Þrjár systur í verslunarrekstri 3. nóvember 2004 00:01 "Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Sjá meira
"Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Sjá meira