Í skugganum af Davíð 20. október 2004 00:01 KB banki kostar nú tæpa fimm milljarða dollara eða hátt í helming af árlegri þjóðarframleiðslu íslendinga. Atlanta er að verða eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Lesendur viðskiptasíðna í breskum blöðum komast varla hjá því að þekkja til Baugs. Björgúlfur Thor er umsvifamaður á heimsvísu. Íslenskir listamenn líta á heiminn sem sinn starfsvettvang. Það eru líklega ekki mörg samfélög á jörðinni sem hafa hagnast eins mikið á hnattvæðingu síðustu áratuga og það íslenska. Engu að síður virðist þetta mikilvægasta fyrirbæri samtímans vera minna rætt á Íslandi en víðast annars staðar. Á því eru einhverjar skýringar en þær eru ekki efnislegar því enginn getur haldið því fram að margt hafi skipt íslensku þjóðina eins miklu máli og hnattvæðing síðustu ára. Umsköpun á nær öllum sviðum íslensks þjóðlífs, allt frá atvinnulífi til menningar, má rekja með beinum hætti til hennar. Breytingarnar eru svo umfangsmiklar og djúpstæðar að síðustu einn til tveir áratugir eru einhver mesti byltingartími Íslandssögunnar. Þessar breytingar eru hins vegar ekki á nokkurn hátt séríslenskar. Þvert á móti. Eðli þeirra skilst alls ekki ef menn horfa á þær út frá séríslenskum aðstæðum. Allt frá Írlandi, Spáni, Grikklandi og Hollandi til risaríkja eins og Kína og Indlands og smáríkja eins og arabísku furstadæmana við Persaflóa sjá menn byltingar í atvinnulífi og stórfelldar breytingar í þjóðmálum, sem einnig má finna í hundrað öðrum ríkjum. Fyrir áratug eða meira fóru menn víða um heim að taka eftir því að stórfelldar breytingar í atvinnulífi og þjóðlífi voru að eiga sér stað með líkum hætti allt í kringum jörðina. Á síðustu árum hefur fátt verið rannsakað af meiri ákafa innan nokkurs fjölda fræðigreina en þetta fyrirbæri. Hugtakið hnattvæðing og nánast öll þau mörgu ferli sem menn reyna að fanga og skýra með því hugtaki eru efni í stórfelldar deilur innan fræðaheimsins en fáir efast hins vegar um að atvinnulíf, stjórnmál og menning þjóða allt í kringum jörðina er að breytast með skyldum og tengdum hætti. Hugtakið hnattvæðing hefur því orðið að leiðsögustefi samtímans um alla jörðina. Til þess er gripið í sífellu í umræðum um ólíkustu málefni enda ríkir sú tilfinning víðast í heiminum að alla mikilvægustu aflvaka breytinga í samtímanum sé að finna í hnattrænum ferlum sem hugtakinu er ætlað að vísa til. Enda ræðir enginn maður í nokkurri alvöru um atvinnulífið í Þýskalandi, menningarmál í Frakklandi, velferðarmál í Hollandi, eftirlaunamál á Ítalíu, efnahagsmál í Japan eða þjóðmál í Kína án beinna tilvísana til hnattvæðingar. Það er því með nokkrum ólíkindum að umræða um þær djúpstæðu og víðtæku breytingar sem orðið hafa á íslensku atvinnulífi og íslensku samfélagi skuli helst fara fram í sem næst algeru samhengisleysi og oftast snúast um innlendar persónur, staðbundnar stofnanir og einstaka uppákomur. Sú gagngera bylting sem orðið hefur í fjármálaheiminum er eitt af mörgum dæmum um þetta. Ekki þarf að minna á umfang hennar og víðtæk áhrif á íslenska hagkerfið en almennar umræður um byltingarkennd áhrif hnattvæðingar á íslenskan fjármálamarkað hafa hins vegar oftar en ekki snúist um yfirlýstar eða meintar skoðanir Davíðs Oddssonar á einstökum fyrirtækjum eða einstaklingum eða þá um minniháttar pólitík og séríslenskar uppákomur í kringum breytingar á umhverfi fjármálaviðskipta. Þarna er ekki við Davíð Oddsson að sakast heldur við þá almennu hefð í íslenskri umræðu að mál skuli brotin niður í svo smáa og undarlega anga að þau verði á endanum óskiljanleg og úr öllu samhengi við stærri veruleika. Þessi hefð er ósköp heimilisleg en hún á það til að byrgja mönnum sýn á eigin veruleika og eigin sögu. Um leið beinir hún sjónum manna frá eðli þeirra viðfangsefna sem þátttakendur í stjórnmálum ættu að vera að glíma við. Það segir nokkra sögu um fyrirferð Davíðs Oddssonar, en eiginlega þó meiri sögu um íslenska umræðuhefð, að menn vilji helst ræða hin djúpstæðustu áhrif hnattrænna byltinga á íslenskt samfélag út frá hans annars áhugaverðu persónu. Af því má hafa gaman en ekki skilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
KB banki kostar nú tæpa fimm milljarða dollara eða hátt í helming af árlegri þjóðarframleiðslu íslendinga. Atlanta er að verða eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Lesendur viðskiptasíðna í breskum blöðum komast varla hjá því að þekkja til Baugs. Björgúlfur Thor er umsvifamaður á heimsvísu. Íslenskir listamenn líta á heiminn sem sinn starfsvettvang. Það eru líklega ekki mörg samfélög á jörðinni sem hafa hagnast eins mikið á hnattvæðingu síðustu áratuga og það íslenska. Engu að síður virðist þetta mikilvægasta fyrirbæri samtímans vera minna rætt á Íslandi en víðast annars staðar. Á því eru einhverjar skýringar en þær eru ekki efnislegar því enginn getur haldið því fram að margt hafi skipt íslensku þjóðina eins miklu máli og hnattvæðing síðustu ára. Umsköpun á nær öllum sviðum íslensks þjóðlífs, allt frá atvinnulífi til menningar, má rekja með beinum hætti til hennar. Breytingarnar eru svo umfangsmiklar og djúpstæðar að síðustu einn til tveir áratugir eru einhver mesti byltingartími Íslandssögunnar. Þessar breytingar eru hins vegar ekki á nokkurn hátt séríslenskar. Þvert á móti. Eðli þeirra skilst alls ekki ef menn horfa á þær út frá séríslenskum aðstæðum. Allt frá Írlandi, Spáni, Grikklandi og Hollandi til risaríkja eins og Kína og Indlands og smáríkja eins og arabísku furstadæmana við Persaflóa sjá menn byltingar í atvinnulífi og stórfelldar breytingar í þjóðmálum, sem einnig má finna í hundrað öðrum ríkjum. Fyrir áratug eða meira fóru menn víða um heim að taka eftir því að stórfelldar breytingar í atvinnulífi og þjóðlífi voru að eiga sér stað með líkum hætti allt í kringum jörðina. Á síðustu árum hefur fátt verið rannsakað af meiri ákafa innan nokkurs fjölda fræðigreina en þetta fyrirbæri. Hugtakið hnattvæðing og nánast öll þau mörgu ferli sem menn reyna að fanga og skýra með því hugtaki eru efni í stórfelldar deilur innan fræðaheimsins en fáir efast hins vegar um að atvinnulíf, stjórnmál og menning þjóða allt í kringum jörðina er að breytast með skyldum og tengdum hætti. Hugtakið hnattvæðing hefur því orðið að leiðsögustefi samtímans um alla jörðina. Til þess er gripið í sífellu í umræðum um ólíkustu málefni enda ríkir sú tilfinning víðast í heiminum að alla mikilvægustu aflvaka breytinga í samtímanum sé að finna í hnattrænum ferlum sem hugtakinu er ætlað að vísa til. Enda ræðir enginn maður í nokkurri alvöru um atvinnulífið í Þýskalandi, menningarmál í Frakklandi, velferðarmál í Hollandi, eftirlaunamál á Ítalíu, efnahagsmál í Japan eða þjóðmál í Kína án beinna tilvísana til hnattvæðingar. Það er því með nokkrum ólíkindum að umræða um þær djúpstæðu og víðtæku breytingar sem orðið hafa á íslensku atvinnulífi og íslensku samfélagi skuli helst fara fram í sem næst algeru samhengisleysi og oftast snúast um innlendar persónur, staðbundnar stofnanir og einstaka uppákomur. Sú gagngera bylting sem orðið hefur í fjármálaheiminum er eitt af mörgum dæmum um þetta. Ekki þarf að minna á umfang hennar og víðtæk áhrif á íslenska hagkerfið en almennar umræður um byltingarkennd áhrif hnattvæðingar á íslenskan fjármálamarkað hafa hins vegar oftar en ekki snúist um yfirlýstar eða meintar skoðanir Davíðs Oddssonar á einstökum fyrirtækjum eða einstaklingum eða þá um minniháttar pólitík og séríslenskar uppákomur í kringum breytingar á umhverfi fjármálaviðskipta. Þarna er ekki við Davíð Oddsson að sakast heldur við þá almennu hefð í íslenskri umræðu að mál skuli brotin niður í svo smáa og undarlega anga að þau verði á endanum óskiljanleg og úr öllu samhengi við stærri veruleika. Þessi hefð er ósköp heimilisleg en hún á það til að byrgja mönnum sýn á eigin veruleika og eigin sögu. Um leið beinir hún sjónum manna frá eðli þeirra viðfangsefna sem þátttakendur í stjórnmálum ættu að vera að glíma við. Það segir nokkra sögu um fyrirferð Davíðs Oddssonar, en eiginlega þó meiri sögu um íslenska umræðuhefð, að menn vilji helst ræða hin djúpstæðustu áhrif hnattrænna byltinga á íslenskt samfélag út frá hans annars áhugaverðu persónu. Af því má hafa gaman en ekki skilning.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun