Gaman að vinna með gler 15. nóvember 2004 00:01 Við Fálkagötu 30b í Reykjavík inní þröngu húsasundi er lítil, sæt vinnustofa og gallerý sem tilheyrir fyrirtækinu Íslensk list. Þar hefur Dröfn Guðmundsdóttir, myndhöggvari og eigandi fyrirtækisins aðstöðu. Húsið lætur ekki mikið yfir sér að utan en er vægast sagt eins og ævintýraland að innan. "Ég útskrifaðist árið 1993 úr Mynd- og handíðaskólanum sem myndhöggvari og byrjaði þá að vinna með gler. Síðan þá hef ég unnið nær eingöngu með gler enda einstaklega gaman að vinna með það," segir Dröfn. Dröfn stofnaði fyrirtækið árið 2000 og hefur bæði haldið stutt glerlistarnámskeið sem og hún býður fólk velkomið í gallerý sitt þar sem hún hefur vörur sínar og listaverk til sölu. Dröfn býr til ýmislegt úr gleri eins og til dæmis glerkort, hálsmen, nælur, myndir og alls kyns skálar. Hún býr einnig til matarstell sem hafa gengið vel og eru mjög fjölnota þar sem venjulegur matardiskur getur einnig nýst sem ostabakki eða undir kerti. Annars eru það bakkarnir hennar sem njóta mestra vinsælda. "Bakkarnir eru allt frá fimmtíu sentímetra langir og upp í einn meter. Þeir hafa selst alveg rosalega vel enda bjóða þeir uppá marga möguleika. Það er ekkert skraut á þeim og eru þeir hálf gegnsæir þannig að hægt er að nota þá með hvaða dúk sem er. Þeir geta bæði nýst sem bakkar undir snittur, kökur eða kerti enda mjög látlausir," segir Dröfn en fallegur fjólublár gljái er á bökkunum sem gefur þeim undraverðan svip. Dröfn býr líka til sérstaka aðventubakka sem seljast vel fyrir jólin. "Bakkarnir passa einmitt undir fjögur kerti og skreytingu. Síðan er mjög sniðugt að setja til dæmis epli í staðinn fyrir kerti og skipta einu epli út fyrir kerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Smám saman hverfa eplin og kertin taka við. Þessi bakkar eru í stöðugri framleiðslu hjá mér en seljast mest um jólin og eru einnig vinsælir í brúðargjafir." Dröfn er aldeilis komin í jólaskapið og lætur ekki staðar numið við aðventubakkana. "Ég bý líka til jólakort með jólastjörnum, jólasveinum og jólatrjám sem eru voðalega falleg. Einnig geri ég jólaskraut úr gleri sem hægt er að setja á jólatré. Ég vil hafa formin mín einföld enda er ég ekki mikil skrautkona." Vinnustofan og gallerýið er opið á miðvikudögum og fimmtudögum frá 15 til 18 en hægt er að panta tíma hjá Dröfn á öðrum dögum í síma 661 1144. Minnsta mál er fyrir Dröfn að hlaupa yfir í vinnustofuna þar sem hún býr í næsta húsi. Einnig geta áhugasamir skoðað heimasíðu hennar, icelandicart.is.Bakkarnir sem Dröfn gerir eru allt frá fimmtíu sentímetrum og uppí einn meter að lengd. FleiriMynd/ValliDröfn gerir falleg jólakort úr gleri með alls konar myndum. FleiriMynd/Valli Hús og heimili Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
Við Fálkagötu 30b í Reykjavík inní þröngu húsasundi er lítil, sæt vinnustofa og gallerý sem tilheyrir fyrirtækinu Íslensk list. Þar hefur Dröfn Guðmundsdóttir, myndhöggvari og eigandi fyrirtækisins aðstöðu. Húsið lætur ekki mikið yfir sér að utan en er vægast sagt eins og ævintýraland að innan. "Ég útskrifaðist árið 1993 úr Mynd- og handíðaskólanum sem myndhöggvari og byrjaði þá að vinna með gler. Síðan þá hef ég unnið nær eingöngu með gler enda einstaklega gaman að vinna með það," segir Dröfn. Dröfn stofnaði fyrirtækið árið 2000 og hefur bæði haldið stutt glerlistarnámskeið sem og hún býður fólk velkomið í gallerý sitt þar sem hún hefur vörur sínar og listaverk til sölu. Dröfn býr til ýmislegt úr gleri eins og til dæmis glerkort, hálsmen, nælur, myndir og alls kyns skálar. Hún býr einnig til matarstell sem hafa gengið vel og eru mjög fjölnota þar sem venjulegur matardiskur getur einnig nýst sem ostabakki eða undir kerti. Annars eru það bakkarnir hennar sem njóta mestra vinsælda. "Bakkarnir eru allt frá fimmtíu sentímetra langir og upp í einn meter. Þeir hafa selst alveg rosalega vel enda bjóða þeir uppá marga möguleika. Það er ekkert skraut á þeim og eru þeir hálf gegnsæir þannig að hægt er að nota þá með hvaða dúk sem er. Þeir geta bæði nýst sem bakkar undir snittur, kökur eða kerti enda mjög látlausir," segir Dröfn en fallegur fjólublár gljái er á bökkunum sem gefur þeim undraverðan svip. Dröfn býr líka til sérstaka aðventubakka sem seljast vel fyrir jólin. "Bakkarnir passa einmitt undir fjögur kerti og skreytingu. Síðan er mjög sniðugt að setja til dæmis epli í staðinn fyrir kerti og skipta einu epli út fyrir kerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Smám saman hverfa eplin og kertin taka við. Þessi bakkar eru í stöðugri framleiðslu hjá mér en seljast mest um jólin og eru einnig vinsælir í brúðargjafir." Dröfn er aldeilis komin í jólaskapið og lætur ekki staðar numið við aðventubakkana. "Ég bý líka til jólakort með jólastjörnum, jólasveinum og jólatrjám sem eru voðalega falleg. Einnig geri ég jólaskraut úr gleri sem hægt er að setja á jólatré. Ég vil hafa formin mín einföld enda er ég ekki mikil skrautkona." Vinnustofan og gallerýið er opið á miðvikudögum og fimmtudögum frá 15 til 18 en hægt er að panta tíma hjá Dröfn á öðrum dögum í síma 661 1144. Minnsta mál er fyrir Dröfn að hlaupa yfir í vinnustofuna þar sem hún býr í næsta húsi. Einnig geta áhugasamir skoðað heimasíðu hennar, icelandicart.is.Bakkarnir sem Dröfn gerir eru allt frá fimmtíu sentímetrum og uppí einn meter að lengd. FleiriMynd/ValliDröfn gerir falleg jólakort úr gleri með alls konar myndum. FleiriMynd/Valli
Hús og heimili Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira