Innlent

Sakar Vilhjálm um róg

Þórólfur Árnason, fráfarndi borgarstjóri sakaði Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita Sjálfstæðismanna um "róg" í bókun á borgarráðsfundi í gær. Á fundinum baðst Þórólfur formlega lausnar sem borgarstjóri.

Í bókun sinni gerir Þórólfur ummæli Vilhjálms í DV að umræðuefni en þar fullyrti hann að borgarstjóri fengi 20 milljónir króna fyrir að vera á launum út kjörtímabilið.

Þórólfur segir að Vilhjálmur hafi verið viðstaddur þegar ráðningarsamningur hans hafi verið lagður fram í borgarráði og því kunnugt um að hann nyti ekki biðlauna. Þórólfur segist njóta sömu kjara og þeir fjórir menn sem verið hafi borgarstjórar frá því Vilhjálmur settist í borgarstjórn. "Því er ljóst að...ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar falla gegn betri vitund. Þau eru vísvitandi rógur" segir í bókun Þórólfs Árnasonar, hans síðustu í borgarráði.

Ekki náðist í Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×