Meta ákvörðun Þórólfs 10. nóvember 2004 00:01 Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar flokksins í gærkvöldi sem send var fjölmiðlum í morgun. Í ályktuninni segir orðrétt: Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík 9. nóvember 2004 harmar auðgunarbrot olíufélaganna gegn almenningi sem koma fram í skýrslu Samkeppnisráðs. Ljóst er að hér er á ferð alvarlegt mál sem varðar almannaheill og mikilvægt að einstaklingar axli ábyrgð á sínum þætti í þessu máli.Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík metur þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hefur hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Hann er maður að meiri fyrir vikið.Mikilvægt er að fram komi að VG Reykjavík telur að Þórólfur Árnason hafi gegnt starfi sínu sem borgarstjóri af trúmennsku og heilindum og óskar honum alls hins besta.VG í Reykjavík tekur undir yfirlýsingu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.Félagsfundurinn felur fulltrúum flokksins að vinna að því í samráði við samstarfsaðila VG innan Reykjavíkurlistans að ákveða hvernig verkaskiptingu við stjórn borgarinnar verður háttað og hver verði borgarstjóri. Vinstri - grænir álykta einnig um kennaraverkfallið í lok ályktunarinnar. Þar segir orðrétt: Félagsfundur VGR 9. nóvember 2004 harmar þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu vegna verkfalls grunnskólakennara. Fundurinn ítrekar fullan stuðning við kennara og kröfur þeirra. Fundurinn skorar á hlutaðeigandi aðila að leysa án tafar þann hnút sem málið er komið í með því að skoða allar hugsanlegar leiðir.Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við kjörna fulltrúa flokksins í borgarstjórn og að þeir beiti sínu pólitíska afli til að leysa það ófremdarástand sem er hjá reykvískum skólabörnum og fjölskyldum þeirra. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar flokksins í gærkvöldi sem send var fjölmiðlum í morgun. Í ályktuninni segir orðrétt: Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík 9. nóvember 2004 harmar auðgunarbrot olíufélaganna gegn almenningi sem koma fram í skýrslu Samkeppnisráðs. Ljóst er að hér er á ferð alvarlegt mál sem varðar almannaheill og mikilvægt að einstaklingar axli ábyrgð á sínum þætti í þessu máli.Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík metur þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hefur hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. Hann er maður að meiri fyrir vikið.Mikilvægt er að fram komi að VG Reykjavík telur að Þórólfur Árnason hafi gegnt starfi sínu sem borgarstjóri af trúmennsku og heilindum og óskar honum alls hins besta.VG í Reykjavík tekur undir yfirlýsingu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.Félagsfundurinn felur fulltrúum flokksins að vinna að því í samráði við samstarfsaðila VG innan Reykjavíkurlistans að ákveða hvernig verkaskiptingu við stjórn borgarinnar verður háttað og hver verði borgarstjóri. Vinstri - grænir álykta einnig um kennaraverkfallið í lok ályktunarinnar. Þar segir orðrétt: Félagsfundur VGR 9. nóvember 2004 harmar þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu vegna verkfalls grunnskólakennara. Fundurinn ítrekar fullan stuðning við kennara og kröfur þeirra. Fundurinn skorar á hlutaðeigandi aðila að leysa án tafar þann hnút sem málið er komið í með því að skoða allar hugsanlegar leiðir.Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við kjörna fulltrúa flokksins í borgarstjórn og að þeir beiti sínu pólitíska afli til að leysa það ófremdarástand sem er hjá reykvískum skólabörnum og fjölskyldum þeirra.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira