Herragarður í Mosfellsdal 1. nóvember 2004 00:01 Þeir sem leið eiga um Mosfellsdal veita eflaust athygli nýbyggingum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum skammt fyrir neðan Gljúfrastein, á hægri hönd þegar ekið er upp dalinn. Stíllinn minnir á danskan herragarð og frágangur allur er eftirtektarverður. Álplötur eru á þakinu sem eru eftirlíkingar, gluggarnir gamaldags með litlum rúðum og nokkrir vinalegir kvistir prýða þekjuna. Þá er eitt ótalið en það eru sperruendarnir sem njóta sín útskornir undir þakskegginu. Húsið er teiknað af Páli Val Bjarnasyni arkitekti en sá sem heiðurinn á af handbragðinu heitir Örn og er Haraldsson. Hann er húsasmiður og hefur verið að byggja þetta slot fyrir bróður sinn, Ólaf. Saman munu þeir nýta hesthúsið fyrir gæðingana sína en smíði þess er ekki að fullu lokið. Allt hefur þetta þorp samt risið með undra skjótum hætti. "Það var hafist handa í júlí í fyrra. Þá var byrjað að grafa," segir Örn og heldur áfram. "Svo var flutt inn í íbúðarhúsið um páskana í vor. Það var unnið dag og nótt." Hann viðurkennir að hafa auk þess verið að nánast öll kvöld og allar helgar síðan. "Það er gaman að byggja þetta hús, enda ekkert líkt því sem maður er að fást við daglega," segir hann. "Ég hef aldrei byggt svona áður og slíkt gerist áreiðanlega ekki aftur." Aðspurður upplýsir hann að íbúðarhúsið með tvöföldum bílskúr sé 300 fermetrar að grunnfleti en loft sé yfir stærstum hluta þess svo líklega séu um 400 fermetrar nýtanlegir. "Þó er ekki ris yfir hluta stofunnar og þar er 7 m lofthæð," segir hann. Enn er svolítið ógert af útiverkum við húsið, til dæmis blikkfrágangur á göflunum og kjölurinn á þakið. Eins þarf að klára hesthúsið fyrir jól svo hægt verði að hýsa hrossin. Eftir er að ganga frá þaki hússins, bæði að innanverðu og að setja álið á, smíða stalla, kaffistofu, snyrtingu og fleira. Örn telur ekki eftir sér að vinna við það nokkur kvöld og helgar svo klárarnir þeirra bræðra hafi húsaskjól um jól. Nú standa þeir á beit á landskika sem Ólafur á neðan við nýbygginguna. Að sögn Arnar er búið að deiliskipuleggja þetta svæði allt sunnan við veginn og hið nýja hús telst til Roðamóa 19. Engin er samt gatan nema heimkeyrslan að herragarðinum. Enda hefur Örn lög að mæla þegar hann segir: "Svona hús verður að standa þar sem það hefur land í kringum sig og nýtur sín."Smiðurinn stúderaði gömul hús við Lækjargötuna í Reykjavík til að líkja eftir frágangi sperranna.Mynd/PjeturStofan er í útbyggingunni og þar er 7 metra lofthæð.Mynd/PjeturÖrn Haraldsson hefur séð um smíðina og haft gaman af.Mynd/Pjetur Hús og heimili Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Þeir sem leið eiga um Mosfellsdal veita eflaust athygli nýbyggingum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum skammt fyrir neðan Gljúfrastein, á hægri hönd þegar ekið er upp dalinn. Stíllinn minnir á danskan herragarð og frágangur allur er eftirtektarverður. Álplötur eru á þakinu sem eru eftirlíkingar, gluggarnir gamaldags með litlum rúðum og nokkrir vinalegir kvistir prýða þekjuna. Þá er eitt ótalið en það eru sperruendarnir sem njóta sín útskornir undir þakskegginu. Húsið er teiknað af Páli Val Bjarnasyni arkitekti en sá sem heiðurinn á af handbragðinu heitir Örn og er Haraldsson. Hann er húsasmiður og hefur verið að byggja þetta slot fyrir bróður sinn, Ólaf. Saman munu þeir nýta hesthúsið fyrir gæðingana sína en smíði þess er ekki að fullu lokið. Allt hefur þetta þorp samt risið með undra skjótum hætti. "Það var hafist handa í júlí í fyrra. Þá var byrjað að grafa," segir Örn og heldur áfram. "Svo var flutt inn í íbúðarhúsið um páskana í vor. Það var unnið dag og nótt." Hann viðurkennir að hafa auk þess verið að nánast öll kvöld og allar helgar síðan. "Það er gaman að byggja þetta hús, enda ekkert líkt því sem maður er að fást við daglega," segir hann. "Ég hef aldrei byggt svona áður og slíkt gerist áreiðanlega ekki aftur." Aðspurður upplýsir hann að íbúðarhúsið með tvöföldum bílskúr sé 300 fermetrar að grunnfleti en loft sé yfir stærstum hluta þess svo líklega séu um 400 fermetrar nýtanlegir. "Þó er ekki ris yfir hluta stofunnar og þar er 7 m lofthæð," segir hann. Enn er svolítið ógert af útiverkum við húsið, til dæmis blikkfrágangur á göflunum og kjölurinn á þakið. Eins þarf að klára hesthúsið fyrir jól svo hægt verði að hýsa hrossin. Eftir er að ganga frá þaki hússins, bæði að innanverðu og að setja álið á, smíða stalla, kaffistofu, snyrtingu og fleira. Örn telur ekki eftir sér að vinna við það nokkur kvöld og helgar svo klárarnir þeirra bræðra hafi húsaskjól um jól. Nú standa þeir á beit á landskika sem Ólafur á neðan við nýbygginguna. Að sögn Arnar er búið að deiliskipuleggja þetta svæði allt sunnan við veginn og hið nýja hús telst til Roðamóa 19. Engin er samt gatan nema heimkeyrslan að herragarðinum. Enda hefur Örn lög að mæla þegar hann segir: "Svona hús verður að standa þar sem það hefur land í kringum sig og nýtur sín."Smiðurinn stúderaði gömul hús við Lækjargötuna í Reykjavík til að líkja eftir frágangi sperranna.Mynd/PjeturStofan er í útbyggingunni og þar er 7 metra lofthæð.Mynd/PjeturÖrn Haraldsson hefur séð um smíðina og haft gaman af.Mynd/Pjetur
Hús og heimili Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira