Lífsnauðsynlegt að dansa 8. nóvember 2004 00:01 "Dans er stórgóð alhliða þjálfun. Þar er einbeiting, þol, styrkur og liðleiki allt æft á jafnan hátt. Dansinn léttir líka lundina og er rosalega skemmtileg íþrótt," segir Guðrún Inga Torfadóttir, danskennari hjá Dansstúdíói World Class í Laugum í Laugardal. Guðrún er búin að dansa frá því hún var fjögurra ára og getur hreinlega ekki lifað án hreyfingarinnar. "Ég útskrifaðist af nútímadansbraut í Listdansskólanum árið 2002. Eftir það fór ég í starfsnám hjá Íslenska dansflokkinum en kláraði það ekki þar sem ég er líka að læra lögfræði í Háskólanum í Reykjavík, en ég klára BA-gráðu þar næsta vor. Fyrir mér er lífsnauðsynlegt að dansa og ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég geri það ekki. Ég mun aldrei hætta að dansa." Dansstúdíóið í Laugum er rekið af dansaranum og danskennaranum Nönnu Ósk Jónsdóttur. Það er rekið sjálfstætt og var opnað um leið og líkamsræktarstöðin. Boðið er upp á margs konar danstíma í stúdíóinu en Guðrún kennir þar freestyle og jazzfunk. Einnig er hægt að sækja tíma í salsa, breakdansi og nútímadansi ef nægileg skráning fæst. Tímunum er skipt eftir aldri og eru þeir jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. "Nær allir vöðvar eru þjálfaðir í dansi. Það er allt unnið út frá miðju því öll orkan er í maga og baki. Dans er líka mikil fótavinna en jafnframt alhliða líkamsþjálfun því maður þarf að nota hendurnar líka," segir Guðrún, sem vill að nemendur geri danssporin að sínum eigin. "Ég vil ekki bara sjá nemendur gera eins og ég. Þegar þeir eru búnir að læra sporin þá vil ég að þeir gefi sitt í það og geri þau að sínum eigin. Þetta er skapandi eins og hver önnur list. Til að dansinn sé skemmtilegur er mikilvægt að láta miklar tilfinningar í hann." Margir velta því fyrir sér hvernig fari saman að vera bæði laganemi og danskennari. "Mér finnst stórkostlegt að kenna með náminu og nauðsynlegt að dansa til að halda mér í bæði góðu líkamlegu og andlegu formi. Vissulega eru þetta andstæður en það hentar mér vel. Lögfræðin er hugarleikfimi og akademísk en dansinn mjög líkamlegur og andlegur. Það eru miklar tilfinningar í dansi og það greinir hann frá öðrum íþróttagreinum." Heilsa Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Dans er stórgóð alhliða þjálfun. Þar er einbeiting, þol, styrkur og liðleiki allt æft á jafnan hátt. Dansinn léttir líka lundina og er rosalega skemmtileg íþrótt," segir Guðrún Inga Torfadóttir, danskennari hjá Dansstúdíói World Class í Laugum í Laugardal. Guðrún er búin að dansa frá því hún var fjögurra ára og getur hreinlega ekki lifað án hreyfingarinnar. "Ég útskrifaðist af nútímadansbraut í Listdansskólanum árið 2002. Eftir það fór ég í starfsnám hjá Íslenska dansflokkinum en kláraði það ekki þar sem ég er líka að læra lögfræði í Háskólanum í Reykjavík, en ég klára BA-gráðu þar næsta vor. Fyrir mér er lífsnauðsynlegt að dansa og ég fæ fráhvarfseinkenni ef ég geri það ekki. Ég mun aldrei hætta að dansa." Dansstúdíóið í Laugum er rekið af dansaranum og danskennaranum Nönnu Ósk Jónsdóttur. Það er rekið sjálfstætt og var opnað um leið og líkamsræktarstöðin. Boðið er upp á margs konar danstíma í stúdíóinu en Guðrún kennir þar freestyle og jazzfunk. Einnig er hægt að sækja tíma í salsa, breakdansi og nútímadansi ef nægileg skráning fæst. Tímunum er skipt eftir aldri og eru þeir jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. "Nær allir vöðvar eru þjálfaðir í dansi. Það er allt unnið út frá miðju því öll orkan er í maga og baki. Dans er líka mikil fótavinna en jafnframt alhliða líkamsþjálfun því maður þarf að nota hendurnar líka," segir Guðrún, sem vill að nemendur geri danssporin að sínum eigin. "Ég vil ekki bara sjá nemendur gera eins og ég. Þegar þeir eru búnir að læra sporin þá vil ég að þeir gefi sitt í það og geri þau að sínum eigin. Þetta er skapandi eins og hver önnur list. Til að dansinn sé skemmtilegur er mikilvægt að láta miklar tilfinningar í hann." Margir velta því fyrir sér hvernig fari saman að vera bæði laganemi og danskennari. "Mér finnst stórkostlegt að kenna með náminu og nauðsynlegt að dansa til að halda mér í bæði góðu líkamlegu og andlegu formi. Vissulega eru þetta andstæður en það hentar mér vel. Lögfræðin er hugarleikfimi og akademísk en dansinn mjög líkamlegur og andlegur. Það eru miklar tilfinningar í dansi og það greinir hann frá öðrum íþróttagreinum."
Heilsa Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira