Styrkir til flokka verði rannasakaðir 11. nóvember 2004 00:01 "Skiptar skoðanir hafa verið milli flokkanna hvort eigi að opna bókhald þeirra og sumir hafa ákveðið að upplýsa um fjárhæðir yfir ákveðnu marki. Aðrir hafa ekki viljað upplýsa neitt. Væntanlega telja menn sig að einhverju leyti bundna af því að hafa gefið út yfirlýsingar um trúnað áður og þeir séu því bundnir af trúnaði gagnvart styrktaraðilum sínum. Ég tel hinsvegar að svo sé ekki gagnvart olíufélögunum því að stjórnendur olíufélaganna hafa gengist við skipulagðri brotastarfsemi sem heitir samsæri gegn atvinnulífi og neytendum. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki verið bundnir trúnaði gagnvart þess háttar starfsemi þegar talið er að þjóðfélagið hafi orðið fyrir 40 milljarða tjóni. Þá tel ég í rauninni að flokkarnir eigi allir að upplýsa um þessi tengsl," segir Helgi Hjörvar alþingismaður. "Hinsvegar er óraunsætt að stjórnarflokkarnir sem hafa sérstaklega verið andvígir því að upplýsa um styrki muni opna bókhald sitt vegna þessa. Mér finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir hreinsi stjórnvöld af öllum grun um að hafa hlíft olíufélögunum og fjársvelt Samkeppnisstofnun í allan þennan tíma vegna þess að þeir hafi fengið greiðslur frá félögunum. Ég hef því lagt til að flokkarnir leiti til Ríkisendurskoðunar um að hún skoði þessi fjárhagslegu samskipti. Þar með væri ekki verið að aflétta trúnaði eða opna bókhald. Einstakir flokkar gætu sett einhver skilyrði fyrir slíkri athugun en ég held að meginatriðið sé að Ríkisendurskoðunin kanni styrki til olíufélaganna almennt, hversu umfangsmiklir þessir styrkir hafa verið, og skili skýrslu um það," segir hann. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
"Skiptar skoðanir hafa verið milli flokkanna hvort eigi að opna bókhald þeirra og sumir hafa ákveðið að upplýsa um fjárhæðir yfir ákveðnu marki. Aðrir hafa ekki viljað upplýsa neitt. Væntanlega telja menn sig að einhverju leyti bundna af því að hafa gefið út yfirlýsingar um trúnað áður og þeir séu því bundnir af trúnaði gagnvart styrktaraðilum sínum. Ég tel hinsvegar að svo sé ekki gagnvart olíufélögunum því að stjórnendur olíufélaganna hafa gengist við skipulagðri brotastarfsemi sem heitir samsæri gegn atvinnulífi og neytendum. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki verið bundnir trúnaði gagnvart þess háttar starfsemi þegar talið er að þjóðfélagið hafi orðið fyrir 40 milljarða tjóni. Þá tel ég í rauninni að flokkarnir eigi allir að upplýsa um þessi tengsl," segir Helgi Hjörvar alþingismaður. "Hinsvegar er óraunsætt að stjórnarflokkarnir sem hafa sérstaklega verið andvígir því að upplýsa um styrki muni opna bókhald sitt vegna þessa. Mér finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir hreinsi stjórnvöld af öllum grun um að hafa hlíft olíufélögunum og fjársvelt Samkeppnisstofnun í allan þennan tíma vegna þess að þeir hafi fengið greiðslur frá félögunum. Ég hef því lagt til að flokkarnir leiti til Ríkisendurskoðunar um að hún skoði þessi fjárhagslegu samskipti. Þar með væri ekki verið að aflétta trúnaði eða opna bókhald. Einstakir flokkar gætu sett einhver skilyrði fyrir slíkri athugun en ég held að meginatriðið sé að Ríkisendurskoðunin kanni styrki til olíufélaganna almennt, hversu umfangsmiklir þessir styrkir hafa verið, og skili skýrslu um það," segir hann.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira