Prjón og hekl er í tísku og þeim fer nú aftur fjölgandi sem taka sér prjóna og heklunálar í hönd og búa til sínar eigin flíkur. Á dögunum voru, á vegum Prjónablaðsins Ýr, sýndar prjónaðar og heklaðar glæsiflíkur á sviði á Hótel Sögu. Áhuginn er greinilega mikill á þessum þætti hannyrða því salurinn fylltist kvöld eftir kvöld. Sjöl og ponsjó voru áberandi og skrautlegar töskur líka og er það í takt við strauma tískunnar.
Þæfðar ullarflíkur eru í miklum metum.Mynd/PjeturSkrautlegt ponsjó,húfa og legghlífar.Mynd/Pjetur