Bíó og sjónvarp

Leikið sjónvarpsefni ársins

Leikið sjónvarpsefni ársins:



And Björk of Course

Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson

Framleiðandi: RÚV

Myndin And Björk of Course er aðgangshörð, stingur á tískubólu og hvetur til umhugsunar. Hver eru mörk þess sem á segja og reyna?

Njálssaga

Leikstjóri: Björn Br. Björnsson

Framleiðandi: Njálssaga ehf/Þorgeir Gunnarsson/Björn B. Björnsson 

Í Njálssögu er beitt árangursríkri aðferð við það ögrandi verkefni að myndgera eina frægustu Íslendingasöguna. Rudd er braut sem opnar fyrir margvíslega túlkunarmöguleika.   

Mynd fyrir afa  

Leikstjóri: Tinna Gunnlaugsdóttir

Framleiðandi: Arte ehf/Stúdíó eitt

Í Mynd fyrir afa er af einlægni og alvöru á spurningum sem geta leitað á unga ekki síður en aldna, í sambandi við dauða, trú, siði og venjur. Rammi frásagnarinnar er hlýr og bjartur.

Sjá kynningarmyndband um tilnefningar hér að neðan







Fleiri fréttir

Sjá meira


×