Forsetakjörið og franski frændinn 30. október 2004 00:01 Birtist í DV 30. október 2004 Við ráðum auðvitað engu um kosningarnar í Bandaríkjunum en samt teljum við að þær geti haft áhrif á líf okkar. Margir fylgjast spenntir með á þriðjudagskvöldið. Það hafa verið skipulagðar kosningavökur á sjónvarpsstöðum og úti í bæ, rétt eins og verið sé að kjósa hér heima. Velflestir Evrópubúar vilja losna við Bush - nema Pólverjar sem hrífast af einhverjum ástæðum af honum. Það er samt spurning með íslensku ríkisstjórnina og stuðningslið hennar. Við erum náttúrlega í hópi staðföstu þjóðanna. Hér er líka uppi sú kenning að þegar varnarstöðin í Keflavík er annars vegar sé auðveldara að eiga við repúblikana Bush en demókrata Kerrys. Í nýútkominni bók um forsætisráðherra Íslands talar Styrmir Gunnarsson um sérstakt trúnaðarsamband Davíðs Oddssonar og Bushfjölskyldunnar. Bush hafi tekið eftir því hvað Davíð sé góður stuðningsmaður og láti sér vel líka. Ég hef líka spurnir af því að Hannes sé kunnugur Karli Rove, hinum harðskeytta kosningasmala George Bush. Samkvæmt nýjustu fréttum er samt lítið orðið eftir af beisnum. Víkurfréttir sem eru staðsettar við hliðina á Keflavíkurflugvelli segja að næstum öll vopnin hafi verið flutt úr landi. Það er víst ákveðið að ennþá fleiri Íslendingum verði sagt upp. Kannski er það ekki svo langsótt þegar framtíðarhópur Ingibjargar Sólrúnar segir að við eigum að taka þetta yfir. Þetta eru tveir frekar óáhugaverðir menn í dökkbláum jakkafötum með rauð bindi. The Economist segir að annar sé óhæfur, hinn óskiljanlegur. En þetta er ofboðslegt show - kannski það stærsta í heimi. Það er sagt að allt klabbið kosti 1 billjón dollara. Sterkasta vopn Bush er óttinn, að ala á ótta. Hann er stríðsforseti - slagorð sem Rove er sagður hafa fundið upp og gerir sér mikinn mat úr. Það er er langt síðan Roosevelt manaði borgarana til hugrekkis með þeim orðum að það sé ekkert að óttast nema óttann. Það er skrítin þversögn í stjórnmálum nútímans að óttinn skuli vera ein helsta söluvaran - fremur en björt framtíð sem var aðal varningur stjórnmálamanna á árum áður. Óttinn er líklega söluvænlegri. Ástæðan er ekki sú að við búum við óöryggi - líklega hefur ekkert fólk í mannkynssögunni verið jafn öruggt og það sem nú býr á Vesturlöndum. Við lifum lengur, lifum betur - það er ólíklegt að við hröpum allt í einu ofan í örbirgð, sprengjur detti á hausinn á okkur eða deyjum fyrir aldur fram úr sjúkdómum. Samt er tilfinning öryggisleysis mjög áleitin. Kannski af því að fjölmiðlarnir ala á henni. Kannski af því samfélagið er svo brotakennt og veruleikinn flókinn - og margir taugaveiklaðir og einmana í borgarsamfélögum. Al Queida er auðvitað ekkert annað en flóarbit - allavega miðað við veldi Vesturlanda. Ef Al Queida er þá yfirleitt til eins og samtökunum er lýst - með djöfullegan glæpaheila einhvers staðar í helli í Mið-Asíu. Það eru ekki margir sem láta lífið í hryðjuverkum. Þau eru flest framin á stöðum eins og Kasmír eða einhvers staðar langt langt í burtu. Það er stutt í landráðabrigslin hjá þjóð þar sem ýmis mannréttindi hafa verið gerð óvirk undanfarin ár - undir yfirskini stríðsins gegn hryðjuverkum. Frambjóðandinn Kerry verður að bera sig hermannlega, þótt hann hafi byrjað stjórnmálaferil sinn í baráttunni gegn hermennsku. Hann má ekki segja neitt sem getur talist móðgun við herinn í Írak - svo gegnsýrt er þjóðfélagið af hernaðarhyggju. Að nefna almenningsálitið í heiminum er nánast talið til marks um drottinssvik. Kerry verður líka að fela það að hann er af frönskum ættum, prýðilega mæltur á franska tungu og á vini í Frakklandi. Ég hef reyndar tvívegis hitt einn náfrænda hans þar. Ræddi við hann á lítilli skrifstofu í 7. hverfi. Þetta er lágvaxinn maður, sköllóttur og líflegur. Hann heitir Brice Lalonde og var eitt sinn sósíalisti og ráðherra umhverfismála í forsetatíð Mitterrands, klauf sig svo burt og stofnaði sinn eigin umhverfisverndarflokk. Hann bauð sig meira að segja fram til forseta í Frakklandi 1981 og fékk 4 prósent atkvæða. Áður var hann frumkvöðull í Greenpeace og einn höfundur þeirrar aðferðar Greenpeace-manna að sigla langt út á rúmsjó og fara þar um borð í skip sem stunduðu vafasamt athæfi. Nú er Lalonde bæjarstjóri í smábænum Saint-Briac-sur-Mer á Betagneskaga. Þar býr hann í nánd við óðul Forbes fjölskyldunnar sem Kerry tilheyrir líka. Þeir Kerry fara í frí saman - það er sagt að Lalonde hafi haft áhrif á að Kerry snerist svo hart gegn Vietnamstríðinu á yngri árum, enda var Lalonde einn af leiðtogum í stúdentauppreisnarinnar 1968. Þeir Kerry eru systrasynir. Sameiginlegur langafi þeirra mun hafa selt ópíum í Kína og byggt fjölskylduauðinn á því - líkt og má lesa á þeim ágæta vef fuckfrance.com. Á öðrum vef svipuðum er Kerry uppnefndur Jean F. Cheri. Lalonde hefur sagt að hann ætli að láta lítið á sér bera til að skaða ekki frænda sinn í kosningunum. Og Kerry hefur heldur ekki verið að flagga þessum frænda sínum og vini. Allir muna eftir hinni sprenghlægilegu uppákomu með "frelsiskartöflurnar". Frakkar voru allt í einu orðnir helstu óvinir Bandaríkjanna, tákn um hugleysi og óheiðarleika. Ég spurði franskan blaðamann sem ég hitti um daginn hvort hann teldi að þessi herferð gegn Frökkum hefði verið skipulögð. Hann sagði já, vissulega - franski sendiherrann í Washington hefði beðið Condolezzu Rice um að lát yrði á þessu. Það stóð heima - andróðursherferðin hætti daginn eftir. Andspænis Kerry eru kosningahersveitir repúblikana, feikna vel skipulagðar, knúðar áfram af ofsafenginni þjóðernishyggju og trúarhita. Kosningafundir hjá Bush eru eins og vakningasamkomur, enda er stór hluti stuðningsmanna hans frelsaður til hinnar sérstöku bandarísku útgáfu af kristni. Bush hefur raunar sagt að orðið krossferð hafi verið óheppilega valið hjá sér - en þetta eru samt einhvers konar krossfarar. Það er veifað plakötum þar sem segja að sjálfur Guð hafi búið sér ból í Hvíta húsinu - Bush hefur ekkert fyrir að andmæla því. Það er ekki furða þó messíanismi sé nefndur í þessu sambandi. Svo má líka velta fyrir sér hversu lýðræðislegar þessar kosningar eru. Lýðræðið í Bandaríkjunum er farið að bera mjög svip þess sem kallast plútókratí - auðmannaveldi. Mörgum finnst neytendafrömuðurinn Nader vera hvimleiður að blanda sér svona í kosningarnar. En það er mikið til í boðskap hans. Þeir sem komast áfram í pólitíkinni eru milljónerar, studdir af öðrum milljónerum. Þetta á við um Bush og Cheney, Kerry og Edwards - og líka menn eins og Michael Bloomberg og Arnold Schwarzenegger. Eins og sagt hefur verið áttu skattalækkanir Bush meira skylt við stéttabaráttu heldur en hagfræði. Bíómyndin The Manchurian Candidate sem sýnd er í Laugarásbíói fjallar um auðfyrirtæki sem reynir að búa til sinn eigin forseta með heilaþvotti og öðrum óþokkabrögðum. Myndin er á köflum hálf fáránleg finnst manni, en þó ekki fráleitari en svo að það er í raun þegar búið að gera þetta. Myndin ætti eiginlega að heita The Haliburton Candidate. George W. Bush er tíundi Bandaríkjaforsetinn í lífi mínu, Kerry gæti orðið sá ellefti. Ég er orðinn svo gamall að Eisenhower var forseti þegar ég fæddist. Hann var maður úthverfaútópíu - gullinna tíma þegar neyslusamfélagið var að verða til. Samt voru ekki liðin nema fá ár frá blóðugustu styrjöld í sögu mannkynsins. Það er öllu myrkari sýn sem er boðið er upp á núna. Á kosningafundum hjá Bush er veifað spjöldum þar sem stendur: "You keep us safe!" Auðstéttin þarfaltént ekki að óttast um sig í höndum hans. Á það hefur verið bent að 0.1 prósent þjóðarinnar hafi stöðugt orðið ríkari. Vinnandi fólk þarf hins vegar að hafa áhyggjur af sínum hag. Fólki undir fátæktarmörkum hefur fjölgað. Vinnumarkaðurinn er óöruggur, það skapast ekki ný störf. Mikil atvinna hefur farið í þrælakistur í löndum eins og Kína. Margt af þessu fólki hefur engar heilsutryggingar og er alltaf á nálum að eitthvað komi upp á. Eftir tímabil lágra vaxta eru skuldir heimilanna í sögulegu hámarki. Í ágætri grein á vefnum vald.org segir Jóhannes Björn Lúðvíksson, sem er búsettur vestra, að mótsagnirnar í bandaríska hagkerfinu séu svo himinhrópandi að þær séu farnar að minna á Lísu í Undralandi. Bandaríkin búa við skrítið kosningakerfi þar sem sá sem fær fleiri atkvæði getur tapað kosningunum. Menn eru strax farnir að tala um kosningasvindl, týnd atkvæði, ónýtar atkvæðavélar, allan lögmannaherinn sem mun þjarka um úrslitin eftir kosningar. Síðast var það Fox News - sú umdeilda sjónvarpsstöð - sem tilkynnti að Bush hefði verið kosinn forseti. Næstu sekúndurnar á eftir fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið af óbrigðulu hjarðeðli. Samt voru úrslitin ekki einu sinni ráðin. Menn nefna jafnvel eins konar valdarán í þessu sambandi. Ætli það verði ekki líka Fox sem taki af skarið og tilkynni úrslitin á þriðjudagsnóttina? Það verður spennuþrungin stund. Ég ætla að spá því að þá verði nefnt nafn Johns Kerrys - Frakklandsvinarins. Hann er ekki frábær frambjóðandi, en það er ekki skárri í boði. Ég veit allavega um marga sem ætla að fara í mikla fýlu ef úrslitin verða á hinn veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun
Birtist í DV 30. október 2004 Við ráðum auðvitað engu um kosningarnar í Bandaríkjunum en samt teljum við að þær geti haft áhrif á líf okkar. Margir fylgjast spenntir með á þriðjudagskvöldið. Það hafa verið skipulagðar kosningavökur á sjónvarpsstöðum og úti í bæ, rétt eins og verið sé að kjósa hér heima. Velflestir Evrópubúar vilja losna við Bush - nema Pólverjar sem hrífast af einhverjum ástæðum af honum. Það er samt spurning með íslensku ríkisstjórnina og stuðningslið hennar. Við erum náttúrlega í hópi staðföstu þjóðanna. Hér er líka uppi sú kenning að þegar varnarstöðin í Keflavík er annars vegar sé auðveldara að eiga við repúblikana Bush en demókrata Kerrys. Í nýútkominni bók um forsætisráðherra Íslands talar Styrmir Gunnarsson um sérstakt trúnaðarsamband Davíðs Oddssonar og Bushfjölskyldunnar. Bush hafi tekið eftir því hvað Davíð sé góður stuðningsmaður og láti sér vel líka. Ég hef líka spurnir af því að Hannes sé kunnugur Karli Rove, hinum harðskeytta kosningasmala George Bush. Samkvæmt nýjustu fréttum er samt lítið orðið eftir af beisnum. Víkurfréttir sem eru staðsettar við hliðina á Keflavíkurflugvelli segja að næstum öll vopnin hafi verið flutt úr landi. Það er víst ákveðið að ennþá fleiri Íslendingum verði sagt upp. Kannski er það ekki svo langsótt þegar framtíðarhópur Ingibjargar Sólrúnar segir að við eigum að taka þetta yfir. Þetta eru tveir frekar óáhugaverðir menn í dökkbláum jakkafötum með rauð bindi. The Economist segir að annar sé óhæfur, hinn óskiljanlegur. En þetta er ofboðslegt show - kannski það stærsta í heimi. Það er sagt að allt klabbið kosti 1 billjón dollara. Sterkasta vopn Bush er óttinn, að ala á ótta. Hann er stríðsforseti - slagorð sem Rove er sagður hafa fundið upp og gerir sér mikinn mat úr. Það er er langt síðan Roosevelt manaði borgarana til hugrekkis með þeim orðum að það sé ekkert að óttast nema óttann. Það er skrítin þversögn í stjórnmálum nútímans að óttinn skuli vera ein helsta söluvaran - fremur en björt framtíð sem var aðal varningur stjórnmálamanna á árum áður. Óttinn er líklega söluvænlegri. Ástæðan er ekki sú að við búum við óöryggi - líklega hefur ekkert fólk í mannkynssögunni verið jafn öruggt og það sem nú býr á Vesturlöndum. Við lifum lengur, lifum betur - það er ólíklegt að við hröpum allt í einu ofan í örbirgð, sprengjur detti á hausinn á okkur eða deyjum fyrir aldur fram úr sjúkdómum. Samt er tilfinning öryggisleysis mjög áleitin. Kannski af því að fjölmiðlarnir ala á henni. Kannski af því samfélagið er svo brotakennt og veruleikinn flókinn - og margir taugaveiklaðir og einmana í borgarsamfélögum. Al Queida er auðvitað ekkert annað en flóarbit - allavega miðað við veldi Vesturlanda. Ef Al Queida er þá yfirleitt til eins og samtökunum er lýst - með djöfullegan glæpaheila einhvers staðar í helli í Mið-Asíu. Það eru ekki margir sem láta lífið í hryðjuverkum. Þau eru flest framin á stöðum eins og Kasmír eða einhvers staðar langt langt í burtu. Það er stutt í landráðabrigslin hjá þjóð þar sem ýmis mannréttindi hafa verið gerð óvirk undanfarin ár - undir yfirskini stríðsins gegn hryðjuverkum. Frambjóðandinn Kerry verður að bera sig hermannlega, þótt hann hafi byrjað stjórnmálaferil sinn í baráttunni gegn hermennsku. Hann má ekki segja neitt sem getur talist móðgun við herinn í Írak - svo gegnsýrt er þjóðfélagið af hernaðarhyggju. Að nefna almenningsálitið í heiminum er nánast talið til marks um drottinssvik. Kerry verður líka að fela það að hann er af frönskum ættum, prýðilega mæltur á franska tungu og á vini í Frakklandi. Ég hef reyndar tvívegis hitt einn náfrænda hans þar. Ræddi við hann á lítilli skrifstofu í 7. hverfi. Þetta er lágvaxinn maður, sköllóttur og líflegur. Hann heitir Brice Lalonde og var eitt sinn sósíalisti og ráðherra umhverfismála í forsetatíð Mitterrands, klauf sig svo burt og stofnaði sinn eigin umhverfisverndarflokk. Hann bauð sig meira að segja fram til forseta í Frakklandi 1981 og fékk 4 prósent atkvæða. Áður var hann frumkvöðull í Greenpeace og einn höfundur þeirrar aðferðar Greenpeace-manna að sigla langt út á rúmsjó og fara þar um borð í skip sem stunduðu vafasamt athæfi. Nú er Lalonde bæjarstjóri í smábænum Saint-Briac-sur-Mer á Betagneskaga. Þar býr hann í nánd við óðul Forbes fjölskyldunnar sem Kerry tilheyrir líka. Þeir Kerry fara í frí saman - það er sagt að Lalonde hafi haft áhrif á að Kerry snerist svo hart gegn Vietnamstríðinu á yngri árum, enda var Lalonde einn af leiðtogum í stúdentauppreisnarinnar 1968. Þeir Kerry eru systrasynir. Sameiginlegur langafi þeirra mun hafa selt ópíum í Kína og byggt fjölskylduauðinn á því - líkt og má lesa á þeim ágæta vef fuckfrance.com. Á öðrum vef svipuðum er Kerry uppnefndur Jean F. Cheri. Lalonde hefur sagt að hann ætli að láta lítið á sér bera til að skaða ekki frænda sinn í kosningunum. Og Kerry hefur heldur ekki verið að flagga þessum frænda sínum og vini. Allir muna eftir hinni sprenghlægilegu uppákomu með "frelsiskartöflurnar". Frakkar voru allt í einu orðnir helstu óvinir Bandaríkjanna, tákn um hugleysi og óheiðarleika. Ég spurði franskan blaðamann sem ég hitti um daginn hvort hann teldi að þessi herferð gegn Frökkum hefði verið skipulögð. Hann sagði já, vissulega - franski sendiherrann í Washington hefði beðið Condolezzu Rice um að lát yrði á þessu. Það stóð heima - andróðursherferðin hætti daginn eftir. Andspænis Kerry eru kosningahersveitir repúblikana, feikna vel skipulagðar, knúðar áfram af ofsafenginni þjóðernishyggju og trúarhita. Kosningafundir hjá Bush eru eins og vakningasamkomur, enda er stór hluti stuðningsmanna hans frelsaður til hinnar sérstöku bandarísku útgáfu af kristni. Bush hefur raunar sagt að orðið krossferð hafi verið óheppilega valið hjá sér - en þetta eru samt einhvers konar krossfarar. Það er veifað plakötum þar sem segja að sjálfur Guð hafi búið sér ból í Hvíta húsinu - Bush hefur ekkert fyrir að andmæla því. Það er ekki furða þó messíanismi sé nefndur í þessu sambandi. Svo má líka velta fyrir sér hversu lýðræðislegar þessar kosningar eru. Lýðræðið í Bandaríkjunum er farið að bera mjög svip þess sem kallast plútókratí - auðmannaveldi. Mörgum finnst neytendafrömuðurinn Nader vera hvimleiður að blanda sér svona í kosningarnar. En það er mikið til í boðskap hans. Þeir sem komast áfram í pólitíkinni eru milljónerar, studdir af öðrum milljónerum. Þetta á við um Bush og Cheney, Kerry og Edwards - og líka menn eins og Michael Bloomberg og Arnold Schwarzenegger. Eins og sagt hefur verið áttu skattalækkanir Bush meira skylt við stéttabaráttu heldur en hagfræði. Bíómyndin The Manchurian Candidate sem sýnd er í Laugarásbíói fjallar um auðfyrirtæki sem reynir að búa til sinn eigin forseta með heilaþvotti og öðrum óþokkabrögðum. Myndin er á köflum hálf fáránleg finnst manni, en þó ekki fráleitari en svo að það er í raun þegar búið að gera þetta. Myndin ætti eiginlega að heita The Haliburton Candidate. George W. Bush er tíundi Bandaríkjaforsetinn í lífi mínu, Kerry gæti orðið sá ellefti. Ég er orðinn svo gamall að Eisenhower var forseti þegar ég fæddist. Hann var maður úthverfaútópíu - gullinna tíma þegar neyslusamfélagið var að verða til. Samt voru ekki liðin nema fá ár frá blóðugustu styrjöld í sögu mannkynsins. Það er öllu myrkari sýn sem er boðið er upp á núna. Á kosningafundum hjá Bush er veifað spjöldum þar sem stendur: "You keep us safe!" Auðstéttin þarfaltént ekki að óttast um sig í höndum hans. Á það hefur verið bent að 0.1 prósent þjóðarinnar hafi stöðugt orðið ríkari. Vinnandi fólk þarf hins vegar að hafa áhyggjur af sínum hag. Fólki undir fátæktarmörkum hefur fjölgað. Vinnumarkaðurinn er óöruggur, það skapast ekki ný störf. Mikil atvinna hefur farið í þrælakistur í löndum eins og Kína. Margt af þessu fólki hefur engar heilsutryggingar og er alltaf á nálum að eitthvað komi upp á. Eftir tímabil lágra vaxta eru skuldir heimilanna í sögulegu hámarki. Í ágætri grein á vefnum vald.org segir Jóhannes Björn Lúðvíksson, sem er búsettur vestra, að mótsagnirnar í bandaríska hagkerfinu séu svo himinhrópandi að þær séu farnar að minna á Lísu í Undralandi. Bandaríkin búa við skrítið kosningakerfi þar sem sá sem fær fleiri atkvæði getur tapað kosningunum. Menn eru strax farnir að tala um kosningasvindl, týnd atkvæði, ónýtar atkvæðavélar, allan lögmannaherinn sem mun þjarka um úrslitin eftir kosningar. Síðast var það Fox News - sú umdeilda sjónvarpsstöð - sem tilkynnti að Bush hefði verið kosinn forseti. Næstu sekúndurnar á eftir fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið af óbrigðulu hjarðeðli. Samt voru úrslitin ekki einu sinni ráðin. Menn nefna jafnvel eins konar valdarán í þessu sambandi. Ætli það verði ekki líka Fox sem taki af skarið og tilkynni úrslitin á þriðjudagsnóttina? Það verður spennuþrungin stund. Ég ætla að spá því að þá verði nefnt nafn Johns Kerrys - Frakklandsvinarins. Hann er ekki frábær frambjóðandi, en það er ekki skárri í boði. Ég veit allavega um marga sem ætla að fara í mikla fýlu ef úrslitin verða á hinn veginn.