Lífið

Ekki gleyma garðhúsgögnunum

Nú er kuldinn farinn að smjúga inn um hverja glufu og frostið ekki langt undan. Áður en kólnar óheyrilega mikið er um að gera að drífa sig út á verönd eða svalir og setja fínu og flottu garðhúsgögnin sem þú eyddir offjár í fyrri part sumars inn í geymslu eða bílskúr - eða hvar sem er sem vindar ekki geysa. Sérstaklega mikilvægt er að passa upp á viðarhúsgögnin því það segir sig sjálft að frost, rigning og almennt illviðri leikur viðinn ansi illa. Ekki slóra og kveinka þér yfir haustverkunum heldur drífðu þig upp úr sófanum, slökktu á sjónvarpinu og gerðu það sem þú þarft að gera. Þér líður miklu betur á eftir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×