Fyrsta háhýsi Austurlands 25. október 2004 00:01 "Ég tryggði mér strax íbúð á efstu hæðinni," segir Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri sem keypti fyrstu íbúðina í fyrsta eiginlega háhýsinu á Austurlandi er stendur við Kelduskóga á Egilsstöðum. Kaupin voru gerð í janúar árið 2003 og "þá var ekki einu sinni komin hola," eins og Auður orðar það. Húsið er sjö hæðir og var formlega tekið í notkun nýlega er Malarvinnslan hf. afhenti nýjum eigendum tvær fyrstu íbúðirnar. Samtals er þar 21 íbúð, eða þrjár á hverri hæð. Þær eru af tveimur stærðum og auk þess eru sérgeymslur fyrir hverja íbúð í kjallara hússins og sameiginlegar geymslur. Íbúð Auðar er 90 fermetrar að stærð og hún verður tilbúin eftir tvær vikur eða svo. "Ég var að láta breyta nokkrum atriðum eftir mínu höfði og þessvegna dregst þetta aðeins," segir Auður sallaróleg og finnst ekkert liggja á þótt hún hlakki til að flytja inn. Hún kveðst hafa búið á Héraði í sex ár en hafa alist upp í Reykjavík. "Mér finnst forréttindi að búa hér og langar ekki til Reykjavíkur aftur," segir hún afdráttarlaust. Hún segir nýja háhýsið standa á fallegum stað, rétt við aðal útivistasvæði Egilsstaðabúa, Selskóga. "Svo er þetta hæfilega langt frá miðbænum og ekkert mál að hlaupa í kaupfélagið," segir Auður. Hún kveðst fagna því að verða í viðhaldsfríu húsnæði og ekki spilli að hafa útsýni yfir hið rómaða Fljótsdalshérað, allt til Snæfells. Fasteigna- og skipasala Austurlands hefur sölu íbúða í húsinu með höndum og þegar hefur ríflega þriðjungur þeirra verið seldur. Þær verða afhentar eigendum sínum á næstu vikum.Blokkin við Kelduskóga á Egilsstöðum trónir hátt yfir aðrar byggingar í hverfinu. Hús og heimili Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
"Ég tryggði mér strax íbúð á efstu hæðinni," segir Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri sem keypti fyrstu íbúðina í fyrsta eiginlega háhýsinu á Austurlandi er stendur við Kelduskóga á Egilsstöðum. Kaupin voru gerð í janúar árið 2003 og "þá var ekki einu sinni komin hola," eins og Auður orðar það. Húsið er sjö hæðir og var formlega tekið í notkun nýlega er Malarvinnslan hf. afhenti nýjum eigendum tvær fyrstu íbúðirnar. Samtals er þar 21 íbúð, eða þrjár á hverri hæð. Þær eru af tveimur stærðum og auk þess eru sérgeymslur fyrir hverja íbúð í kjallara hússins og sameiginlegar geymslur. Íbúð Auðar er 90 fermetrar að stærð og hún verður tilbúin eftir tvær vikur eða svo. "Ég var að láta breyta nokkrum atriðum eftir mínu höfði og þessvegna dregst þetta aðeins," segir Auður sallaróleg og finnst ekkert liggja á þótt hún hlakki til að flytja inn. Hún kveðst hafa búið á Héraði í sex ár en hafa alist upp í Reykjavík. "Mér finnst forréttindi að búa hér og langar ekki til Reykjavíkur aftur," segir hún afdráttarlaust. Hún segir nýja háhýsið standa á fallegum stað, rétt við aðal útivistasvæði Egilsstaðabúa, Selskóga. "Svo er þetta hæfilega langt frá miðbænum og ekkert mál að hlaupa í kaupfélagið," segir Auður. Hún kveðst fagna því að verða í viðhaldsfríu húsnæði og ekki spilli að hafa útsýni yfir hið rómaða Fljótsdalshérað, allt til Snæfells. Fasteigna- og skipasala Austurlands hefur sölu íbúða í húsinu með höndum og þegar hefur ríflega þriðjungur þeirra verið seldur. Þær verða afhentar eigendum sínum á næstu vikum.Blokkin við Kelduskóga á Egilsstöðum trónir hátt yfir aðrar byggingar í hverfinu.
Hús og heimili Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira