Ekki í myndinni að segja af sér 2. nóvember 2004 00:01 Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira