Crazy Bastard bíllinn 29. október 2004 00:01 Í Crazy Bastard, nýju myndbandi strákanna í 70 mínútum og hljómsveitarinnar Quarashi bregður fyrir svartri glæsikerru af gerðinni Pontiac, Trans Am af árgerðinni 2000. Eigandinn er Haraldur Jónsson vélstjóri sem starfar hjá Skeljungi. Hann keypti bílinn frá Kanada í júní á um það bil fjórar millur og fékk hann til landsins með flugvél. "Það átti að taka tvær til þrjár vikur en endaði í tólf. Ég var alveg að verða vitlaus og hélt ég hefði tapað peningunum," segir hann og kveðst dást að kærustu sinni Jenný að umbera hann á þessum tíma. Trans Am hefur viðurnefnið "hinn fullkomni," (Performans Packages) enda er staðalbúnaður hans "rúmlega allt," eins og Haraldur orðar það. Bíllinn er mestallur úr áli, harðtrefjum og plasti og því fisléttur miðað við stærð. Hann er beinskiptur með sex gíra og í honum er nýtt eldsneytisnýtingarkerfi sem gerir hann einkar sparneytinn. "En hann getur líka eytt miklu á háum snúningi því vélin er slaglöng," segir eigandinn og upplýsir að vélin sé álblokk, 465 hestöfl í dag. Sem dæmi um kraftinn nefnir hann að það taki fjórar sekúndur að koma bílnum úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða. Af græjum má geta geislaspilara, magnara, tíu hátalara, tónjafnara og kraftmagnara. Þá er gripurinn með spólvörn, skriðvörn og svokallaðan Law Track skynjara sem til dæmis gefur til kynna hvort of hratt sé farið í beygjur. Aksturseiginleikarnir eru semsagt fyrsta flokks. Það leynir sér heldur ekki þegar sest er inn í þennan vagn að hann er gæðingur mikill. Hann bókstaflega svífur um og hægt er að láta sætin falla algerlega að baki og hliðum ef ýtt er á rétta takka. Slíkt getur komið sér vel í kröppum beygjum. Haraldur kveðst lengi hafa verið bíladellukall. Hafi eignast bæði bíl og bifhjól um fermingu, átt 27 hjól í gegnum tíðina og eyðilagt 30 gamla bíla í malarnámuakstri. Sportbílarnir hans hafi verið ótalmargir og af ýmsum tegundum. "En þessi slær þeim öllum við," fullyrðir hann og kveðst loks búinn að finna það sem hann hefur leitað að alla ævi. Bílar Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í Crazy Bastard, nýju myndbandi strákanna í 70 mínútum og hljómsveitarinnar Quarashi bregður fyrir svartri glæsikerru af gerðinni Pontiac, Trans Am af árgerðinni 2000. Eigandinn er Haraldur Jónsson vélstjóri sem starfar hjá Skeljungi. Hann keypti bílinn frá Kanada í júní á um það bil fjórar millur og fékk hann til landsins með flugvél. "Það átti að taka tvær til þrjár vikur en endaði í tólf. Ég var alveg að verða vitlaus og hélt ég hefði tapað peningunum," segir hann og kveðst dást að kærustu sinni Jenný að umbera hann á þessum tíma. Trans Am hefur viðurnefnið "hinn fullkomni," (Performans Packages) enda er staðalbúnaður hans "rúmlega allt," eins og Haraldur orðar það. Bíllinn er mestallur úr áli, harðtrefjum og plasti og því fisléttur miðað við stærð. Hann er beinskiptur með sex gíra og í honum er nýtt eldsneytisnýtingarkerfi sem gerir hann einkar sparneytinn. "En hann getur líka eytt miklu á háum snúningi því vélin er slaglöng," segir eigandinn og upplýsir að vélin sé álblokk, 465 hestöfl í dag. Sem dæmi um kraftinn nefnir hann að það taki fjórar sekúndur að koma bílnum úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða. Af græjum má geta geislaspilara, magnara, tíu hátalara, tónjafnara og kraftmagnara. Þá er gripurinn með spólvörn, skriðvörn og svokallaðan Law Track skynjara sem til dæmis gefur til kynna hvort of hratt sé farið í beygjur. Aksturseiginleikarnir eru semsagt fyrsta flokks. Það leynir sér heldur ekki þegar sest er inn í þennan vagn að hann er gæðingur mikill. Hann bókstaflega svífur um og hægt er að láta sætin falla algerlega að baki og hliðum ef ýtt er á rétta takka. Slíkt getur komið sér vel í kröppum beygjum. Haraldur kveðst lengi hafa verið bíladellukall. Hafi eignast bæði bíl og bifhjól um fermingu, átt 27 hjól í gegnum tíðina og eyðilagt 30 gamla bíla í malarnámuakstri. Sportbílarnir hans hafi verið ótalmargir og af ýmsum tegundum. "En þessi slær þeim öllum við," fullyrðir hann og kveðst loks búinn að finna það sem hann hefur leitað að alla ævi.
Bílar Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira