Olíufélögin biðjast afsökunar 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira