Óvissa um arftaka Þórólfs 10. nóvember 2004 00:01 Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna segir að Þórólfur Árnason geti staðið uppréttur eftir að hafa tekið "heppilega" ákvörðun um afsögn. "Ég ber virðingu fyrir hans niðurstöðu". Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík hugðist leggja fram ályktun á fundi sem boðaður var klukkan átta í gærkvöld þar sem þess var krafist að Þórólfur viki. Þótti sýnt að tillagan yrði samþykkt og þar með var Þórólfi ekki lengur stætt. Endanlega lá ákvörðun um afsögn borgarstjóra ekki fyrir, fyrr en síðdegis í gær. "Ég tel að framhaldið hefði orðið honum og R-listanum mjög mótdrægt, en ég get ekki sagt að ég sé sáttur" sagði Stefán Jón Hafstein, Samfylkingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir að Þórólfur sé maður að meiri eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Bæði hann og Alfreð Þorsteinsson Framsóknarflokki vísa á bug að þreifingar séu á milli flokkanna um nýjan meirihluta. Vilhjálmur segir þó að sjálfstæðismenn séu tilbúnir til að mynda meirihluta með hverjum sem er splundrist R-lista samstarfið. Mikil óvissa er um arftaka Þórólfs. Samfylkingin er klofin í afstöðu sinni. Stefán Jón Hafstein býður fram sjálfan sig eða þríhöfða borgarstjóra R-listaforingja. Aðrir hallast að Degi B. Eggertssyni, utanflokka borgarfulltrúa en mikil andstaða er við hann innan Framsóknarflokksins og hugnast Halldóri Ásgrímssyni meðal annars ekki að R listinn ali upp nýjan Samfylkingarleiðtoga eins og maður í innsta hring orðaði það. Frekar gætu Framsóknarmenn sætt sig við Steinunni Valdís Óskarsdóttur af Samfylkingarfólki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jón Hafstein sögðu bæði í gærkvöld að borgarstjóraefnið yrði valið innan borgarstjórnarflokksins. Vinstri-grænir virðast úr leik í bili í þeirri baráttu og framsóknarmenn nefna sjálfir ýmis nöfn utan R-listans, þar á meðal Helgu Jónsdóttur, borgarritara og Orra Hlöðversson, bæjarstjóra vinstra samstarfs í Hveragerði. Afsögn Þórólfs Árnasonar Samráð olíufélaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna segir að Þórólfur Árnason geti staðið uppréttur eftir að hafa tekið "heppilega" ákvörðun um afsögn. "Ég ber virðingu fyrir hans niðurstöðu". Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík hugðist leggja fram ályktun á fundi sem boðaður var klukkan átta í gærkvöld þar sem þess var krafist að Þórólfur viki. Þótti sýnt að tillagan yrði samþykkt og þar með var Þórólfi ekki lengur stætt. Endanlega lá ákvörðun um afsögn borgarstjóra ekki fyrir, fyrr en síðdegis í gær. "Ég tel að framhaldið hefði orðið honum og R-listanum mjög mótdrægt, en ég get ekki sagt að ég sé sáttur" sagði Stefán Jón Hafstein, Samfylkingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir að Þórólfur sé maður að meiri eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Bæði hann og Alfreð Þorsteinsson Framsóknarflokki vísa á bug að þreifingar séu á milli flokkanna um nýjan meirihluta. Vilhjálmur segir þó að sjálfstæðismenn séu tilbúnir til að mynda meirihluta með hverjum sem er splundrist R-lista samstarfið. Mikil óvissa er um arftaka Þórólfs. Samfylkingin er klofin í afstöðu sinni. Stefán Jón Hafstein býður fram sjálfan sig eða þríhöfða borgarstjóra R-listaforingja. Aðrir hallast að Degi B. Eggertssyni, utanflokka borgarfulltrúa en mikil andstaða er við hann innan Framsóknarflokksins og hugnast Halldóri Ásgrímssyni meðal annars ekki að R listinn ali upp nýjan Samfylkingarleiðtoga eins og maður í innsta hring orðaði það. Frekar gætu Framsóknarmenn sætt sig við Steinunni Valdís Óskarsdóttur af Samfylkingarfólki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jón Hafstein sögðu bæði í gærkvöld að borgarstjóraefnið yrði valið innan borgarstjórnarflokksins. Vinstri-grænir virðast úr leik í bili í þeirri baráttu og framsóknarmenn nefna sjálfir ýmis nöfn utan R-listans, þar á meðal Helgu Jónsdóttur, borgarritara og Orra Hlöðversson, bæjarstjóra vinstra samstarfs í Hveragerði.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Samráð olíufélaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira