Fjögur þúsund augu sjá betur 15. nóvember 2004 00:01 Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku. "Við erum nýbúin að endurnýja tækjakostinn sem gerir okkur kleift að gera aðgerðir sem eru meira sniðnar að einstökum tilfellum. Þá eru augu viðkomandi lesin og geymd í minni vélarinnar sem gerir þá aðgerðina á auganu á þér en ekki bara einhverju auga. Slík aðgerð er 27.000 krónum dýrari á augað. Kosturinn við slíka aðgerð er að hægt er að gera minni skurði og að auki sinna fleiri jaðartilfellum en áður. Við mælum í hverju einstöku tilfelli hvor aðgerðin gefi betri árangur." Á stofunni hafa frá upphafi verið löguð um fjögur þúsund augu. Fleiri nærsýnir en fjarsýnir fara í laseraðgerð og árangur þeirra er almennt aðeins betri. "Í dag er vaxandi eftirspurn eftir því hjá fólki á miðjum aldri sem þarf tvískipt gleraugu að stilla augun á mismunandi fjarlægðir, þannig að annað augað sér vel frá sér og hitt verður örlítið nærsýnt. Svo eru augun notuð ómeðvitað til skiptis eftir aðstæðum. Það gerir gleraugnaþörfina minni," segir Eiríkur og bætir því við að 96% prósent fái fulla sjón eftir aðgerð og í öllum tilfellum batni sjónin til muna. "Áhætta er auðvitað alltaf einhver en mjög sjaldgæft að vandamál séu ekki leyst. Sumir fá þurrk í augun eða finna fyrir ertingu í einhvern tíma eftir aðgerðina. Viss áhætta fylgir auðvitað öllum aðgerðum og stundum erum við ekki alveg ánægð með ástand augans þegar í aðgerðina er komin. 0,2% hafa þurft að fara aftur í aðgerðina eða 10 augu af þessum 4.000 sem við höfum skorið. Þeir allir hafa hinsvegar fengið góðar niðurstöður að lokum." Heilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku. "Við erum nýbúin að endurnýja tækjakostinn sem gerir okkur kleift að gera aðgerðir sem eru meira sniðnar að einstökum tilfellum. Þá eru augu viðkomandi lesin og geymd í minni vélarinnar sem gerir þá aðgerðina á auganu á þér en ekki bara einhverju auga. Slík aðgerð er 27.000 krónum dýrari á augað. Kosturinn við slíka aðgerð er að hægt er að gera minni skurði og að auki sinna fleiri jaðartilfellum en áður. Við mælum í hverju einstöku tilfelli hvor aðgerðin gefi betri árangur." Á stofunni hafa frá upphafi verið löguð um fjögur þúsund augu. Fleiri nærsýnir en fjarsýnir fara í laseraðgerð og árangur þeirra er almennt aðeins betri. "Í dag er vaxandi eftirspurn eftir því hjá fólki á miðjum aldri sem þarf tvískipt gleraugu að stilla augun á mismunandi fjarlægðir, þannig að annað augað sér vel frá sér og hitt verður örlítið nærsýnt. Svo eru augun notuð ómeðvitað til skiptis eftir aðstæðum. Það gerir gleraugnaþörfina minni," segir Eiríkur og bætir því við að 96% prósent fái fulla sjón eftir aðgerð og í öllum tilfellum batni sjónin til muna. "Áhætta er auðvitað alltaf einhver en mjög sjaldgæft að vandamál séu ekki leyst. Sumir fá þurrk í augun eða finna fyrir ertingu í einhvern tíma eftir aðgerðina. Viss áhætta fylgir auðvitað öllum aðgerðum og stundum erum við ekki alveg ánægð með ástand augans þegar í aðgerðina er komin. 0,2% hafa þurft að fara aftur í aðgerðina eða 10 augu af þessum 4.000 sem við höfum skorið. Þeir allir hafa hinsvegar fengið góðar niðurstöður að lokum."
Heilsa Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira