Stjórnmál í turnskugga 22. október 2004 00:01 Umræðan í samfélaginu og í fjölmiðlum í kjölfar flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar um síðustu helgi er um margt athyglisverð. Vissulega er hún – eins og gengur - athyglisverð í ljósi þeirra pólitísku áherslumála sem forystumenn flokksins eru að reyna að koma á dagskrá. Hins vegar er hún ekki síður athyglisverð fyrir þau fyrirheit sem hún gefur um með hvaða hætti flokkurinn mun blandast inn í almenna þjóðmálaumræðu í vetur og fram á næsta haust. Líklegt verður að teljast að nánast hver svo sem hin pólitísku áhersluatriði verða sem flokkurinn kemur fram með muni þau falla í skuggann af undirliggjandi átökum um formennsku í flokknum. Formannsátök eru einfaldlega – svona almennt séð í því fjölmiðlaumhverfi sem við búum við - fréttnæmari en stefnumál eða tillögur, svo ekki sé talað um stefnumál og tillögur flokks sem er í stjórnarandstöðu. Átök milli einstakra foringja er auðvelt að dramatísera og persónubinda. Þetta er í raun ekki flóknara en það. En það er ekki þar með sagt að pólitískur málflutningur og það sem foringjaefnin standa fyrir skipti ekki máli. Pólitísk afstaða skiptir máli, en málefnalegur ágreiningur er tæplega mjög afgerandi milli þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar. Það má því segja að átakamynstur "hinna tveggja turna" sem Samfylkingunni tókst að stilla upp kosningaveturinn 2003 hafi nú flust af vettvangi landsmálapólitíkur og sé orðinn að innanflokksfyrirbæri í Samfylkingunni. Eins og títt er um háhýsi myndast af þeim skuggi og turnskuggar munu hvíla yfir öllum málflutningi flokksins þar til niðurstaða er komin í þessi átök. Í síðustu viku hefur þetta birst með að minnsta kosti tvennum hætti. Í fyrsta lagi var það óvarleg yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Silfri Egils þar sem hún kallaði Framsóknarflokkinn "ömurlegan flokk" eða eitthvað í þá áttina. Síðan hefur Ingibjörg orðið að draga þau ummæli til baka og reyna að gera gott úr málinu. Það hefur hún orðið að gera bæði vegna þess að annars vegar getur væntanlegur leiðtogi ekki gengið um og móðgað samstarfsflokk sinn í R-listanum og hins vegar gæti hún þurft á stuðningi Framsóknar að halda til ríkisstjórnarmyndunar í framtíðinni. Hvort sem það er sanngjarnt eða ekki, þá eru svona yfirlýsingar fyrst og síðast notaðar til að meta Ingibjörgu Sólrún gagnvart Össuri sem hugsanlegan formann. Raunar kom líka fram í þessum sama þætti athyglisverð ábending frá Siv Friðleifsdóttur til Ingibjargar um þessa erfiðu stöðu. Siv benti einfaldlega á að hún hefði sjálf búið við óvissuástand sem ráðherra þar sem væntanlegt og boðað uppgjör eða uppstokkun hafa stórspillt fyrir pólitísku starfi og pólitískum slagkrafti. Full ástæða er fyrir Samfylkingarmenn til að hlusta á nýlegar reynslusögur af þessu tagi úr íslenskri pólitík. Hitt dæmið lýsir kannski enn betur hvernig turnskuggi formannsslagsins mun falla á pólitískan málatilbúnað. Á flokksstjórnarfundinum um síðustu helgi voru kynnt sex álit starfshópa á vegum framtíðarnefndar sem Ingibjörg Sólrún stýrir. Einn starfshópurinn leggur fram hugmyndir sem eru mjög jákvæðar gagnvart einkaskólum sem rekstrarformi og hafa leiðarahöfundar bæði hér á Fréttablaðinu og ekki síður á Morgunblaðinu gripið þetta á lofti. Í Mogganum gátu menn ekki setið á sér að benda á að Össur hafði haft orð á því i ræðu sinni á þessum sama flokksstjórnarfundi að stjórnarflokkarnir nýttu sér kennaraverkfallið til að afla hugmyndum sínum um einkaskóla stuðnings. Taldi blaðið þarna augljósan áherslumun milli formanns Samfylkingarinnar annars vegar og svo starfshóps sem starfar undir óbeinni forustu varaformanns flokksins hins vegar. Raunar kom það síðan fram í lítt áberandi innsíðuviðtali við Ingibjörgu Sólrúnu í Morgunblaðinu í fyrradag að starfshóparnir eru fyrst og fremst að varpa fram hugmyndum til umræðu og að koma "margvíslegum álitamálum alveg opið inn í umræðu í flokknum". Það er m.ö.o. í raun lítið hægt að lesa með vissu út úr tillögum starfshópsins um afstöðu Ingibjargar Sólrúnar og því síður um ágreining hennar við Össur. Það gera menn hins vegar og munu gera. Gleraugun sem hin almenna umræða les flokksmálin í gegnum eru gleraugu flokksturnanna tveggja. Þetta mun síðan að sjálfsögðu hafa sín áhrif á hið raunverulega pólitíska starf í flokknum líka – eins og Siv Friðleifsdóttir benti raunar réttilega á í síðasta Silfri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Umræðan í samfélaginu og í fjölmiðlum í kjölfar flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar um síðustu helgi er um margt athyglisverð. Vissulega er hún – eins og gengur - athyglisverð í ljósi þeirra pólitísku áherslumála sem forystumenn flokksins eru að reyna að koma á dagskrá. Hins vegar er hún ekki síður athyglisverð fyrir þau fyrirheit sem hún gefur um með hvaða hætti flokkurinn mun blandast inn í almenna þjóðmálaumræðu í vetur og fram á næsta haust. Líklegt verður að teljast að nánast hver svo sem hin pólitísku áhersluatriði verða sem flokkurinn kemur fram með muni þau falla í skuggann af undirliggjandi átökum um formennsku í flokknum. Formannsátök eru einfaldlega – svona almennt séð í því fjölmiðlaumhverfi sem við búum við - fréttnæmari en stefnumál eða tillögur, svo ekki sé talað um stefnumál og tillögur flokks sem er í stjórnarandstöðu. Átök milli einstakra foringja er auðvelt að dramatísera og persónubinda. Þetta er í raun ekki flóknara en það. En það er ekki þar með sagt að pólitískur málflutningur og það sem foringjaefnin standa fyrir skipti ekki máli. Pólitísk afstaða skiptir máli, en málefnalegur ágreiningur er tæplega mjög afgerandi milli þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar. Það má því segja að átakamynstur "hinna tveggja turna" sem Samfylkingunni tókst að stilla upp kosningaveturinn 2003 hafi nú flust af vettvangi landsmálapólitíkur og sé orðinn að innanflokksfyrirbæri í Samfylkingunni. Eins og títt er um háhýsi myndast af þeim skuggi og turnskuggar munu hvíla yfir öllum málflutningi flokksins þar til niðurstaða er komin í þessi átök. Í síðustu viku hefur þetta birst með að minnsta kosti tvennum hætti. Í fyrsta lagi var það óvarleg yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Silfri Egils þar sem hún kallaði Framsóknarflokkinn "ömurlegan flokk" eða eitthvað í þá áttina. Síðan hefur Ingibjörg orðið að draga þau ummæli til baka og reyna að gera gott úr málinu. Það hefur hún orðið að gera bæði vegna þess að annars vegar getur væntanlegur leiðtogi ekki gengið um og móðgað samstarfsflokk sinn í R-listanum og hins vegar gæti hún þurft á stuðningi Framsóknar að halda til ríkisstjórnarmyndunar í framtíðinni. Hvort sem það er sanngjarnt eða ekki, þá eru svona yfirlýsingar fyrst og síðast notaðar til að meta Ingibjörgu Sólrún gagnvart Össuri sem hugsanlegan formann. Raunar kom líka fram í þessum sama þætti athyglisverð ábending frá Siv Friðleifsdóttur til Ingibjargar um þessa erfiðu stöðu. Siv benti einfaldlega á að hún hefði sjálf búið við óvissuástand sem ráðherra þar sem væntanlegt og boðað uppgjör eða uppstokkun hafa stórspillt fyrir pólitísku starfi og pólitískum slagkrafti. Full ástæða er fyrir Samfylkingarmenn til að hlusta á nýlegar reynslusögur af þessu tagi úr íslenskri pólitík. Hitt dæmið lýsir kannski enn betur hvernig turnskuggi formannsslagsins mun falla á pólitískan málatilbúnað. Á flokksstjórnarfundinum um síðustu helgi voru kynnt sex álit starfshópa á vegum framtíðarnefndar sem Ingibjörg Sólrún stýrir. Einn starfshópurinn leggur fram hugmyndir sem eru mjög jákvæðar gagnvart einkaskólum sem rekstrarformi og hafa leiðarahöfundar bæði hér á Fréttablaðinu og ekki síður á Morgunblaðinu gripið þetta á lofti. Í Mogganum gátu menn ekki setið á sér að benda á að Össur hafði haft orð á því i ræðu sinni á þessum sama flokksstjórnarfundi að stjórnarflokkarnir nýttu sér kennaraverkfallið til að afla hugmyndum sínum um einkaskóla stuðnings. Taldi blaðið þarna augljósan áherslumun milli formanns Samfylkingarinnar annars vegar og svo starfshóps sem starfar undir óbeinni forustu varaformanns flokksins hins vegar. Raunar kom það síðan fram í lítt áberandi innsíðuviðtali við Ingibjörgu Sólrúnu í Morgunblaðinu í fyrradag að starfshóparnir eru fyrst og fremst að varpa fram hugmyndum til umræðu og að koma "margvíslegum álitamálum alveg opið inn í umræðu í flokknum". Það er m.ö.o. í raun lítið hægt að lesa með vissu út úr tillögum starfshópsins um afstöðu Ingibjargar Sólrúnar og því síður um ágreining hennar við Össur. Það gera menn hins vegar og munu gera. Gleraugun sem hin almenna umræða les flokksmálin í gegnum eru gleraugu flokksturnanna tveggja. Þetta mun síðan að sjálfsögðu hafa sín áhrif á hið raunverulega pólitíska starf í flokknum líka – eins og Siv Friðleifsdóttir benti raunar réttilega á í síðasta Silfri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun