Þórólfur hættir 30. nóvember 9. nóvember 2004 00:01 Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. Í yfirlýsingu Þórólfs segir orðrétt: Undanfarna daga hef ég ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans farið yfir stöðu mála. Við tókum sameiginlega ákvörðun, að ég fengi tækifæri til að skýra sjónarmið mín vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Það var mér nauðsynlegt að verja heiður minn og Reykjavíkurlistanum nauðsynlegt að stilla saman strengi sína. Ég hef frá upphafi komið hreint fram varðandi störf mín fyrir Olíufélagið. Ég hef útskýrt minn þátt. Ég hef unnið eftir fremsta megni að upplýsa þessi mál. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla samkeppnistofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári.Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Það er mér mikils virði að borgarbúar eru ánægðir með störf mín í þágu borgarinnar og ég virðist njóta mikils traust sem borgarstjóri. Það hefur einnig komið fram að ekki ber neinn skugga á samstarf mitt við borgarfulltrúa og borgarstarfsmenn í störfum fyrir Reykjavíkurborg. Skoðanir eru hins vegar skiptar á meðal borgarbúa hvort ég eigi að gegna störfum sem borgarstjóri við núverandi aðstæður. Í því ljósi finnst mér mikilvægt að störf mín í almannaþágu litist ekki af þessum málum. Eða að þau hafi áhrif á framtíð og gengi Reykjavíkurlistans og Reykjavíkurborgar.Á undanförnum dögum hef ég fundið fyrir ótrúlegri hvatningu fjölda fólks. Og ég met mikils þann mikla stuðning sem mér hefur hlotnast. Ég veit að margir munu vera ósáttir við þá ákvörðun sem ég hef tekið. Þá ákvörðun verð ég að taka sjálfur og það er mitt mat að hún er best fyrir Reykjavíkurlistann og mig sjálfan.Ég var beðinn um að taka að mér starf borgarstjóra fyrir tæpum tveimur árum og bar það skjótt að eins og flestir vita. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem mér gafst til að gegna störfum í almannaþágu og láta gott að mér leiða. Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú, að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir.Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann. Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um það, að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum. Eftir að hafa lesið yfirlýsinguna gaf Þórólfur færi á nokkrum spurningum. Aðspurður hvort honum finndist ekki að verið væri að bola honum úr starfi sagði Þórólfur að honum finndist að hann væri fyrst og fremst að hugsa um framtíð R-listans og heiður sinn í samhengi. Þórólfur sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki að hann viki úr starfinu. Hann sagði að R-listinn myndi leiða til lykta mjög fljótlega hver tæki við af honum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. Í yfirlýsingu Þórólfs segir orðrétt: Undanfarna daga hef ég ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans farið yfir stöðu mála. Við tókum sameiginlega ákvörðun, að ég fengi tækifæri til að skýra sjónarmið mín vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Það var mér nauðsynlegt að verja heiður minn og Reykjavíkurlistanum nauðsynlegt að stilla saman strengi sína. Ég hef frá upphafi komið hreint fram varðandi störf mín fyrir Olíufélagið. Ég hef útskýrt minn þátt. Ég hef unnið eftir fremsta megni að upplýsa þessi mál. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla samkeppnistofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári.Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Það er mér mikils virði að borgarbúar eru ánægðir með störf mín í þágu borgarinnar og ég virðist njóta mikils traust sem borgarstjóri. Það hefur einnig komið fram að ekki ber neinn skugga á samstarf mitt við borgarfulltrúa og borgarstarfsmenn í störfum fyrir Reykjavíkurborg. Skoðanir eru hins vegar skiptar á meðal borgarbúa hvort ég eigi að gegna störfum sem borgarstjóri við núverandi aðstæður. Í því ljósi finnst mér mikilvægt að störf mín í almannaþágu litist ekki af þessum málum. Eða að þau hafi áhrif á framtíð og gengi Reykjavíkurlistans og Reykjavíkurborgar.Á undanförnum dögum hef ég fundið fyrir ótrúlegri hvatningu fjölda fólks. Og ég met mikils þann mikla stuðning sem mér hefur hlotnast. Ég veit að margir munu vera ósáttir við þá ákvörðun sem ég hef tekið. Þá ákvörðun verð ég að taka sjálfur og það er mitt mat að hún er best fyrir Reykjavíkurlistann og mig sjálfan.Ég var beðinn um að taka að mér starf borgarstjóra fyrir tæpum tveimur árum og bar það skjótt að eins og flestir vita. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem mér gafst til að gegna störfum í almannaþágu og láta gott að mér leiða. Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú, að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir.Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann. Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um það, að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum. Eftir að hafa lesið yfirlýsinguna gaf Þórólfur færi á nokkrum spurningum. Aðspurður hvort honum finndist ekki að verið væri að bola honum úr starfi sagði Þórólfur að honum finndist að hann væri fyrst og fremst að hugsa um framtíð R-listans og heiður sinn í samhengi. Þórólfur sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki að hann viki úr starfinu. Hann sagði að R-listinn myndi leiða til lykta mjög fljótlega hver tæki við af honum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira