Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður krefst þess að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa til þess að sátt ríki um eftirmann Þórólfs Árnasonar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi stjórnarinnar í gærkvöld.
Gestur Gestsson, formaður félagsins, segir að Þórólfur hafi verið hlutlaus einstaklingur utan R-lista og að hann hafi verið farsæll borgarstjóri. Þess vegna vilji stjórnin að leitað verði í sama rann. Hann segir það skoðun stjórnarinnar að hvorki Dagur B. Eggertsson né aðrir borgarfulltrúar R-listans komi til greina.
Innlent