Enn óvissa um Þórólf 9. nóvember 2004 00:01 Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira