauðsynlegri hæfni til að tryggja stöðugleika. Christopher Langton, ofursti og ritstjóri „The Military Balance“, sagði að augljóslega væru ekki nógu margar hersveitir í Írak til að sinna verkefninu. Menn hafi vonað að fjöldi innlendra sveita myndi aukast hraðar og þær yrðu fyrr hæfar en raunin hafi orðið. Þar af leiðandi hafa erlendar hersveitir, sagði Langton, orðið að gera meira en búist var við. Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér hryðjuverkastríðinu svokallaða og afleiðingum þess. Þeir eru á því að Evrópa sé nú einna líklegasta skotmark hryðjuverkamanna. Dr John Chipman, yfirmaður International Institute for Strategic Studies, sagði að þótt möguleg vanræksla á öryggismálum sé orðin að kosningamáli í Bandaríkjunum væri bandarískt landsvæði síður berskjaldað eftir 11. september. „Árásir á bandarískar hersveitir í Írak hafa ekki jafn mikinn táknrænan og pólitískan þunga og hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum,“ sagði Chipman. „Þess vegna getur verið að Evrópa, þar sem róttækni íslamstrúarmanna fer vaxandi og þar sem hryðjuverkamenn eiga greiða leið frá Miðausturlöndum, sé nú ofar á skotmarkalista íslamskra öfgamanna.“ Erlent Fréttir Írak Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira
Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. International Institute for Strategic Studies er með virtustu rannsóknarstofnunum heims á sviði her- og varnarmála. Sérfræðingar stofnunarinnar kynntu í dag mat sitt á stöðu mála í Írak og sögðu að í fyrsta lagi væri nauðsynlegt að öryggissveitir Íraka verði helsta tækið til að halda uppi lögum og reglu. Í þeim séu nú 36 þúsund manns og það geti tekið þær allt að fimm árum að ná upp nauðsynlegri hæfni til að tryggja stöðugleika. Christopher Langton, ofursti og ritstjóri „The Military Balance“, sagði að augljóslega væru ekki nógu margar hersveitir í Írak til að sinna verkefninu. Menn hafi vonað að fjöldi innlendra sveita myndi aukast hraðar og þær yrðu fyrr hæfar en raunin hafi orðið. Þar af leiðandi hafa erlendar hersveitir, sagði Langton, orðið að gera meira en búist var við. Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér hryðjuverkastríðinu svokallaða og afleiðingum þess. Þeir eru á því að Evrópa sé nú einna líklegasta skotmark hryðjuverkamanna. Dr John Chipman, yfirmaður International Institute for Strategic Studies, sagði að þótt möguleg vanræksla á öryggismálum sé orðin að kosningamáli í Bandaríkjunum væri bandarískt landsvæði síður berskjaldað eftir 11. september. „Árásir á bandarískar hersveitir í Írak hafa ekki jafn mikinn táknrænan og pólitískan þunga og hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum,“ sagði Chipman. „Þess vegna getur verið að Evrópa, þar sem róttækni íslamstrúarmanna fer vaxandi og þar sem hryðjuverkamenn eiga greiða leið frá Miðausturlöndum, sé nú ofar á skotmarkalista íslamskra öfgamanna.“
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira