Heilsuátak í Kópavogi 5. nóvember 2004 00:01 Sjúkraþjálfun Kópavogs hefur í vetur hrundið af stað margskonar heilsuátaksnámskeiðum og kennir þar ýmissa grasa. "Okkur finnst gaman að segja frá því að nú er komið í gang heilsuátak fyrir grunnskólabörn sem eru yfir kjörþyngd. Þetta gerum við í samvinnu við hjúkrunarfræðinga skólanna," segir Kristján Hj. Ragnarsson sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs. "Hugmyndin var að reyna að ná í þessi börn og bjóða þeim upp á þjálfun innan stundaskrár sem gæti þá komið í staðinn fyrir leikfimina í skólanum. Þessir krakkar verða oft út undan í leikfimistímum og eru ekki í íþróttafélögunum þannig að þetta er líka stuðningur við íþróttakennarana sem þurfa að taka mið af getu allra í bekknum. Tölur sýna að þessi hópur fer stækkandi og okkur finnst þurfa að sinna honum sérstaklega. Niðurstaðan varð að bjóða upp á námskeið strax þegar skólatíma lýkur. Þetta hefur farið vel af stað, við héldum fundi með skóalstjórnendum og skólahjúkrunarfræðingum og náðum að tengja þetta saman. Við trúum að þetta sé nýjung sem muni takist vel og leggjum áherslu á að fá foreldra til okkar í fræðslu þannig að allir vinni vel saman. " Sjúkraþjálfun Kópavogs býður líka upp á heilsuátaksnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. "Við höfum verið með svokallaða stafagöngu og svo gönguhópa, þar sem fólk gengur með íþróttafræðingum. Þetta er bæði fyrir byrjendur og lengra komna," segir Kristján. "Þá bjóðum við upp á tíma í líkamsrækt eldsnemma á morgnana, í hádeginu og seinni partinn, eftir því hvað fólki hentar. Það eru ekki nema fimm í hverjum hóp þannig að nálægðin við íþróttafræðinginn er mikil og eftirlitið virkara. Hjalti Kristjánsson íþróttafræðingur sér um námskeiðin en áhersla er lögð á að faghópar vinni saman. Við erum með næringarfræðing í samstarfi við okkur sem heldur fyrirlestra og leiðbeinir um mataræði og höldum vel utan um okkar viðskiptavini." Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sjúkraþjálfun Kópavogs hefur í vetur hrundið af stað margskonar heilsuátaksnámskeiðum og kennir þar ýmissa grasa. "Okkur finnst gaman að segja frá því að nú er komið í gang heilsuátak fyrir grunnskólabörn sem eru yfir kjörþyngd. Þetta gerum við í samvinnu við hjúkrunarfræðinga skólanna," segir Kristján Hj. Ragnarsson sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs. "Hugmyndin var að reyna að ná í þessi börn og bjóða þeim upp á þjálfun innan stundaskrár sem gæti þá komið í staðinn fyrir leikfimina í skólanum. Þessir krakkar verða oft út undan í leikfimistímum og eru ekki í íþróttafélögunum þannig að þetta er líka stuðningur við íþróttakennarana sem þurfa að taka mið af getu allra í bekknum. Tölur sýna að þessi hópur fer stækkandi og okkur finnst þurfa að sinna honum sérstaklega. Niðurstaðan varð að bjóða upp á námskeið strax þegar skólatíma lýkur. Þetta hefur farið vel af stað, við héldum fundi með skóalstjórnendum og skólahjúkrunarfræðingum og náðum að tengja þetta saman. Við trúum að þetta sé nýjung sem muni takist vel og leggjum áherslu á að fá foreldra til okkar í fræðslu þannig að allir vinni vel saman. " Sjúkraþjálfun Kópavogs býður líka upp á heilsuátaksnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. "Við höfum verið með svokallaða stafagöngu og svo gönguhópa, þar sem fólk gengur með íþróttafræðingum. Þetta er bæði fyrir byrjendur og lengra komna," segir Kristján. "Þá bjóðum við upp á tíma í líkamsrækt eldsnemma á morgnana, í hádeginu og seinni partinn, eftir því hvað fólki hentar. Það eru ekki nema fimm í hverjum hóp þannig að nálægðin við íþróttafræðinginn er mikil og eftirlitið virkara. Hjalti Kristjánsson íþróttafræðingur sér um námskeiðin en áhersla er lögð á að faghópar vinni saman. Við erum með næringarfræðing í samstarfi við okkur sem heldur fyrirlestra og leiðbeinir um mataræði og höldum vel utan um okkar viðskiptavini."
Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira