Fjögur ár í viðbót 3. nóvember 2004 00:01 Þegar þetta er skrifað, klukkan hálf ellefu á miðvikudagsmorgni, virðist ljóst að George Bush hefur sigrað í forsetakosningunum vestra. Hinn óhæfi sigrar hinn óskiljanlega, svo notuð séu orð The Economist. Ég fór niður á Lækjartorg og fékk mér kaffi áðan, heyrðist margir vera ansi svekktir. Ætli 80 prósent Íslendinga hafi ekki vonast eftir sigri Kerrys? Í Evrópu eru líklega margir í þunglyndiskasti. Margir voru líka orðnir nokkuð vongóðir, lögðu sig mjög fram um að finna teikn um að Kerry myndi vinna. Það var samt staðreynd að Bush hafði betur í nánast öllum skoðanakönnunum. En þetta er svosem ekki annað en maður átti von á - það borgaði sig ekki að investera of mikið af tilfinningum í þessum kosningum. Við Kári vorum í ágætu skapi í morgun. Ég fór að sofa upp úr miðnætti. Og auðvitað eru ekki allir fúlir. Gekk upp Bankastrætið og sá Illuga Gunnarsson inn um gluggann á Prikinu. Mér sýndist hann brosa út að eyrum. Þessi kosningabarátta hefur líka staðið alltof lengi - eins og virðist vera plagsiður um kosningar í nútímanum. Hér ekki síður en annars staðar. Fjölmiðlarnir eru eins og krakkar sem geta ekki beðið eftir jólunum. Maður er orðinn hundleiður á þessu. --- --- --- Heimsbyggðin þarf að þola fjögur ár í viðbót af Bush og liði hans. Að vissu leyti er rétt að þessir menn fái að greiða úr flækjunni í Írak. Umræðan hættir kannski brátt að snúast um tildrög stríðsins og fer að beinast að því hvernig Washington stjórnin ætlar að komast upp úr kviksyndinu. Ástandið fer bara versnandi. Hrokinn er slíkur að bandaríski herinn í Írak er alltof fáliðaður. Og hræsnin er svo mikil að mannfallið í landinu er tæplega viðurkennt. Bush lætur eins og það sé ekki til og hefur ekki látið svo lítið að mæta í jarðarför hjá einum einasta hermanni. --- --- --- Fréttamenn á Íslandi verða alltaf voða glaðir þegar brestur á með eldgosi. Rjúka upp til handa og fóta og hefja beinar útsendingar. Það upphefst metingur um stærð eldgosa. Ég hallast samt svolítið að því að vera sammála Kolbrúnu vinkonu minni Bergþórsdóttur sem skrifar í Fréttablaðið í dag: "Fyrir mér eru gos venjulega jafn áhugaverð og fulgaskoðun, sem sagt efni fyrir sérvitringa. Og þegar fyrsta frétt í fjölmiðlum er sú að gos sé hafið í Grímsvötnum þá andvarpa ég: "Aldrei er neitt í fréttum."" --- --- --- Pistillinn sem ég skrifaði í gær um skemmdarvarga og sóða er svolítið stór biti - ber vott um mann sem hefur snúið baki við öllu sem hann var á sínum yngri árum, öllum anarkísku tilhneigingunum. Mann sem er orðinn hrikalegt íhald. Ég get eiginlega ekki annað en verið að flestu leyti sammála Eiríki Erni Norðdahl sem leggur út af þessu í bréfi sem birtist hér neðar á síðunni. Í þessu sambandi er viðeigandi að vitna í ummæli Harolds Macmillan, bresks forsætisráðherra sem lést í hárri elli. Þau hljóma svona: "Það hefur verið sagt að enginn sé jafnmikill kjáni og gamall kjáni, nema þá kannski ungur kjáni. En ungi kjáninn þarf fyrst að eldast og verða gamall kjáni áður en hann áttar sig á því hvað hann var kjánalegur þegar hann var ungur kjáni." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þegar þetta er skrifað, klukkan hálf ellefu á miðvikudagsmorgni, virðist ljóst að George Bush hefur sigrað í forsetakosningunum vestra. Hinn óhæfi sigrar hinn óskiljanlega, svo notuð séu orð The Economist. Ég fór niður á Lækjartorg og fékk mér kaffi áðan, heyrðist margir vera ansi svekktir. Ætli 80 prósent Íslendinga hafi ekki vonast eftir sigri Kerrys? Í Evrópu eru líklega margir í þunglyndiskasti. Margir voru líka orðnir nokkuð vongóðir, lögðu sig mjög fram um að finna teikn um að Kerry myndi vinna. Það var samt staðreynd að Bush hafði betur í nánast öllum skoðanakönnunum. En þetta er svosem ekki annað en maður átti von á - það borgaði sig ekki að investera of mikið af tilfinningum í þessum kosningum. Við Kári vorum í ágætu skapi í morgun. Ég fór að sofa upp úr miðnætti. Og auðvitað eru ekki allir fúlir. Gekk upp Bankastrætið og sá Illuga Gunnarsson inn um gluggann á Prikinu. Mér sýndist hann brosa út að eyrum. Þessi kosningabarátta hefur líka staðið alltof lengi - eins og virðist vera plagsiður um kosningar í nútímanum. Hér ekki síður en annars staðar. Fjölmiðlarnir eru eins og krakkar sem geta ekki beðið eftir jólunum. Maður er orðinn hundleiður á þessu. --- --- --- Heimsbyggðin þarf að þola fjögur ár í viðbót af Bush og liði hans. Að vissu leyti er rétt að þessir menn fái að greiða úr flækjunni í Írak. Umræðan hættir kannski brátt að snúast um tildrög stríðsins og fer að beinast að því hvernig Washington stjórnin ætlar að komast upp úr kviksyndinu. Ástandið fer bara versnandi. Hrokinn er slíkur að bandaríski herinn í Írak er alltof fáliðaður. Og hræsnin er svo mikil að mannfallið í landinu er tæplega viðurkennt. Bush lætur eins og það sé ekki til og hefur ekki látið svo lítið að mæta í jarðarför hjá einum einasta hermanni. --- --- --- Fréttamenn á Íslandi verða alltaf voða glaðir þegar brestur á með eldgosi. Rjúka upp til handa og fóta og hefja beinar útsendingar. Það upphefst metingur um stærð eldgosa. Ég hallast samt svolítið að því að vera sammála Kolbrúnu vinkonu minni Bergþórsdóttur sem skrifar í Fréttablaðið í dag: "Fyrir mér eru gos venjulega jafn áhugaverð og fulgaskoðun, sem sagt efni fyrir sérvitringa. Og þegar fyrsta frétt í fjölmiðlum er sú að gos sé hafið í Grímsvötnum þá andvarpa ég: "Aldrei er neitt í fréttum."" --- --- --- Pistillinn sem ég skrifaði í gær um skemmdarvarga og sóða er svolítið stór biti - ber vott um mann sem hefur snúið baki við öllu sem hann var á sínum yngri árum, öllum anarkísku tilhneigingunum. Mann sem er orðinn hrikalegt íhald. Ég get eiginlega ekki annað en verið að flestu leyti sammála Eiríki Erni Norðdahl sem leggur út af þessu í bréfi sem birtist hér neðar á síðunni. Í þessu sambandi er viðeigandi að vitna í ummæli Harolds Macmillan, bresks forsætisráðherra sem lést í hárri elli. Þau hljóma svona: "Það hefur verið sagt að enginn sé jafnmikill kjáni og gamall kjáni, nema þá kannski ungur kjáni. En ungi kjáninn þarf fyrst að eldast og verða gamall kjáni áður en hann áttar sig á því hvað hann var kjánalegur þegar hann var ungur kjáni."
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun