Ertu klökkur, Kristinn? 10. nóvember 2004 00:01 Því er ekki slegið eins hátt upp í fjölmiðlunum en þeir eru fleiri en Þórólfur sem eru að missa góð djobb vegna olíumálsins. Ef Fréttablaðið í morgun er grannskoðað má sjá að Kristinn Björnsson er búinn að tilkynna að hann dragi sig í hlé sem stjórnarformaður fjárfestingabankans Straums, Einar Benediktsson hefur sagt sig úr stjórn Landsbankans og Tómas Möller lætur sig hverfa úr stjórn Símans. Menn sem áður voru vantrúaðir á aðgerðir Samkeppnisstofnunar hafa ýmsir látið sannfærast þegar þeir kynna sér málavexti. Þannig skrifar Óðinn, svonefndur pistlahöfundur í Viðskiptablaðinu og mikill aðdáandi markaðsfrelsis. Óðinn hafði...: ..."miklar efasemdir um húsleitirnar hjá olíufélögunum á sínum tíma og grunaði hið versta vegna þess hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið. Samt er niðurstaðan verri en verstu grunsemdir því eftir lestur skýrslu samkeppnisráðs getur enginn maður efast um að olíufélögin stunduðu árums saman skipulegt ólögmætt samráð sem þeim var fullkomlega ljóst að var ólögmætt og í hrópandi andstöðu við eðlilega viðskiptahætti. Að þessu standa menn sem Óðinn hefur jafnvel borið virðingu fyrir sem hæfum stjórnendum í atvinnurekstri, menn sem Óðinn og samtíðamenn hans í viðskiptalífinu hafa jafnvel litið á sem persónulega vini sína og samherja í stöðugri baráttu fyrir því að vinna að bættum rekstrarskilyrðum fyrir íslensk fyrirtæki..." Afsökunarbeiðnum fer líka fjölgandi. Svo má reyna að greina hversu einlægar þær eru. Í nútíma fjölmiðlaumhverfi þykir betra að bregðast við með iðrun og auðmýkt en hroka. Þeir sem játa sekt sína geta fengið að rísa upp aftur. Markaðsráðgjafar og spunalæknar mæla beinlínis með afsökunarbeiðnum við ólíkustu tækifæri. Þannig hafa nú öll olíufélögin beðist afsökunar á framferði sínu. Svo spyr maður hvort þau ætla að fylgja því eftir með því að gera eitthvað fyrir reiða viðskiptavini, líkt og Mogginn stakk upp á í leiðara um helgina. Fyrstu viðbrögð olíuforstjóra einkenndust samt af þótta og yfirlæti - það var ekki fyrr en eftir áðurnefndan leiðara í Mogganum, mjög þungorðan, að þeir fóru að sýna smá iðrun. Spurning hvað hún ristir djúpt. Kristinn Björnsson er í viðtali í Mogganum í dag, þrætir fyrir eitt og annað en viðurkennir að hann hafi gert mistök. Ætli hann leggi í að fara í viðtöl annars staðar - utan hins nokkuð verndaða umhverfis sem Mogginn getur boðið þessum fornvini sínum? Væri kannski gaman að sjá Jóhönnu og Þórhall djöflast í honum? "Ertu klökkur, Kristinn? Ertu klökkur!?" --- --- --- Þórólfur Árnason er búinn að segja af sér. Það var ekki gaman að horfa á þetta í fréttunum í gær. Þórólfur er mætur maður - það er sagt að mæður hafi sérstaklega mikið dálæti á honum. Það þarf auðvitað ekki að taka fram að hér á landi er fágætt að menn taki pólitíska ábyrgð með því að segja af sér - frekar má sjá þá hanga á stólunum þangað til fer að blæða úr hnúunum. Og svo lufsast þeir áfram í embætti - hálflemstraðir og ómarktækir. Nú sýnist manni að muni rísa samúðarbylgja með Þórólfi. Það er svosem spurning hvaða gagn hann hefur af henni - mér sýndist hann vera ansi sleginn í gær. Ekki er sérlega líklegt að hann ætli sér frama í pólitík - þótt það gæti sjálfsagt komið til álita eftir afsögnina. Á eftir stendur hann uppi nokkuð hreinn. En kannski fær hann bara gott starf úti í atvinnulífinu. Mér skilst að hann hafi þótt standa sig mjög vel sem forstjóri Tals á sínum tíma - enda þótt hann hafi um síðir verið látinn víkja fyrir miklu lakari manni. Það eina sem gæti eyðilagt samúðina er ef Þórólfur hefur fengið feitan starfslokasamning, líkt og ýjað er að í DV. Tuttugu milljónir er talan sem þar er nefnd. Ef það er satt, þá er ennþá verr komið fyrir R-listanum en ég hélt. Þjóðin mun ekki þola slíkan monkíbisness. Þá held ég að R-listanum væri hollast að fara frá. --- --- --- Leitin að borgarstjóraefninu virðist vera alveg þrotlaus. Allir plotta gegn öllum. Sumir eru meira að segja farnir að plotta gegn sjálfum sér, segja þeir sem til þekkja. Dagur B. virtist fjarskalega líklegur í gær - nú er sagt að Framsóknarmenn vilji hann alls ekki. Ég hef áður sagt að mér líst ágætlega á Dag, hann gæti boðað kynslóðaskipti í pólitíkinni hér. Ég er líka viss um að Gísli Marteinn Baldursson vonar heitt og innilega að Dagur taki við. Þá gæti skyndilega orðið mikil eftirspurn eftir ungum og frambærilegum manni innan Sjálfstæðisflokksins, fremur en hinum allnokkuð kerfiskarlalega Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Ég neita því ekki að ég er spenntari fyrir borgarstjórn þar sem Dagur og Gísli takast á, en til dæmis Alfreð og Vilhjálmur. Framsóknarmenn vildu helst að Þórólfur sæti áfram. Vinstri grænir eyðilögðu það alveg með ákafanum og háleitum prinsíppum sínum. Fyrst það ekki tókst vilja framsóknarmenn fá einhvern utanaðkomandi. Í gær var verið að tala um konu sem tengdist menningunni. Maður fór að hugsa - hver? Þórunn Sigurðardóttir? Guðrún Helgadóttir? Signý Pálsdóttir? Þórhildur...? Svo var mér tjáð að þetta væri misskilningur. Það væri verið að leita að konu sem væri tengd atvinnulífinu. Mér koma ekki margar í hug. Hver gæti það nú verið? Edda Rós Karlsdóttir? Kristrún Heimisdóttir? Nei, hún er of mikil vinkona Ingibjargar Sólrúnar. Og...hvað heitir hún nú...? Svafa...eitthvað... Rannveig... Framsóknarmenn eru sagðir stinga upp á Orra Hlöðverssyni. Hver er það, varð mér á að spyrja? Bæjarstjóri í Hveragerði, var svarið, bróðir Bryndísar Hlö - æskuvinur Árna Magnússonar úr Kópavogi. Strákurinn í næsta húsi. Svo er það Helga Jónsdóttir, umræðurnar enda víst oft á nafni hennar. Af hverju ekki bara að fá Helgu? Enginn virðist samt vera spenntur fyrir henni - hún er síðasta úrræðið, þrautalendingin, þegar verður búið að plotta burt alla hina kostina. Annars getur borgarstjóraembættið í Reykjavík ekki talist ýkja eftirsóknarvert djobb, allavega ekki nú um stundir. Maður myndi varla stökkva úr góðu starfi í atvinnulífinu yfir í þetta - ekki nema maður hefði alið með sér ófullnægða drauma um frama í pólitíkinni. Starfinu fylgir mikil óvissa, það er líklega mjög takmarkað hverju maður fengi að ráða, vinnufélagarnir eru ekki endilega mjög skemmtilegir og það er ekki líklegt að mikils stuðnings sé að vænta frá þeim, starfstíminn er kannski ekki nema eitt og hálft ár. Og þó - gæti verið gaman meðan það endist. Má ég kannski benda á sjálfan mig? Karl sem er tengdur fjölmiðlunum. --- --- --- Árni Snævarr er ótrúlegur. Í þrítugsafmælinu mínu hélt hann langa ræðu. Þegar ég varð fertugur bannaði ég öll ræðuhöld til að koma í veg fyrir að Árni héldi ræðu aftur. Hann mætti þá með myndband sem sýndi mig í afkáralegum stellingum, á blankskóm á Holmenkollen í Osló, eltandi Ólaf Ragnar Grímsson í glerhálku. Nú tekst honum aftur að komast inn í afmæli hjá mér - í þetta sinn með ógn mærðarfullri lýsingu á mér í DV. Hverju má ég búast við þegar ég verð fimmtugur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Því er ekki slegið eins hátt upp í fjölmiðlunum en þeir eru fleiri en Þórólfur sem eru að missa góð djobb vegna olíumálsins. Ef Fréttablaðið í morgun er grannskoðað má sjá að Kristinn Björnsson er búinn að tilkynna að hann dragi sig í hlé sem stjórnarformaður fjárfestingabankans Straums, Einar Benediktsson hefur sagt sig úr stjórn Landsbankans og Tómas Möller lætur sig hverfa úr stjórn Símans. Menn sem áður voru vantrúaðir á aðgerðir Samkeppnisstofnunar hafa ýmsir látið sannfærast þegar þeir kynna sér málavexti. Þannig skrifar Óðinn, svonefndur pistlahöfundur í Viðskiptablaðinu og mikill aðdáandi markaðsfrelsis. Óðinn hafði...: ..."miklar efasemdir um húsleitirnar hjá olíufélögunum á sínum tíma og grunaði hið versta vegna þess hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið. Samt er niðurstaðan verri en verstu grunsemdir því eftir lestur skýrslu samkeppnisráðs getur enginn maður efast um að olíufélögin stunduðu árums saman skipulegt ólögmætt samráð sem þeim var fullkomlega ljóst að var ólögmætt og í hrópandi andstöðu við eðlilega viðskiptahætti. Að þessu standa menn sem Óðinn hefur jafnvel borið virðingu fyrir sem hæfum stjórnendum í atvinnurekstri, menn sem Óðinn og samtíðamenn hans í viðskiptalífinu hafa jafnvel litið á sem persónulega vini sína og samherja í stöðugri baráttu fyrir því að vinna að bættum rekstrarskilyrðum fyrir íslensk fyrirtæki..." Afsökunarbeiðnum fer líka fjölgandi. Svo má reyna að greina hversu einlægar þær eru. Í nútíma fjölmiðlaumhverfi þykir betra að bregðast við með iðrun og auðmýkt en hroka. Þeir sem játa sekt sína geta fengið að rísa upp aftur. Markaðsráðgjafar og spunalæknar mæla beinlínis með afsökunarbeiðnum við ólíkustu tækifæri. Þannig hafa nú öll olíufélögin beðist afsökunar á framferði sínu. Svo spyr maður hvort þau ætla að fylgja því eftir með því að gera eitthvað fyrir reiða viðskiptavini, líkt og Mogginn stakk upp á í leiðara um helgina. Fyrstu viðbrögð olíuforstjóra einkenndust samt af þótta og yfirlæti - það var ekki fyrr en eftir áðurnefndan leiðara í Mogganum, mjög þungorðan, að þeir fóru að sýna smá iðrun. Spurning hvað hún ristir djúpt. Kristinn Björnsson er í viðtali í Mogganum í dag, þrætir fyrir eitt og annað en viðurkennir að hann hafi gert mistök. Ætli hann leggi í að fara í viðtöl annars staðar - utan hins nokkuð verndaða umhverfis sem Mogginn getur boðið þessum fornvini sínum? Væri kannski gaman að sjá Jóhönnu og Þórhall djöflast í honum? "Ertu klökkur, Kristinn? Ertu klökkur!?" --- --- --- Þórólfur Árnason er búinn að segja af sér. Það var ekki gaman að horfa á þetta í fréttunum í gær. Þórólfur er mætur maður - það er sagt að mæður hafi sérstaklega mikið dálæti á honum. Það þarf auðvitað ekki að taka fram að hér á landi er fágætt að menn taki pólitíska ábyrgð með því að segja af sér - frekar má sjá þá hanga á stólunum þangað til fer að blæða úr hnúunum. Og svo lufsast þeir áfram í embætti - hálflemstraðir og ómarktækir. Nú sýnist manni að muni rísa samúðarbylgja með Þórólfi. Það er svosem spurning hvaða gagn hann hefur af henni - mér sýndist hann vera ansi sleginn í gær. Ekki er sérlega líklegt að hann ætli sér frama í pólitík - þótt það gæti sjálfsagt komið til álita eftir afsögnina. Á eftir stendur hann uppi nokkuð hreinn. En kannski fær hann bara gott starf úti í atvinnulífinu. Mér skilst að hann hafi þótt standa sig mjög vel sem forstjóri Tals á sínum tíma - enda þótt hann hafi um síðir verið látinn víkja fyrir miklu lakari manni. Það eina sem gæti eyðilagt samúðina er ef Þórólfur hefur fengið feitan starfslokasamning, líkt og ýjað er að í DV. Tuttugu milljónir er talan sem þar er nefnd. Ef það er satt, þá er ennþá verr komið fyrir R-listanum en ég hélt. Þjóðin mun ekki þola slíkan monkíbisness. Þá held ég að R-listanum væri hollast að fara frá. --- --- --- Leitin að borgarstjóraefninu virðist vera alveg þrotlaus. Allir plotta gegn öllum. Sumir eru meira að segja farnir að plotta gegn sjálfum sér, segja þeir sem til þekkja. Dagur B. virtist fjarskalega líklegur í gær - nú er sagt að Framsóknarmenn vilji hann alls ekki. Ég hef áður sagt að mér líst ágætlega á Dag, hann gæti boðað kynslóðaskipti í pólitíkinni hér. Ég er líka viss um að Gísli Marteinn Baldursson vonar heitt og innilega að Dagur taki við. Þá gæti skyndilega orðið mikil eftirspurn eftir ungum og frambærilegum manni innan Sjálfstæðisflokksins, fremur en hinum allnokkuð kerfiskarlalega Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Ég neita því ekki að ég er spenntari fyrir borgarstjórn þar sem Dagur og Gísli takast á, en til dæmis Alfreð og Vilhjálmur. Framsóknarmenn vildu helst að Þórólfur sæti áfram. Vinstri grænir eyðilögðu það alveg með ákafanum og háleitum prinsíppum sínum. Fyrst það ekki tókst vilja framsóknarmenn fá einhvern utanaðkomandi. Í gær var verið að tala um konu sem tengdist menningunni. Maður fór að hugsa - hver? Þórunn Sigurðardóttir? Guðrún Helgadóttir? Signý Pálsdóttir? Þórhildur...? Svo var mér tjáð að þetta væri misskilningur. Það væri verið að leita að konu sem væri tengd atvinnulífinu. Mér koma ekki margar í hug. Hver gæti það nú verið? Edda Rós Karlsdóttir? Kristrún Heimisdóttir? Nei, hún er of mikil vinkona Ingibjargar Sólrúnar. Og...hvað heitir hún nú...? Svafa...eitthvað... Rannveig... Framsóknarmenn eru sagðir stinga upp á Orra Hlöðverssyni. Hver er það, varð mér á að spyrja? Bæjarstjóri í Hveragerði, var svarið, bróðir Bryndísar Hlö - æskuvinur Árna Magnússonar úr Kópavogi. Strákurinn í næsta húsi. Svo er það Helga Jónsdóttir, umræðurnar enda víst oft á nafni hennar. Af hverju ekki bara að fá Helgu? Enginn virðist samt vera spenntur fyrir henni - hún er síðasta úrræðið, þrautalendingin, þegar verður búið að plotta burt alla hina kostina. Annars getur borgarstjóraembættið í Reykjavík ekki talist ýkja eftirsóknarvert djobb, allavega ekki nú um stundir. Maður myndi varla stökkva úr góðu starfi í atvinnulífinu yfir í þetta - ekki nema maður hefði alið með sér ófullnægða drauma um frama í pólitíkinni. Starfinu fylgir mikil óvissa, það er líklega mjög takmarkað hverju maður fengi að ráða, vinnufélagarnir eru ekki endilega mjög skemmtilegir og það er ekki líklegt að mikils stuðnings sé að vænta frá þeim, starfstíminn er kannski ekki nema eitt og hálft ár. Og þó - gæti verið gaman meðan það endist. Má ég kannski benda á sjálfan mig? Karl sem er tengdur fjölmiðlunum. --- --- --- Árni Snævarr er ótrúlegur. Í þrítugsafmælinu mínu hélt hann langa ræðu. Þegar ég varð fertugur bannaði ég öll ræðuhöld til að koma í veg fyrir að Árni héldi ræðu aftur. Hann mætti þá með myndband sem sýndi mig í afkáralegum stellingum, á blankskóm á Holmenkollen í Osló, eltandi Ólaf Ragnar Grímsson í glerhálku. Nú tekst honum aftur að komast inn í afmæli hjá mér - í þetta sinn með ógn mærðarfullri lýsingu á mér í DV. Hverju má ég búast við þegar ég verð fimmtugur?