Samstaða dugði ekki Degi 10. nóvember 2004 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. "Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónulega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig." segir Dagur B. Eggertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Fréttablaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim forsendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ásgrímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. "Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna" segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að forysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: "Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni." Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. "Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíðinni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við." Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði verið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. "R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgarstjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi." Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóraefni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár sagði Stefán Jón: "Það er ekki einu sinni víst að það verði R listi þeim kosningum" segir Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: "Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu. "MYND/Pjetur
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira