Herferð gegn reykingum
Evrópusambandið hefur hrundið af stað herferð gegn reykingum með birtingu hryllingsmynda af rotnandi lungum, æxlum í hálsi og hálfónýtum tönnum. Bandalagið vonar að stjórnvöld í Evrópubandalagslöndunum muni nota þessar myndir á sígarettupakka framtíðarinnar. "Myndirnar verða vonandi hvatning þeim sem þegar reykja til að hætta og koma í veg fyrir að börn og unglingar verði tóbaksfíkninni að bráð. Það er greinilegt að auglýsingar virka, annars væri fólk ekki alltaf að auglýsa, og nú ætlum við að bætast í hópinn," segir David Byrne, talsmaður heilbrigðismála innan Evrópusambandsins. Myndirnar, sem eru 42, eru flestar mjög óhugnanlegar en líka er að finna í þeim ákveðinn húmor þar sem ein er af krumpuðu og skorpnu epli með vísan í húð reykingamannsins og ein af beyglaðri sígarettu með vísan í getuleysi karlmanna sem reykja. Um leið og myndirnar voru kynntar var birt skýrsla þar sem kemur fram að 650.000 Evrópubúar deyja úr reykingum árlega og að reykingar kostar lönd Evrópusambandsins 100 miljarða á ári.