Óformlegar viðræður um samstarf 10. nóvember 2004 00:01 Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í þáttunum Íslandi í dag og Kastljósi að telja mætti víst að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum núverandi borgarfulltrúa, en það yrði þó ekki hún sjálf. Framsóknarfélag Reykjavíkur í Norðurkjördæmi vill hins vegar að borgarstjórinn komi utan raða kjörinna borgarfulltrúa. Gestur Kr. Gestsson, formaður félagsins, segir ástæðuna einfaldlega þá að það hafi gefist vel hingað til. Þetta sé samstarf þriggja flokka og það sé einfaldlega ekki gott að velja einhvern úr einum þeirra. Gestur segir Dag B. Eggertsson vera tengdan Samfylkingunni þó hann sé ekki flokksbundinn á pappírunum „Það á bara að kalla hlutina það sem þeir eru. Það á ekkert að vera undir einhverju fölsku flaggi með það,“ segir Gestur. Þannig virðist ólíklegt að Framsóknarmenn fallist á tillögu um Dag sem borgarstjóra og ágreiningur er innan R-listans um eftirmann Þórólfs. Fulltrúar listans hafa setið á fundi í morgun til að ræða málið en verjast allra frétta og vildu ekkert ræða við fréttastofu fyrir hádegi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist meta það að Þórólfur hafi axlað ábyrgð sína og sagt af sér. Spurður hvort borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi hitt fulltrúa Vinstri - grænna eða Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga segir Vilhjálmur svo ekki vera en auðvitað ræði menn saman eins og gengur og gerist. „Við erum alltaf að tala saman um eitt og annað og auðvitað hafa þessi mál borið á góma en engar formlegar viðræður átt sér stað,“ segir Vilhjálmur. Viljálmur kveðst ekki hafa hugmynd um hver verði næsti borgarstjóri, enda viti R-lisitnn það varla sjálfur. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í þáttunum Íslandi í dag og Kastljósi að telja mætti víst að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum núverandi borgarfulltrúa, en það yrði þó ekki hún sjálf. Framsóknarfélag Reykjavíkur í Norðurkjördæmi vill hins vegar að borgarstjórinn komi utan raða kjörinna borgarfulltrúa. Gestur Kr. Gestsson, formaður félagsins, segir ástæðuna einfaldlega þá að það hafi gefist vel hingað til. Þetta sé samstarf þriggja flokka og það sé einfaldlega ekki gott að velja einhvern úr einum þeirra. Gestur segir Dag B. Eggertsson vera tengdan Samfylkingunni þó hann sé ekki flokksbundinn á pappírunum „Það á bara að kalla hlutina það sem þeir eru. Það á ekkert að vera undir einhverju fölsku flaggi með það,“ segir Gestur. Þannig virðist ólíklegt að Framsóknarmenn fallist á tillögu um Dag sem borgarstjóra og ágreiningur er innan R-listans um eftirmann Þórólfs. Fulltrúar listans hafa setið á fundi í morgun til að ræða málið en verjast allra frétta og vildu ekkert ræða við fréttastofu fyrir hádegi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist meta það að Þórólfur hafi axlað ábyrgð sína og sagt af sér. Spurður hvort borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi hitt fulltrúa Vinstri - grænna eða Framsóknarflokks með hugsanlegt samstarf í huga segir Vilhjálmur svo ekki vera en auðvitað ræði menn saman eins og gengur og gerist. „Við erum alltaf að tala saman um eitt og annað og auðvitað hafa þessi mál borið á góma en engar formlegar viðræður átt sér stað,“ segir Vilhjálmur. Viljálmur kveðst ekki hafa hugmynd um hver verði næsti borgarstjóri, enda viti R-lisitnn það varla sjálfur.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira