Innlent

R-listinn stóð ekki fyrir könnun

Stefán Jón Hafstein fullyrðir að Reykjavíkurlistinn hafi ekki látið kanna stöðu Þórólfs Árnasonar, fráfarandi borgarstjóra, með skoðanakönnunum. Því síður hafi borgin greitt fyrir slíkt.

Því var haldið fram í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að gerðar yrðu kannanir um helgina svo skoða mætti stöðu Þórólfs Árnasonar eftir að hann útskýrði sjónarmið sín fyrir borgarbúum. Í Íslandi í dag sama kvöld sagði Stefán Jón Hafstein það fráleitt að Reykjavíkurlistinn stæði fyrir slíkri könnun. Stöð 2 stendur við fréttina enda var því hvergi haldið fram að Reykjavíkurlistinn myndi gera könnunina. 

Þegar borgarstjóri sagði af sér í gær var borgarstjóri spurður mjög ákveðið að því hver hafi gert könnun um stöðu hans en svar hans var mjög óákveðið. Hann sagði orðrétt: „Það eru margar kannanir sem búið er að taka fyrir og sjálfsagt hafa einhverjir haft frumkvæði að þeim sem hafa áhuga á að heyra um mín störf, þannig að ég held að það sé nú ekki kannski aðalatriðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×