Förðunarkeppni No Name 27. október 2004 00:01 Förðunarskóli No Name hélt förðunarkeppni í annað sinn um síðustu helgi. Keppt var í fimm flokkum; þrem flokkum meistara, Smoky-förðun, tískuförðun og tímabilaförðun, einum flokki nemenda í frjálsri förðun og einum flokki unglinga þrettán til sextán ára þar sem þemað var framtíðin. Keppnin fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind en auk sýningarinnar stóð No Name fyrir ýsmum uppákomum. Til dæmis sýndi Sif Guðmundsdóttir, förðunarmeistari og kennari hjá förðunarskóla No Name leikhúsförðun í átjándu aldar stíl og Dísa í Hárný sýndi fantasíuhárgreiðslu. Sigurvegarar voru valdir í hverjum flokki fyrir sig. Magnea Lára Elínardóttir varð fyrir valinu í tímabilaförðun, Anna Sigfríður Reynisdóttir í tískuförðun, Alda Harðardóttir í Smoky-förðun, Ragnheiður Bjarnadóttir í Nemendaflokki og Rósa Sigurðardóttir í unglingaflokki. Sigurvegarar í flokkum meistara og nemenda hlutu utanlandsferð að launum með Iceland Express en sigurvegari í unglingaflokki hlaut að launum fullt förðunarnámskeið hjá Förðunarskóla No Name. Allir sigurvegarar fengu að auki glæsilegan gjafapakka frá snyrtistofunni Helenu fögru. Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Förðunarskóli No Name hélt förðunarkeppni í annað sinn um síðustu helgi. Keppt var í fimm flokkum; þrem flokkum meistara, Smoky-förðun, tískuförðun og tímabilaförðun, einum flokki nemenda í frjálsri förðun og einum flokki unglinga þrettán til sextán ára þar sem þemað var framtíðin. Keppnin fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind en auk sýningarinnar stóð No Name fyrir ýsmum uppákomum. Til dæmis sýndi Sif Guðmundsdóttir, förðunarmeistari og kennari hjá förðunarskóla No Name leikhúsförðun í átjándu aldar stíl og Dísa í Hárný sýndi fantasíuhárgreiðslu. Sigurvegarar voru valdir í hverjum flokki fyrir sig. Magnea Lára Elínardóttir varð fyrir valinu í tímabilaförðun, Anna Sigfríður Reynisdóttir í tískuförðun, Alda Harðardóttir í Smoky-förðun, Ragnheiður Bjarnadóttir í Nemendaflokki og Rósa Sigurðardóttir í unglingaflokki. Sigurvegarar í flokkum meistara og nemenda hlutu utanlandsferð að launum með Iceland Express en sigurvegari í unglingaflokki hlaut að launum fullt förðunarnámskeið hjá Förðunarskóla No Name. Allir sigurvegarar fengu að auki glæsilegan gjafapakka frá snyrtistofunni Helenu fögru.
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira