Mætti lemja mann í trúnaði? 23. október 2004 00:01 Umboðsmaður Alþingis hefur sett reglur um samskipti sín við ráðamenn. Þar er meðal annars kveðið á um að þeir eigi ekki að tala við hann í trúnaði. Vilji þeir geta athugasemdir við störf umboðsmanns verði það að vera skriflega eða á sérstökum fundi. Þetta er auðvitað ekki að tilefnislausu líkt og alþjóð veit. Orsökin er símtalið sem umboðsmaður fékk frá Davíð Oddssyni síðastliðið vor, eftir að hann hafði fjallað um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar, frænda Davíðs, í Hæstarétt. Ríkisútvarpið endurflutti á föstudag brot úr viðtali við Davíð þar sem hann sagðist hafa sagt þrívegis við umboðsmann að samtal þeirra væri í trúnaði. Það átti semsagt að vera alveg skýrt. Allt er þegar þrennt er. Aldrei hefur komið almennilega í ljós hvað þeim fór á milli í símanum þennan dag - samkvæmt fréttum hótaði forsætisráðherrann þáverandi umboðsmanninum. Og nú vill umboðsmaðurinn semsagt ekki framar vera á þessu stigi trúnaðar. En í framhaldi af þessu verður manni á að spyrja: Er hægt að lemja mann í trúnaði? Afsakaðu, ég lamdi þig - en það var í trúnaði... --- --- --- Orri Hauksson, fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og núverandi toppmaður hjá Símanum, er orðinn stjórnarformaður Skjás eins. Það fer varla á milli mála að sjónvarpsstöðin er blá í gegn, því annar lykilmaður í stjórninni er Gunnar Jóhann Birgisson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sonur Birgis Ísleifs. Magnús, framkvæmdastjóri Skjásins er sonur Ragnars Júlíussonar, sem einnig var borgarfulltrúi fyrir flokkinn og mikill trúnaðarmaður hans. Og svo er aðstoðarmaður utanríksráðherra náttúrlega fremstur í flokki í pólitískum þætti á stöðinni. Menn velta eðlilega fyrir sér plottunum í kringum þetta. Þarna er kannski aðallega spurningin hvar plottin verða til, hvar þeim er ungað út, hver veit hvað og hvenær? Orri er náinn vinur Davíðs Oddssonar og mun hafa verið honum mjög til ráðgjafar í fjölmiðlamálinu - ásamt Illuga Gunnarssyni. Sjálfur get ég svo bætt því við að snemma í haust, stuttu áður en Davíð hvarf úr Stjórnarráðinu, horfði ég á þá Illuga, Orra og Gunnar Jóhann í hrókasamræðum á blettinum fyrir framan Stjórnarráðshúsið. Ég gat ekki annað en ályktað að þeir væru að koma út úr húsinu - eða þannig leit það allavega út. En auðvitað er ekki allt sem sýnist - kannski hittust þeir bara af tilviljun og voru að tala um veðrið eða píanóleik. --- --- --- DV hefur gert mikið mál úr því að Siv Friðleifsdóttir hafi birst á mynd með mótorhjólatöffurum sem síðar réðust inn á skrifstofur blaðsins og eru kenndir við þá óskemmtilegu iðju handrukk. Siv getur auðvitað ekkert að þessu gert. Siv var gestur hjá mér í Silfrinu um síðustu helgi og heimasíðu hennar birtast líka þessar myndir af henni í miklu skemmtilegra kompaníi... --- --- --- Á fimmtu viku kennaraverkfalls spyrja menn: Er ekki skólaskylda í landinu? Jú, var það ekki til skamms tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Umboðsmaður Alþingis hefur sett reglur um samskipti sín við ráðamenn. Þar er meðal annars kveðið á um að þeir eigi ekki að tala við hann í trúnaði. Vilji þeir geta athugasemdir við störf umboðsmanns verði það að vera skriflega eða á sérstökum fundi. Þetta er auðvitað ekki að tilefnislausu líkt og alþjóð veit. Orsökin er símtalið sem umboðsmaður fékk frá Davíð Oddssyni síðastliðið vor, eftir að hann hafði fjallað um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar, frænda Davíðs, í Hæstarétt. Ríkisútvarpið endurflutti á föstudag brot úr viðtali við Davíð þar sem hann sagðist hafa sagt þrívegis við umboðsmann að samtal þeirra væri í trúnaði. Það átti semsagt að vera alveg skýrt. Allt er þegar þrennt er. Aldrei hefur komið almennilega í ljós hvað þeim fór á milli í símanum þennan dag - samkvæmt fréttum hótaði forsætisráðherrann þáverandi umboðsmanninum. Og nú vill umboðsmaðurinn semsagt ekki framar vera á þessu stigi trúnaðar. En í framhaldi af þessu verður manni á að spyrja: Er hægt að lemja mann í trúnaði? Afsakaðu, ég lamdi þig - en það var í trúnaði... --- --- --- Orri Hauksson, fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og núverandi toppmaður hjá Símanum, er orðinn stjórnarformaður Skjás eins. Það fer varla á milli mála að sjónvarpsstöðin er blá í gegn, því annar lykilmaður í stjórninni er Gunnar Jóhann Birgisson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sonur Birgis Ísleifs. Magnús, framkvæmdastjóri Skjásins er sonur Ragnars Júlíussonar, sem einnig var borgarfulltrúi fyrir flokkinn og mikill trúnaðarmaður hans. Og svo er aðstoðarmaður utanríksráðherra náttúrlega fremstur í flokki í pólitískum þætti á stöðinni. Menn velta eðlilega fyrir sér plottunum í kringum þetta. Þarna er kannski aðallega spurningin hvar plottin verða til, hvar þeim er ungað út, hver veit hvað og hvenær? Orri er náinn vinur Davíðs Oddssonar og mun hafa verið honum mjög til ráðgjafar í fjölmiðlamálinu - ásamt Illuga Gunnarssyni. Sjálfur get ég svo bætt því við að snemma í haust, stuttu áður en Davíð hvarf úr Stjórnarráðinu, horfði ég á þá Illuga, Orra og Gunnar Jóhann í hrókasamræðum á blettinum fyrir framan Stjórnarráðshúsið. Ég gat ekki annað en ályktað að þeir væru að koma út úr húsinu - eða þannig leit það allavega út. En auðvitað er ekki allt sem sýnist - kannski hittust þeir bara af tilviljun og voru að tala um veðrið eða píanóleik. --- --- --- DV hefur gert mikið mál úr því að Siv Friðleifsdóttir hafi birst á mynd með mótorhjólatöffurum sem síðar réðust inn á skrifstofur blaðsins og eru kenndir við þá óskemmtilegu iðju handrukk. Siv getur auðvitað ekkert að þessu gert. Siv var gestur hjá mér í Silfrinu um síðustu helgi og heimasíðu hennar birtast líka þessar myndir af henni í miklu skemmtilegra kompaníi... --- --- --- Á fimmtu viku kennaraverkfalls spyrja menn: Er ekki skólaskylda í landinu? Jú, var það ekki til skamms tíma.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun