Olíufélög leiti sátt við útgerðir 1. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira