Mörg siðferðileg álitamál 9. nóvember 2004 00:01 Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Athugull afgreiðslumaður sá hverju fram fór og náði niður númerinu á bílnum til að geta kært þjófnað til lögreglunnar, sem hann gerði strax. En minnugur þess að hann hafði heyrt úr skýrslu Samkeppnisstofnunar að vinnuveitandi hans hafi haft samráð við hin olíufélögin um að svindla á lögreglunni þegar hún bauð út bensínviðskipti, væru það þá einskonar öfugmæli að sá sem svindlað var á, eða lögreglan, ætti að fara að reka erindi svindlarans, eða olíufélagsins, gagnvart þriðja aðila, eða hins almenna neytenda, sem olíufélögin höfðu líka svindlað á með verðsamráði sínu. Loks minntist hann þess úr sömu skjölum að eitt árið hafi olíufélögin haft samráð um jólagjafir til starfsmanna sinna, og þar með hans sjálfs, væntanlega til að geta skorið þær við nögl hjá öllum félögunum, og í ljósi alls þessa sá hann eftir að hafa sigað lögreglunni á bensínþjófinn, enda væri ekki á hreinu hver hefði stolið af hverjum í þessu máli. Hann hafði því upp á eiganda bílsins, með aðstoð bílnúmersins, og fékk þá þau svör að hann hefði ekki verið að stela neinu heldur einungis að taka upp í það sem olíufélagið hefði stolið af honum. Samkomulag varð í mesta bróðerni á milli mannsins, afgreiðslumannsins og lögreglunnar um að maðurinn greiddi bensínið að svo stöddu þar sem annað gæti komið afgreiðslumanninum í vanda, og að ekkert yrði skráð formlega um málið í bækur lögreglunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira