Hver vill gamlan klikkhaus? 9. nóvember 2004 00:01 Íslenska ríkisstjórnin hefur náttúrlega engan áhuga á að fá Bobby Fischer hingað til lands. Það er náttúrlega engu logið um að hann kom Íslandi á heimskortið á sínum tíma, en nú er hann orðinn of skrítinn og einstrengingslegur til að svona fín ríkisstjórn vilji hafa nokkuð með hann að gera. Fischer geldur líka skapsmuna sinna í fjölmiðlaumræðunni. Þessi maður sem eitt sinn prýddi forsíður fjölmiðla alls staðar í heiminum - ein af hetjum kalda stríðsins - þykir ekki gott fréttaefni lengur, tíðindin af handtöku hans og varðhaldi fara ekki hátt. Hverjum er ekki sama núorðið þótt Fischer hafi teflt í Svartfjallalandi fyrir 12 árum - eftir 20 ára einangrun? Líklega öllum nema einhverjum ofursamviskusömum byrókrötum í Bandaríkjunum sem vinna eins og iðjusamir maurar að því að gera honum lífið leitt. Þetta geta þeir vegna þess að Fischer vekur ekki samúð. Það eru fáir tilbúnir að koma honum til varnar. Hann er ekki vitund smartur lengur og alveg mátulega áhugaverður - bara gamall klikkhaus. Og raunsæismenn í ráðuneytunum hér - í þessu staðfasta landi - vilja auðvitað ekki fá hann hingað - þar sem hann gæti búið sér ból, veitt viðtöl til vinstri og hægri og ausið skömmum yfir vinina í vestri. Skákfólk hér er þó allt af vilja gert að leggja Fischer lið. Bæði af mannúðarsjónarmiðum og líka vegna þeirrar skuldar sem skákhreyfingin hér á honum að gjalda. Það er þakkarvert - auðvitað á að leyfa honum að koma ef hann vill. Það er þó hætt við að karlinn gæti valdið vonbrigðum. Fischer er fjári orðljótur, líkt og kom fram í viðtali sem ég átti við hann fyrir tveimur árum. Hann vill heldur ekkert hafa með venjulega skák að gera, hnussar fyrirlitlega þegar á hana er minnst og segir að hún sé úrelt. Skákáhuginn í heiminum er líka miklu minni en áður var - og spurning hvað þetta yrði landi og þjóð til mikils frægðarauka. --- --- --- Ég á afmæli í dag, eða það stendur allavega í Fréttablaðinu. Um daginn var Þorgerður Katrín sögð vera 68 ára í sama blaði, það segir að ég sé 45 ára. Veit ekki hvort það er nákvæmara, síðasta árið hef ég einatt gleymt því hvað ég er gamall. Það er altént betra að vera í afmælisdálkinum en andlátsdálkinum. Maður í blóma lífsins á svosem ekki að vera að kvarta, en nú er jafnlangt þangað til ég verð sjötugur og síðan ég var tvítugur - sem mig rámar í að hafi verið í síðustu viku. Fyrst heldur maður að lífið endist bara og endist, svo fer það að líða með rykkjum og skrykkjum, aðallega án þess að maður taki eftir því. Maður hugsar að maður hafi eytt miklum tíma í vitleysu, en kostur sem vegur upp á móti því er að menn eldast seinna í nútímasamfélagi en áður. Til dæmis er sagt að unglingsárin hjá karlmönnum standi núorðið þar til þeir eru 34 ára. Maður einsetur sér að njóta lífsins framvegis - helst líta á hvern nýjan dag eins og það sé hinn fyrsti og fegursti dagur. Ganga glaður út í hvern morgun. Þetta er ágætlega orðað í bók sem ég var að lesa í gær, ég þarf að leggja þetta á minnið: "Ég reyndi að útskýra fyrir foreldrum mínum að lífið væri kostuleg gjöf. Fyrst ofmetur maður gjöfina: maður heldur að maður hafi fengið eilíft líf. Síðan vanmetur maður gjöfina, finnst hún ömurleg, of stutt og það hvarflar að manni að skila henni. Að lokum áttar maður sig á að þetta var alls engin gjöf, heldur bara lán. Og þá reynir maður að verðskulda það."(Eric-Emmanuel Schmitt: Óskar og bleikklædda konan, bls. 115) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Íslenska ríkisstjórnin hefur náttúrlega engan áhuga á að fá Bobby Fischer hingað til lands. Það er náttúrlega engu logið um að hann kom Íslandi á heimskortið á sínum tíma, en nú er hann orðinn of skrítinn og einstrengingslegur til að svona fín ríkisstjórn vilji hafa nokkuð með hann að gera. Fischer geldur líka skapsmuna sinna í fjölmiðlaumræðunni. Þessi maður sem eitt sinn prýddi forsíður fjölmiðla alls staðar í heiminum - ein af hetjum kalda stríðsins - þykir ekki gott fréttaefni lengur, tíðindin af handtöku hans og varðhaldi fara ekki hátt. Hverjum er ekki sama núorðið þótt Fischer hafi teflt í Svartfjallalandi fyrir 12 árum - eftir 20 ára einangrun? Líklega öllum nema einhverjum ofursamviskusömum byrókrötum í Bandaríkjunum sem vinna eins og iðjusamir maurar að því að gera honum lífið leitt. Þetta geta þeir vegna þess að Fischer vekur ekki samúð. Það eru fáir tilbúnir að koma honum til varnar. Hann er ekki vitund smartur lengur og alveg mátulega áhugaverður - bara gamall klikkhaus. Og raunsæismenn í ráðuneytunum hér - í þessu staðfasta landi - vilja auðvitað ekki fá hann hingað - þar sem hann gæti búið sér ból, veitt viðtöl til vinstri og hægri og ausið skömmum yfir vinina í vestri. Skákfólk hér er þó allt af vilja gert að leggja Fischer lið. Bæði af mannúðarsjónarmiðum og líka vegna þeirrar skuldar sem skákhreyfingin hér á honum að gjalda. Það er þakkarvert - auðvitað á að leyfa honum að koma ef hann vill. Það er þó hætt við að karlinn gæti valdið vonbrigðum. Fischer er fjári orðljótur, líkt og kom fram í viðtali sem ég átti við hann fyrir tveimur árum. Hann vill heldur ekkert hafa með venjulega skák að gera, hnussar fyrirlitlega þegar á hana er minnst og segir að hún sé úrelt. Skákáhuginn í heiminum er líka miklu minni en áður var - og spurning hvað þetta yrði landi og þjóð til mikils frægðarauka. --- --- --- Ég á afmæli í dag, eða það stendur allavega í Fréttablaðinu. Um daginn var Þorgerður Katrín sögð vera 68 ára í sama blaði, það segir að ég sé 45 ára. Veit ekki hvort það er nákvæmara, síðasta árið hef ég einatt gleymt því hvað ég er gamall. Það er altént betra að vera í afmælisdálkinum en andlátsdálkinum. Maður í blóma lífsins á svosem ekki að vera að kvarta, en nú er jafnlangt þangað til ég verð sjötugur og síðan ég var tvítugur - sem mig rámar í að hafi verið í síðustu viku. Fyrst heldur maður að lífið endist bara og endist, svo fer það að líða með rykkjum og skrykkjum, aðallega án þess að maður taki eftir því. Maður hugsar að maður hafi eytt miklum tíma í vitleysu, en kostur sem vegur upp á móti því er að menn eldast seinna í nútímasamfélagi en áður. Til dæmis er sagt að unglingsárin hjá karlmönnum standi núorðið þar til þeir eru 34 ára. Maður einsetur sér að njóta lífsins framvegis - helst líta á hvern nýjan dag eins og það sé hinn fyrsti og fegursti dagur. Ganga glaður út í hvern morgun. Þetta er ágætlega orðað í bók sem ég var að lesa í gær, ég þarf að leggja þetta á minnið: "Ég reyndi að útskýra fyrir foreldrum mínum að lífið væri kostuleg gjöf. Fyrst ofmetur maður gjöfina: maður heldur að maður hafi fengið eilíft líf. Síðan vanmetur maður gjöfina, finnst hún ömurleg, of stutt og það hvarflar að manni að skila henni. Að lokum áttar maður sig á að þetta var alls engin gjöf, heldur bara lán. Og þá reynir maður að verðskulda það."(Eric-Emmanuel Schmitt: Óskar og bleikklædda konan, bls. 115)
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun