Íslenskan vefst fyrir mörgum 15. nóvember 2004 00:01 Þegar upp kemur vafi um hvernig eigi að skrifa eða beygja eitthvert íslenskt orð er þægilegt að geta hringt í Íslenska málstöð og fengið góðar leiðbeiningar. Kári Kaaber svarar þar oftast í símann og er ekkert nema greiðviknin. "Málfarsráðgjöf er eitt af mínum helstu viðfangsefnum hér og ég svara bæði síma og tölvupósti," segir hann og bætir við að flestir noti símann enda vanti oft upplýsingarnar samstundis. "Hingað hringir alls konar fólk - bara Jón og Gunna og svo er talsvert mikið hringt frá auglýsingastofum og ráðuneytum. Allsstaðar þar sem verið er að nota málið okkar geta komið upp spurningar," segir hann góðlátlega. Ekki getur hann nefnt eitt öðru fremur sem fólk hnýtur um. "Það er oftast spurt um orðalag, stafsetningu eða beygingar. Þetta þrennt. Sem betur fer eru þeir býsna margir sem vilja vanda það sem þeir eru að gera og hafa kannski á tilfinningunni að eitthvað mætti betur fara í þeim texta sem þeir eru að setja saman. Þá hringja þeir og það er gott." Kári kveðst ekki verða mikið var við rithöfunda á línunni og kemur með sennilega skýringu á því. "Þeir hafa flestir góð tök á málinu sem betur fer og svo vilja þeir hafa sinn eigin stíl." Kári verður líka var við nýyrðasmíð. "Yfirleitt eru það samsetningar orða og ef þær eru í samræmi við allar reglur þá auðga þær bara málið og allir verða glaðir." Dagur íslenskrar tungu er þriðjudaginn næstkomandi, þann 16. nóvember og að sögn Kára verður málræktarþing í hátíðasal háskólans um næstu helgi. Þar verður fjallað um áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur og er haldið í samvinnu við Mjólkursamsöluna sem ávallt styður dyggilega við fræðslu um íslenskt mál. Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þegar upp kemur vafi um hvernig eigi að skrifa eða beygja eitthvert íslenskt orð er þægilegt að geta hringt í Íslenska málstöð og fengið góðar leiðbeiningar. Kári Kaaber svarar þar oftast í símann og er ekkert nema greiðviknin. "Málfarsráðgjöf er eitt af mínum helstu viðfangsefnum hér og ég svara bæði síma og tölvupósti," segir hann og bætir við að flestir noti símann enda vanti oft upplýsingarnar samstundis. "Hingað hringir alls konar fólk - bara Jón og Gunna og svo er talsvert mikið hringt frá auglýsingastofum og ráðuneytum. Allsstaðar þar sem verið er að nota málið okkar geta komið upp spurningar," segir hann góðlátlega. Ekki getur hann nefnt eitt öðru fremur sem fólk hnýtur um. "Það er oftast spurt um orðalag, stafsetningu eða beygingar. Þetta þrennt. Sem betur fer eru þeir býsna margir sem vilja vanda það sem þeir eru að gera og hafa kannski á tilfinningunni að eitthvað mætti betur fara í þeim texta sem þeir eru að setja saman. Þá hringja þeir og það er gott." Kári kveðst ekki verða mikið var við rithöfunda á línunni og kemur með sennilega skýringu á því. "Þeir hafa flestir góð tök á málinu sem betur fer og svo vilja þeir hafa sinn eigin stíl." Kári verður líka var við nýyrðasmíð. "Yfirleitt eru það samsetningar orða og ef þær eru í samræmi við allar reglur þá auðga þær bara málið og allir verða glaðir." Dagur íslenskrar tungu er þriðjudaginn næstkomandi, þann 16. nóvember og að sögn Kára verður málræktarþing í hátíðasal háskólans um næstu helgi. Þar verður fjallað um áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur og er haldið í samvinnu við Mjólkursamsöluna sem ávallt styður dyggilega við fræðslu um íslenskt mál.
Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira