Vetrarúlpan í uppáhaldi 11. nóvember 2004 00:01 "Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic. Robbi lætur ekki eina úlpu duga og á aðra til vonar og vara. "Ég skipti yfir í hina úlpuna ef hitastigið fer yfir á plús-skalann. Þá verð ég ekki sveittur í Kringlunni og í bænum og svoleiðis. Svarta úlpan er svo rosalega hlý og góð," segir Robbi, sem er ekki mikil fatafrík að eigin sögn. "Kaupleiðangrar mínir koma í rispum og þá þarf ég ekki að kaupa mér föt í tvo mánuði. Svo á ég orðið svo mikið af fötum að ég finn stundum eitthvað gamalt sem ég get verið í. Ég reyndar lifi það vel að konan mín er verslunarstjóri hjá stóru fyrirtæki og ég er heppinn að fá föt á góðu verði. Svo versla ég reglulega erlendis. Ég lifi samt ekki fyrir föt og fylgist ekki mjög vel með tískunni. Sama er ekki hægt að segja um konuna, sem lifir fyrir tískuna og ætti eiginlega að taka lyf við því," segir Robbi og hlær. Það er nóg að gera hjá Robba og heldur hann tónleika reglulega. "Það er ýmislegt í vinnslu og þá helst eftir áramót. Ég get að minnsta kosti lofað að það verði nóg af hiphoptónleikum á nýju ári." Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
"Ég á eina svarta Carhart-úlpu með loðkraga sem ég held mikið upp á. Hún heldur mér hlýjum á köldum vetrarkvöldum. Ég keypti hana í fyrravetur og hún hefur dugað síðan þá enda mjög venjuleg," segir Róbert Aron Magnússon plötusnúður en flestir þekkja hann eflaust betur undir listamannsnafninu Robbi Chronic. Robbi lætur ekki eina úlpu duga og á aðra til vonar og vara. "Ég skipti yfir í hina úlpuna ef hitastigið fer yfir á plús-skalann. Þá verð ég ekki sveittur í Kringlunni og í bænum og svoleiðis. Svarta úlpan er svo rosalega hlý og góð," segir Robbi, sem er ekki mikil fatafrík að eigin sögn. "Kaupleiðangrar mínir koma í rispum og þá þarf ég ekki að kaupa mér föt í tvo mánuði. Svo á ég orðið svo mikið af fötum að ég finn stundum eitthvað gamalt sem ég get verið í. Ég reyndar lifi það vel að konan mín er verslunarstjóri hjá stóru fyrirtæki og ég er heppinn að fá föt á góðu verði. Svo versla ég reglulega erlendis. Ég lifi samt ekki fyrir föt og fylgist ekki mjög vel með tískunni. Sama er ekki hægt að segja um konuna, sem lifir fyrir tískuna og ætti eiginlega að taka lyf við því," segir Robbi og hlær. Það er nóg að gera hjá Robba og heldur hann tónleika reglulega. "Það er ýmislegt í vinnslu og þá helst eftir áramót. Ég get að minnsta kosti lofað að það verði nóg af hiphoptónleikum á nýju ári."
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira