Skólagjöld leyfð í ríkisháskólum? 22. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra staðfesti í dag að ráðherrann væri að skoða kosti og galla þess að leggja fram slíkt frumvarp á þessu þingi. Ekki væri búið að semja sjálft frumvarpið og endanleg ákvörðun lægi því ekki fyrir. Um er að ræða skólagjöld á nemendur sem hafa lokið grunnmenntun í háskóla en sækja sér framhaldsnám til meistara- eða doktorsgráðu. Háskólinn í Reykjavík fékk á fjárlögum fé til að hafa sextíu nemendur í fullu kennaranámi. Ólafur Proppé segist ekki kveinka sér undan samkeppni en það sé ljóst að það sé ekki jafnræði með skólunum þar sem annar þeirra geti auk fullra ríkisframlaga innheimt skólagjöld af nemendum. Hann segir að það sé einungis tímaspursmál hvenær skólagjöld halda innreið sína í íslenska ríkisháskóla. Þeir séu ekki samkeppisfærir eins og staðan sé núna og Ólafur vill að breyting verði þar á. Ólafur segir það kannski ekkert óeðlilegt að fólk fjárfesti beint í eigin menntun og sæki síðan hærri laun í samræmi við það þegar út á vinnumarkaðinn sé komið. Það þurfi hins vegar að gæta að því að námslánakerfið taki mið af því að allir geti verið með. Hann segir að umræðan um skólagjöld hér sé hins vegar slagorðakennd og menn séu fastir í skotgrafahernaði. Hún sé þó að komast upp á yfirborðið og á Ólafur von á að hún komist inn á Alþingi í vetur. „Ef menn vilja góða háskóla þá verða þeir að fjármagna þá,“ segir Ólafur. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra staðfesti í dag að ráðherrann væri að skoða kosti og galla þess að leggja fram slíkt frumvarp á þessu þingi. Ekki væri búið að semja sjálft frumvarpið og endanleg ákvörðun lægi því ekki fyrir. Um er að ræða skólagjöld á nemendur sem hafa lokið grunnmenntun í háskóla en sækja sér framhaldsnám til meistara- eða doktorsgráðu. Háskólinn í Reykjavík fékk á fjárlögum fé til að hafa sextíu nemendur í fullu kennaranámi. Ólafur Proppé segist ekki kveinka sér undan samkeppni en það sé ljóst að það sé ekki jafnræði með skólunum þar sem annar þeirra geti auk fullra ríkisframlaga innheimt skólagjöld af nemendum. Hann segir að það sé einungis tímaspursmál hvenær skólagjöld halda innreið sína í íslenska ríkisháskóla. Þeir séu ekki samkeppisfærir eins og staðan sé núna og Ólafur vill að breyting verði þar á. Ólafur segir það kannski ekkert óeðlilegt að fólk fjárfesti beint í eigin menntun og sæki síðan hærri laun í samræmi við það þegar út á vinnumarkaðinn sé komið. Það þurfi hins vegar að gæta að því að námslánakerfið taki mið af því að allir geti verið með. Hann segir að umræðan um skólagjöld hér sé hins vegar slagorðakennd og menn séu fastir í skotgrafahernaði. Hún sé þó að komast upp á yfirborðið og á Ólafur von á að hún komist inn á Alþingi í vetur. „Ef menn vilja góða háskóla þá verða þeir að fjármagna þá,“ segir Ólafur.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira