Ný íslensk gullsmíði 11. nóvember 2004 00:01 Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á morgun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Gullsmiðirnir hafa smíðað gripina sérstaklega fyrir sýninguna að sögn Ásu Gunnlaugsdóttur, formanns Félags íslenskra gullsmiða. "Sýningin er mjög fjölbreytt enda er mikill aldursmunur á fólkinu sem að henni stendur, þar er allt frá nýútskrifuðu fólki upp í gamla jaxla eins og Jens Guðjónsson sem er á níræðisaldri. Áherslurnar eru því auðvitað mismunandi," segir hún. Ekki er það þó svo að þeir elstu séu endilega með elstu hugmyndirnar því yngra fólkið sækir líka í sjóði fortíðar þegar það hannar sína vöru. Sem dæmi um það nefnir Ása víravirki eftir ungan gullsmið, Helgu Einarsdóttur, sem blandar þar saman gömlum hefðum og nýjum. Mikil áhersla er á alla fylgihluti með fatnaði í dag og þar með skartgripi og Ása kveðst ánægð með íslenska neytendur. "Íslenskar konur eru óhræddar við að nota sýnilegt skart og tileinka sér nýjungar í því eins og öðru," segir hún. Með sýningunni í Gerðarsafni fagnar Félag íslenskra gullsmiða 80 ára afmæli sínu og það verður Dorrit Moussaieff forsetafrú sem opnar hana.Hálsmen eftir Jens Guðjónsson. Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á morgun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Gullsmiðirnir hafa smíðað gripina sérstaklega fyrir sýninguna að sögn Ásu Gunnlaugsdóttur, formanns Félags íslenskra gullsmiða. "Sýningin er mjög fjölbreytt enda er mikill aldursmunur á fólkinu sem að henni stendur, þar er allt frá nýútskrifuðu fólki upp í gamla jaxla eins og Jens Guðjónsson sem er á níræðisaldri. Áherslurnar eru því auðvitað mismunandi," segir hún. Ekki er það þó svo að þeir elstu séu endilega með elstu hugmyndirnar því yngra fólkið sækir líka í sjóði fortíðar þegar það hannar sína vöru. Sem dæmi um það nefnir Ása víravirki eftir ungan gullsmið, Helgu Einarsdóttur, sem blandar þar saman gömlum hefðum og nýjum. Mikil áhersla er á alla fylgihluti með fatnaði í dag og þar með skartgripi og Ása kveðst ánægð með íslenska neytendur. "Íslenskar konur eru óhræddar við að nota sýnilegt skart og tileinka sér nýjungar í því eins og öðru," segir hún. Með sýningunni í Gerðarsafni fagnar Félag íslenskra gullsmiða 80 ára afmæli sínu og það verður Dorrit Moussaieff forsetafrú sem opnar hana.Hálsmen eftir Jens Guðjónsson.
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira