Þráinn, Hanna, Svanur og Margrét 6. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Þráinn Bertelsson rithöfundur, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Reynir Traustason blaðamaður, Hallur Hallsson fjölmiðlamaður, Svanur Kristjánsson prófessor og Sigfús Bjartmarsson rithöfundur. Fjölmörg mál mun bera á góma, enda vikan langt í frá viðburðasnauð. Þar má nefna olíumál, stöðu Þórólfs borgarstjóra og R-listans, nýja fjölmiðlanefnd og hræringar á fjölmiðlamarkaði, kosningar í Bandaríkjunum, kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar - og væntanlega verður sitthvað fleira nefnt eins og ný og umtöluð bók eftir Þráin og ljóðabók með ádeilukveðskap eftir sögumanninn Sigfús. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag, en er svo endursýndur undir miðnættið sama dag. Einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Þráinn Bertelsson rithöfundur, Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Reynir Traustason blaðamaður, Hallur Hallsson fjölmiðlamaður, Svanur Kristjánsson prófessor og Sigfús Bjartmarsson rithöfundur. Fjölmörg mál mun bera á góma, enda vikan langt í frá viðburðasnauð. Þar má nefna olíumál, stöðu Þórólfs borgarstjóra og R-listans, nýja fjölmiðlanefnd og hræringar á fjölmiðlamarkaði, kosningar í Bandaríkjunum, kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar - og væntanlega verður sitthvað fleira nefnt eins og ný og umtöluð bók eftir Þráin og ljóðabók með ádeilukveðskap eftir sögumanninn Sigfús. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag, en er svo endursýndur undir miðnættið sama dag. Einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun