Vilja engin samskipti 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar. Fulltrúar Essó í Olíudreifingu ehf. sögðu sig úr stjórn og verða utanaðkomandi stjórnarmenn skipaðir. Olíudreifing er í eigu Essó (60 prósent) og Olís (40 prósent) og sér um birgðahald og dreifingu á bensíni og olíu á bensínstöðvar félaganna. Essó mun þó ekki selja hlut sinn í Olíudreifingu og gerir Hjörleifur Jakobsson forstjóri ráð fyrir að félagið notist áfram við þjónustu Olíudreifingar. "Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því rannsóknin hófst fyrir þremur árum. Það eru komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. Við teljum okkur hafa verið að vinna innan ramma samkeppnislaganna undanfarin ár en það er ljóst að trú almennings á því er takmörkuð. Við lítum svo á að þetta sé næsta skrefið í að byggja upp trúnað við fólkið í landinu og okkar viðskiptavini," segir Hjörleifur. Hann segir að með nýjum verklagsreglum sé gengið að ítrustu kröfum samkeppnisráðs og jafnvel lengra. "Auðvitað hefðum við getað reynt að fresta þessari ákvörðun en kjósum að grípa til þessara aðgerða nú þegar." Essó hefur einnig ákveðið að hætta einhliða samstarfi um rekstur nokkurra bensínstöðva á landsbyggðinni. "Við ákváðum að við tækjum þessar stöðvar yfir einhliða. Við tókum niður flöggin á þessum stöðvum og ætlum að reka þær sjálfir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að þetta getur leitt til skaðabótakröfu af hendi hinna félaganna en við tökum á því þegar þar að kemur," segir Hjörleifur. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að verklagsreglur Essó séu í samræmi við úrskurð samkeppnisráðs og að Skeljungur fagni því að dregið hafi verið úr samstarfinu. "Við fögnum því mjög að losna út úr þessu samstarfi," segir hann. Hann undrast að ekki skuli vera tekið á málefnum Olíudreifingar ehf. "Eftir stendur að Essó og Olís ætla að vinna áfram saman í Olíudreifingu og þar sem þessir tveir aðilar ráða yfir 60 til 70 prósentum af markaðinum og reka saman birgðahald, dreifingu og innkaup verður seint eðlileg samkeppni á þessum markaði meðan þessu er svona háttað," segir Gunnar. Samráð olíufélaga Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar. Fulltrúar Essó í Olíudreifingu ehf. sögðu sig úr stjórn og verða utanaðkomandi stjórnarmenn skipaðir. Olíudreifing er í eigu Essó (60 prósent) og Olís (40 prósent) og sér um birgðahald og dreifingu á bensíni og olíu á bensínstöðvar félaganna. Essó mun þó ekki selja hlut sinn í Olíudreifingu og gerir Hjörleifur Jakobsson forstjóri ráð fyrir að félagið notist áfram við þjónustu Olíudreifingar. "Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því rannsóknin hófst fyrir þremur árum. Það eru komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. Við teljum okkur hafa verið að vinna innan ramma samkeppnislaganna undanfarin ár en það er ljóst að trú almennings á því er takmörkuð. Við lítum svo á að þetta sé næsta skrefið í að byggja upp trúnað við fólkið í landinu og okkar viðskiptavini," segir Hjörleifur. Hann segir að með nýjum verklagsreglum sé gengið að ítrustu kröfum samkeppnisráðs og jafnvel lengra. "Auðvitað hefðum við getað reynt að fresta þessari ákvörðun en kjósum að grípa til þessara aðgerða nú þegar." Essó hefur einnig ákveðið að hætta einhliða samstarfi um rekstur nokkurra bensínstöðva á landsbyggðinni. "Við ákváðum að við tækjum þessar stöðvar yfir einhliða. Við tókum niður flöggin á þessum stöðvum og ætlum að reka þær sjálfir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að þetta getur leitt til skaðabótakröfu af hendi hinna félaganna en við tökum á því þegar þar að kemur," segir Hjörleifur. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að verklagsreglur Essó séu í samræmi við úrskurð samkeppnisráðs og að Skeljungur fagni því að dregið hafi verið úr samstarfinu. "Við fögnum því mjög að losna út úr þessu samstarfi," segir hann. Hann undrast að ekki skuli vera tekið á málefnum Olíudreifingar ehf. "Eftir stendur að Essó og Olís ætla að vinna áfram saman í Olíudreifingu og þar sem þessir tveir aðilar ráða yfir 60 til 70 prósentum af markaðinum og reka saman birgðahald, dreifingu og innkaup verður seint eðlileg samkeppni á þessum markaði meðan þessu er svona háttað," segir Gunnar.
Samráð olíufélaga Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira