Nýtt og öflugt næturkrem frá Dior er komið á markaðinn. Það heitir Capture R60/80 Nuit og fellur inn í Capture-línuna sem fyrir er. Kremið endurnærir húðina og vinnur á hrukkunum meðan notandi þess sefur og heldur henni mjúkri og sléttri allan sólarhringinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Halldóri Jónssyni, umboðsaðila vörunnar hér á landi. Hann kynnir líka til sögunnar annað undrakrem sem vinnur á lífsreynslulínum í andliti. Það heitir Capture R-Lisse og á að nota tvisvar til þrisvar sinnum í viku á hreina og þurra húð og hreinsa síðan af eftir fimm mínútur með bómull eða tissue. Kremið eflir heilbrigði húðarinnar og hún verður sléttari og mýkri eftir.
Tíska og hönnun