Augnaðgerðir æ vinsælli 15. nóvember 2004 00:01 Um þrjátíu prósent manna þarf á einhverskonar sjónhjálpartækjum að halda og þeim fylgir bæði kostnaður og umstang. Laserskurðaðgerðir til að bæta sjón hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og njóta vaxandi vinsælda og í dag er þetta algengasta aðgerðin sem er framkvæmd á augum í Bandaríkjunum. Um þessar mundir eru þessar aðgerðir framkvæmdar á tveimur augnlæknastofum á Íslandi og kosta á bilinu 275.000 - 330.000 krónur fyrir bæði augun. Aðgerðin fer þannig fram að það er losað um örþunna yfirborðshimnu á auganu og með laser er lögun augans undir þessari himnu breytt lítillega þannig að fókusinn lendi skarpar á augnbotninum. Með þessum hætti er hægt að leiðrétta flesta sjónlagsgalla, nærsýni, sjónskekkju, fjarsýni og jafnvel snúa á byrjandi aldursfjarsýni með því að stilla augun misjafnlega eins og áður var sagt. Tuttugu og fimm ár eru síðan fyrstu frumstæðu laseraðgerðirnar voru gerðar á augum og að sögn lækna reynast þær aðgerðir vera stöðugar. Kostnaðurinn vex fólki í augum en hægt er að borga aðgerðina með raðgreiðslum í allt að þrjú ár og mánaðarkostnaðurinn er svipaður og sá sem fylgir linsunotkun. Þeir sem eru orðnir þreyttir á að byrja daginn á því að fálma eftir gleraugunum sínum á náttborðinu eiga nú möguleika á bættri sýn á lífið og tilveruna. Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Um þrjátíu prósent manna þarf á einhverskonar sjónhjálpartækjum að halda og þeim fylgir bæði kostnaður og umstang. Laserskurðaðgerðir til að bæta sjón hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og njóta vaxandi vinsælda og í dag er þetta algengasta aðgerðin sem er framkvæmd á augum í Bandaríkjunum. Um þessar mundir eru þessar aðgerðir framkvæmdar á tveimur augnlæknastofum á Íslandi og kosta á bilinu 275.000 - 330.000 krónur fyrir bæði augun. Aðgerðin fer þannig fram að það er losað um örþunna yfirborðshimnu á auganu og með laser er lögun augans undir þessari himnu breytt lítillega þannig að fókusinn lendi skarpar á augnbotninum. Með þessum hætti er hægt að leiðrétta flesta sjónlagsgalla, nærsýni, sjónskekkju, fjarsýni og jafnvel snúa á byrjandi aldursfjarsýni með því að stilla augun misjafnlega eins og áður var sagt. Tuttugu og fimm ár eru síðan fyrstu frumstæðu laseraðgerðirnar voru gerðar á augum og að sögn lækna reynast þær aðgerðir vera stöðugar. Kostnaðurinn vex fólki í augum en hægt er að borga aðgerðina með raðgreiðslum í allt að þrjú ár og mánaðarkostnaðurinn er svipaður og sá sem fylgir linsunotkun. Þeir sem eru orðnir þreyttir á að byrja daginn á því að fálma eftir gleraugunum sínum á náttborðinu eiga nú möguleika á bættri sýn á lífið og tilveruna.
Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira