Samskiptin komin í eðlilegt horf 30. október 2004 00:01 Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50% Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50%
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira